Vera - 01.04.2001, Page 50
Hvað stendur á launaseðlinum?
Ertu ánægð með launin? Nei.
Hvað finnst þér að þú ættir að fá í laun?
Mér veitti ekki af að fá 120.000 til 130.000 krónur út-
borgaðar.
Hvar sérðu þig fyrir þér í framtíðinni á vinnumark-
aði? í sama starfi, býst ég við.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
Starfa við eitthvað sem tengist bókum eða bókasöfn-
um.
Starfsábyrgð og skyldur: Aðstoða við heimiIisþrif
og þvotta á um 19 heimilum aldraðra og öryrkja. Kem
vikulega á sum og hálfsmánaðarlega á önnur. Einnig
að rjúfa félagslega einangrun þar sem þess gerist
þörf.
Hvað finnst þér skemmtilegast við starfið? Að
kynnast góðu og skemmtilegu fólki sem er jákvætt.
Hvað finnst þér leiðinlegast? Að koma á erfið heim-
ili þar sem mikil neikvæðni ríkir. Einnig að vera ekki í
meiri tengslum við vinnufélaga.
Réttindi og fríðindi sem fylgja starfinu:
Græna kortið í Strætisvagna Reykjavíkur (nema í sum-
arfríum). Vinnubolir. Almenn stéttarfélagsleg réttindi.
Doktor með 156.012
krónur ó mónuði
Nafn: Arnfríður Guðmundsdóttir
Aldur: 40 ára
Menntun: Embættispróf í guðfræði frá Háskóla ís-
lands, árið 1986, doktorspróf í guðfræði frá The
Lutheran School of Theology at Chicago í Bandaríkj-
unum árið 1996.
Starf: Lektor í guðfræði
Vinnustaður: Guðfræðideild Háskóla íslands
Starfsaldur: Eitt og hálft ár en áður hafði ég starfað
sem stundakennari við guðfræðideildina í þrjú ár.
Laun: 156.012.
Fjölskylduhagir: Gift og á tvö börn, 10 og 4 ára.
Vinnutími: Oft mjög langur.
Ertu ánægð með launin? Nei.
Hvað finnst þér að þú ættir að fá í laun? Mér finnst
að launin ættu að vera í samræmi við það nám sem
ég og aðrir háskólakennarar hafa að baki.
Hvar sérðu þig fyrir þér í framtíðinni á vinnumark-
aði? Ef ekki verður róttæk breyting á kjörum háskóia-
kennara, og kennara almennt, þá líst mér ekki á fram-
tíð menntunar hér á landi, hvað þá starfskjör kennara.
Það þarf að endurskoða rækilega gildismatið í þjóðfé-
laginu og fara að virða gildi menntunar sem skyldi.