Vera


Vera - 01.04.2001, Side 66

Vera - 01.04.2001, Side 66
femínisti.is //Við erum dálitlir femínistar", er haft eftirÁstu Kristjánsdóttur, öðrum eig- anda Eskimó-módels, í netgrein í USA Today sem fjallaði um ferð 260 amerískra karla á fegurðarsamkeppnina Ungfrú fsland.is. Og það er væntanlega af því þær eru dálitlir femfnistar sem þær koma ekki fram í baðfötum. Dómarinn, Baldvin Jóns- son, segir að íslenskar konur séu sjálfstæðari, betur menntaðar og séu í fleiri valdastöðum en áður. Þær hafi verið aldar upp til að vera stoltar af sjálfum sér og sagt að þær séu einhvers virði. „Þetta er fegurð með markmið," segir Baldvin. Þegar ég fékk þessa grein senda frá Bandaríkjaskrif- stofu Flugleiða, sem dæmi um hvað íslenskur túrismi væri í góðum málum, þá var ég nýþúin að sjá kvik- myndina M/ss Congeniality (Donald Petrei, 2000), með leikkonunni Söndru Bullock í aðalhlutverki. Og ég gat ekki annað en borið tóninn saman: í þeirri mynd er stjórnandi keppninnar einmitt alltaf að hamra á því að þetta sé ekki bara fegurðarsamkeppni, þetta sé keppni um námsstyrki. Söguþráður myndarinnar er á þá leið að alríkislög- reglan hefur komist að því að það á að sprengja upp fegurðarsamkeppnina, Ungfrú Bandaríkin. Til að sporna gegn þessu er ákveðið að einn fulltrúinn smygli sér inn í keppnina og komist þannig í innsta hring, og í veg fyrir sprengjuna. Fyrir valinu verður Gracie Hart (Sandra Bullock) en hún er alls ólíkleg til verksins, groddaleg og karlmannleg á ýktan hátt, og hefur gert allt til að falla í karlahópinn. Hún hefur einnig verið nokkuð óheppin með þau mál sem hún vinnur að og hefur klúðrað allavega svosem einu. Fé- lagi hennar er íðilfagur kvennabósi, sem eltist stöðugt við kiappstýrur og álíka kvenpening, og það er greinilegt að Gracie er skotin í honum í laumi en hann lítur ekki á hana sem konu... Núnú, það þarf ekki að orðlengja það að þjálfara fegurðarsamkeppninnar (Michael Caine) tekst á nokkrum dögum að gera alvöru konu úr gripnum, en Gracie kemst fljótlega í snertingu við sína innri konu og uppgötvar að þetta er í raun allt alveg ágætt, þess- ar stelpur eru raunuverulega klárar og skemmtilegar og að hún getur ekki lengur verið á móti slíkum skrokkasýningum. „Ég hugsaði einu sinni eins og þessir femínistar," segir hún á einum stað „og var á móti öllu svona." Afturhaldssamar hugmyndir um lcvenleika Myndin gefur sig í upphafi út fyrir að vera ádeila á fegurðarsamkeppnir og vissulega er í henni að finna nokkur föst skot. En fegurðarkúltúr Bandaríkjamanna er greinilega of sterkur til að óhætt sé í svona „mainstream" mynd að skjóta hann niður. Því kemur einmitt í Ijós hvað þetta er allt ágætt, og má barasta alveg, jájá, og konur þurfa jú að finna kvenleikann - allavega ef þær eiga að ná f manninn sem þær vilja, því auðvitað heillast kvennabósinn af félaga sínum þegar hann sér hvað hún getur verið kvenleg. Þannig getur Miss Congeniality tekið undir með Ástu og sagst vera svona dálítill femínisti. Mér finnst það dálítið merkilegt hvað kvennamyndir af þessu tagi, sem hafa alla burði til að vera dálítið róttækar (takið eftir þessu með dálítið, ég er ekki að biðja um byltingul), klikka á því. Því þrátt fyrir nokkra góða punkta þá er boðskapur Miss Congeniality yfirgnæf- andi afturhaldssamur hvað varðar ímyndir kvenna og hugmyndir um kvenleika. Sandra Bullock, sem er einn af framleiðendum myndarinnar, er mjög góð grínleik- kona og hefur upp á miklu meira að bjóða en stereó- týpur af þessu tagi, eins og hún sýndi þegar hún tók 66 lUopsBoQ

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.