Vera - 01.04.2001, Page 69
Arndís Gu,ðmundsdóitir &
Alda Asgeirsdóttir
Nokkur góð róð:
Mikilvægt er að fara til læknis ef
fram koma sár sem ekki gróa, breyting-
ar á húð eins og blettir sem stækka eða
breytast.
Skoðið húðina mánaðarlega - sjálfs-
skoðun.
Notið sólvörn með UVA og UVB vörn
nr. 15 eða meira.
Forðist að vera lengi úti í sól, sér-
staklega um miðjan daginn.
Notið hatt/skyggni og bol - einnig er
gott að vera Ijósklæddur í sól.
í réttu Ijósi?
Frá sól- og ljósabekkjum kemur út-
fjóiublá geislun sem myndar litarefni í
húðinni sem veldur því að við verðum
.,brún". Geislunin er tvenns konar, B-
geislun sem er orkumikil og hefur
mest áhrif á húðina og A-geislun sem
er orkuminni. Útfjólublá geislun getur
skaðað húðfrumur og orsakað varan-
legar húðskemmdir og húðsjúkdóma.
Hlutfall A- og B- geisla í ljósabekkjum
er ekki það sama og f sólarljósinu.
Brúnn húðlitur eftir Ijósabekk er því
ekki vörn gegn sólbruna á sólarströnd
..grunnbrúnka". Útfjólublá A-geislun er
þrisvar til fjórum sinnum meiri en í
sumarsólinni hér á íslandi. í sumum
bekkjum getur útfjólublá geislun í
heild verið álíka mikil og f sólarljósi
hitabeltislandanna. Þessi sama geisl-
un getur einnig valdið bruna á horn-
himnu augans og jafnvel tímabundinni
blindu. Eftir tíu til tuttugu skipti í sól-
arbekkjum bætist mjög lítið við brúna
húðlitinn því þá hafa litfrumurnar
tæmt sig að mestu.
Ljósabeklcur eóa sólbað
“ í hverju felst munurinn?
Brúnn húðlitur eftir Ijósböð er ekki
eins og venjuleg „sólbrúnka" vegna
bess að A-geislunin er hlutfallslega
mikil og veitir því ekki eðlilega vörn
gegn sólarljósi. Ljósböð valda ekki
bykknun á hornlagi húðarinnar eins og
sólböð gera. Þykknunin er einmitt vörn
húðarinnar gegn miklu sólskini og
seinkar sólbruna. Húðin eldist fyrr við
óhófleg ljós- og sólböð. Hún slitnar,
teygjanleiki hennar minnkar og hún
verður hrukkóttari. Börn eiga ekki að
nota ljósabekki - ef þau brenna illa er
meiri hætta á að þau fái sortuæxli
þegar þau verða eldri. Allir sem hafa
Ijósa og viðkvæma húð, sem brennur
gjarnan í sól, eru ljóshærðir eða rauð-
hærðir eða eru með marga fæðingar-
bletti ættu að forðast Ijósböð. Þau
sem á annað borð kjósa að nota ljósa-
bekki ættu ekki að fara oftar en tíu
sinnum á ári. Best er þó að sleppa því
alveg að fara f Ijós.
Húðkrabbamein - sólin get-
ur haft sínar skuggahliðar
Rannsóknir benda til þess að útfjólu-
blá A-geislun eigi þátt f myndun húð-
krabbameins. Um 200 íslendingar
greinast með húðkrabbamein á hverju
ári. Samkvæmt Krabbameinsskránni
greinast sortuæxli í húð hjá 35 íslend-
ingum, annars konar húðæxli hjá 35
og grunnfrumuæxli í húð hjá 135 ein-
staklingum ár hvert. Yngstu sjúkling-
arnir eru um tvítugt. Sortuæxli í húð er
algengasta tegund krabbameins hjá
konum á aldrinum frá 15 til 34 ára og
hefur fjöldi tilfella tvöfaldast á sfðast-
liðnum tíu árum, sem er einkum rakið
til aukinna sólbaða og notkunar ljósa-
bekkja. Krabbameinsfélagið hefur gef-
ið út fræðslurit um krabbamein og
fæðingarbletti. Fræðsluritin er hægt
að nálgast hjá Krabbameinsfélaginu
og á heilsugæslustöðvum og apótek-
um um land allt. Einnig er hægt að
finna þau á netinu (www.krabb.is).
Gagnlegar slóðir ó netinu:
www.landlæknir.is
www.krabb.is
www.my.webtnd.cotn
A-og B- geislar sólarinnar
hafa missterk óhrif.
A. B.
C. D.
A. Grunnfrumukrabbamein
B. Flöguþekjukrabbamein
C. Sortuæxli
D. Sortuæxli
69