Vera - 01.04.2001, Síða 48
Konur og atvinnulíf
Jóna Fanney Friðriksdóttir Mynd: Þórdís Ágústsdóttir
Af frumkvöðlum
relía Eydís Guðmundsdóttir, vinnumark-
aðsfræðingur og lektor við Háskólann í
Reykjavík, hélt á dögunum athyglisvert
og Iíflegt erindi á morgunverðarfundi Fé-
lags kvenna í atvinnurekstri (FKA). í erindi sínu fjall-
aði Árelía Eydís m.a. um frumkvöðla í atvinnurekstri
og mismunandi stjórnunarstfl kvenna og karla.
Atvinnulífið mótað af karlmönnum
„Góð stýring er nauðsynleg hvort sem um er að ræða
lítið, millistórt eða stórfyrirtæki. Spurningin er bara
hvaða stjórnunarstíll á best við okkur. Atvinnulífið er
mótað af karlmönnum og við konur eigum ekki að
ganga inn í þann heim með karllæg gildi að viðmiði.
Þvf formfastara og hefbundnara sem fyrirtæki er virð-
ist það síður henta konum. Við eigum að vera við
sjálfar og nýta okkur það sem við erum sterkastar í.
Aðeins þannig náum við hámarksárangri og njótum
okkar." segirÁrelía Eydís.
Frumkvöðlakonur þora
Því er stundum varpað fram að konur séu áhættu-
fælnar. Ef við lítum hins vegar á það sem einkennir
góðan frumkvöðul þá er óhætt að fullyrða að konur
sem sett hafa á stofn eigin fyrirtæki séu vart áhættu-
fælnar. Spennuffklar væri nærtækari lýsing. Því það
fylgir því alltaf áhætta og aukin ábyrgð að gerast sjálf-
stæður atvinnurekandi. „Umfram allt er það þó
þrjóska, þrautseigja og úthald sem einkennir góða
frumkvöðla," segir Árelía „og það að þora að gera
mistök og læra af þeim. Thomas A. Edison fann upp
Ijósaperuna eftir hátt í 600 tilraunir. Hefði hann gefist
upp á tilraun númer 583 - hvað þá?"
, flóm og fílum
Konur eiga að keppa úífró eigin gildum
Árelía segir að frumkvöðlar helgi sig yfirleitt mál-
staðnum af lífi og sál. Þau líta á viðfangsefnið sem
spennandi áskorun þrátt fyrir að öryggið um mánað-
arlegt launaumslag bíði ekki á skrifborðinu um hver
mánaðamót. Frumkvöðlar keppa út frá eigin stöðlum
en ekki þjóðfélagslegum gildum. Oftar en ekki hafa
þau hærri metnað en margir í kringum þau. Úthald,
keppnisskap og langtímahugsun er mikilvæg fyrir þau
sem vilja koma eigin hugmyndum í framkvæmd.
Fló eða fíll?
Mikil hreyfing hefur verið á íslenskum vinnumarkaði
undanfarin misseri þrátt fyrir að fræðingar telji að
framboð atvinnu fari minnkandi með viku hverri. Eft-
irspurn eftir vinnuafli hefur leitt til þess að fólk
staldrar oft stutt við á vinnustað. Um leið og betri
kjör bjóðast er starfsfólkið oft flogið. Launin skipta
vissulega máli og spyrja má hvort gamla góða starfs-
mannatryggðin (gullúr eftir 25-30 ár!) sé á undan-
haldi. „Starfsfólk er að sjálfsögðu mismunandi að
upplagi," segirÁrelfa. „Ég líki starfsfólki stundum við
flær og fíla. Fílarnir eru þunglamalegir og illhreyfan-
legir. Flærnar hoppa án vandkvæða einn og hálfan
metra til að fá útrás. Hvað nýsköpun varðar er það
einmitt stökkkraftur flónnar sem stjórnandinn vill
halda í. Sköpunin og áræðið. Flónni líður ekki vel sé
hún sett í lokaða krukku, því sé hún kúguð eða bæld
fá stökkhæfileikar hennar ekki notið sín. Lítið þýðir
að ýta við fílnum, hann vinnur á seiglunni. Bæði
flærnar og fílarnir hafa sína kosti og sína galla. Hins
vegar er alveg Ijóst að flóin og fíllinn kalla á mismun-
andi „kjörskilyrði" og myndu því varla njóta sín í sama
starfsumhverfi," segirÁrelía að lokum.
Nánari upplýsingar um starfsemi Félags kvenna í at-
vinnurekstri er hægt að fá á heimasíðu þess
www.fka.is o
Reiöubúin aö taka hæfilega óhættu
Hæf til að fást viö mistök
Taka tillit til ábendinga
Hafa frumkvæði
ReiÖubúin aö axla ábyrgð
Keppa út frá eigin metnaði og gildum
Uthald og langtímahugsun
Raunsæi
Þrjóska og þolinmæði
Setja sjálfum sér skilgreind markmið
Geta starfað við óvissu
Sjálfstraust
48