Vera


Vera - 01.04.2001, Side 45

Vera - 01.04.2001, Side 45
Bríet ur að mótum og öðrum viðburðum er allt annað uppi á teningnum. T.d. eru til fjölmörg snjóbrettamyndbönd sem sýna atvinnubrettafólk. Þar er hlutfall- ið gjarnan a.m.k. tuttugu karlar á móti einni til tveimur konum. Taka má dæmi um þetta kynjamis- rétti úr íslensku samfélagi þegar hald- ið var Stökkmót ingólfs á Arnarhóli ný- lega. í Morgunblaðinu var brettamótið auglýst og tekið fram að nú yrði brydd- að upp á þeirri nýjung að leyfa bretta- stelpum að vera með. Semsagt, þær máttu náðarsamlegast „fá að vera með" og keppa í kvennaflokki. En það var greinilega ekki gert ráð fyrir þeim þegar mótið var skipulagt því þær fengu engu að ráða meðan strákarnir sáu um stærð og byggingu stökkpalls- ins. Stökkpallurinn hlýtur óneitanlega að vera eitt mikilvægasta atriðið á svona móti, en þar sem hann var mið- aður við stráka (sem sáu um gerð hans) var hann of stór fyrir þessar þrjár stelpur sem var leyft að vera með og þær gátu því engan veginn notið sín til fulls eða sýnt getu sína. Það er í rauninni ekki skrýtið ef meðaljóninn sem áhorfandi missir trúna á konum í jaðaríþróttum þegar aðstæður hamla þeim frá að gera sitt besta! Það ergi- legasta við kynjamisréttið í brettamál- um hér á landi er að stelpur komu mjög fljótt inn í brettamenninguna en hafa ekki enn náð að hasla sér þar völl til jafns á við strákana. Brettasamfé- lagið á íslandi er lfka svo lítið að það ætti ekki að vera mikið mál að breyta þessu. Kvenboxarar Hnefaleikar er önnur íþrótt sem fólki hefur sennilega hvað síst þótt konur eiga erindi í. Hnefaleikar teljast kannski ekki beinlínis til jaðaríþrótta erlendis en hér á landi falla þeir svo sannarlega í þann íþróttaflokk þar sem ólympískir hnefaleikar eru ekki löglegir á fslandi. Þegar minnst er á hnefaleika dettur fólki gjarnan í hug kappar eins og Mike Tyson, Oscar de la Hoya og Lennox Lewis. Það sem færri vita er að þáttur kvenna í þessari mögnuðu íþrótt fer sívaxandi og þekktasti kven- boxarinn er án efa Laila Ali, dóttir hins goðsagnakennda Muhammad Ali og einnig má nefna kjarnakonur eins og bowntown (Leona Brown), Lady Logan og Regina Halmicfi Kvennabox er mjög ung íþrótta- grein og var t.d. fyrst viðurkennt af USA Boxing árið 1993. Árið 1996 voru um 130 kvenkyns áhugamannaboxarar en í dag keppa yfir 1200 konur fyrir USA Boxing og á Golden Gloves leik- unum (áhugamannaleikar fyrir eldri en fimmtán ára). Þrátt fyrir þessar stað- reyndir, og þá afar mikilvægu stað- reynd að flestir kvenboxarar standa karlboxurum jafnfætis hvað varðar getu, þá er ekki enn búið að taka upp kvennaboxá Ólympíuleikunum, Friðar- leikunum og mörgum öðrum stórmót- um. Ástæðurnar eru ýmsar. Andstæð- ingar kvenna í hringnum nota gjarnan þau rök að vilji konur boxa verði þær að hlíta sömu reglum og karlar. En þar sem konur og karlar eru nú einu sinni ekki eins af guði gerð þá eru t.d. lot- urnar í kvennaboxi tvær mínútur í stað þriggja, kvenkyns boxarar þurfa að nota sérstaka brjósthlíf (brjóstin hafa sérstaklega verið nefnd sem ástæða fyrir því að konur ættu ekki að boxa en tfðni meiðsla sýnir að fólk ætti frekar að hafa áhyggjur af öllu því silíkoni sem óteljandi konur troða inn í brjóst- in á sér) og eru skyldaðar til að taka þungunarpróf fyrir hvern bardaga. Aðrir „boxpúritanar" vilja ekki að í- þróttin sé „vanvirt" með lélegum kepp- endum og svokölluðum „stelpuslags- málum". Því miður er það nefnilega þannig að margar konur sem stunda box troða sér inn í sviðsljósið með því að birtast naktar í íþróttablöðum og spila á kynþokkann en ekki getuna sem reynist ekki mikil þegar á hólminn er komið. Þessar konur fá gjarnan meiri athygli enda virðist það einhvern veginn alltaf vera athyglisverðara að sýna á sér rassinn en að sanna hvers kona er verð. Staðreyndin er nefnilega sú að hvað sem hver segir taka lang- samlega flestir kvenboxarar sig alvar- lega og leggja jafnhart að sér og karl- mennirnir. Downtown Brown hefur t.d. tvfveg- is unnið meistaratitil ÍFBA (lnternati- onal Female Boxing Association) í fjaðurvigt. Hún er 39 ára og byrjaði að boxa 36 ára gömul, svo það er aldrei of seint að byrja! „Ég er meistari, svo það er kominn tími til að ég fái meist- aralaun," segir Downtown, sem hefur auðvitað þurft að kljást við misréttis- djöfulinn á peningasviðinu eins og öðru. Kvenboxarar fá nefnilega ekki nærri þvf eins há laun og karlboxarar, kemur á óvart eða hitt þó heldur! En til allrar hamingju eru kvenboxarar sí- fellt að færa sig upp á skaftið með málsóknum, mótmælum og fleiri að- gerðum gagnvart karlaveldinu sem reynir að njörva þær niður. Að fá adrenalínið tíl að streyma laðaríþróttir snúast ekkert endilega um slagsmál eða ofbeldi, þær ganga frekar út á að fá adrenalínið til að streyma. En aðalástæðan fyrir því að konur eru ekki taldar eiga erindi í hin- ar oft á tfðum ofsafengnu og áreynslu- miklu jaðaríþróttir er sennilega okkar djúpt innrætta hugmynd um muninn á kynjunum: Árásargirni liggur í eðli karlmanna og þeir verða því að fá að svala henni. Konur eru ekki árásar- gjarnar og hafa því ekki þörf fyrir að fá útrás fyrir slíkar kenndir. Ef þær gera það er það stundum talið krúttlegt eða sexí (leðjuslagur er gott dæmi) og al- veg pottþétt ekki hættulegt. Aftur á móti er kona sem sýnir árásargirni af öðrum ástæðum en í sjálfsvörn, eða til að vekja kynhvöt karlmanna (sem þeir hafa „auðvitað enga stjórn á"), hættu- leg, óeðlileg, nánast skrímsli sem ógn- ar öllum okkar viðteknu gildum og hugmyndum um kynin. Það eru fremur þröngir rammar sem við setjum sjálf- um okkur og það er óhætt að segja að bæði kynin tapa á þessu að mjög mörgu leyti. Fólk virðist reyndarvera farið að varpa þessum hugmyndum fyrir róða, eins og sjá má á kvikmynd- um eins og Bílly Elliott og Girlfigfit. Svo er annað mál að þar sem saga fþróttakvenna er enn svo stutt þá er ekki vitað hvar takmörkin liggja hvað varðar Ifkamsstyrk og þol kvenna. Fyrir 40 árum voru bestu kvenhlaupararnir miklu lélegri en bestu karlhlaupararnir en það hefur nú aldeilis færst til betri vegar. Hver veit hvernig það verður á þessari öld þar sem konur eru farnar að leggja ótrúlega hart að sér í íþrótt- um og margt fólk er til allrar hamingju farið að vakna til vitundar um hvers konur eru megnugar. Eins og svo margt annað í jafnréttisbaráttunni er þetta spurning um „þori ég, vil ég og get ég?" og undirritaðar eru sammála um að fjöldi kvenna um allan heim svarar því: „já, ég þori, get og vil." o 45

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.