Vera


Vera - 01.04.2001, Page 70

Vera - 01.04.2001, Page 70
Nick Cave and the Bad Seeds No more shall we part Nýjasti diskur Nick Cave og vondu fræjanna hans er mjög kærkomið innlegg í líf allra þeirra sem velta fyrir sér ást og rómantfk. Með ár- unum hefur Nick Cave þróast úr þvf að vera reiður og árásargjarn Ástralastrákur með svarta sýn á raunveruleikann, í að vera íhugull og djúpur iaga- og textasmiður með Ijúfar ballöður um sínar innstu tilfinningar um ástina, trú- mál og lífið og tilveruna. Fyrir nokkrum árum vakti hann svo heimsathygli með plötu sinni Murder Ballads þar sem hann söng m.a. dúetta með P.J. Harvey og Kylie Minogue Nick Cave leggur mikið upp úr flóknum útsetningum strengja á nýju plötunni sinni, og er með heilan herskara fiðlu-, víólu-, selló- og kontrabassaleikara sem er leik- stýrt af góðvini hans og vondu fræi, honum Mick Harvey Mick hefur verið viðloðandi fræpokann frá stofnun bandsins 1986 og er einstaklega laginn við að halda utan um lög sem hljóma eins og væmnar ballöður en hafa samt þungan og kyngimagnaðan undir- tón sem á ekkert skilið við væmni. Það er afskaplega fín lína á milli þess að lag sé væmið og asnalegt og að lag sé bara með þessa við- kvæmu og væmnu hiið á sér en hafi líka töluvert meira til brunns að bera. Sönglínur Nick Cave virð- ast við fyrstu hlustanir plötunnar ekki vera nógu sérstæðar, og renna lögin því örlítið saman í eitt, en galdurinn við góð lög er einmitt oft sá að það tekur einhvern tíma fyrir lagið að vinna sér sess í huga manns. Textarnir á þessari plötu eru aftur á móti afskaplega góðir og gefa manni innsýn inn í róman- tískan huga Nick Cave, ástar- og vandamál hans, og tilfinningar um Guð. Hann er angurvær á stund- um, næstum því týnir sér í væmn- islegum ástarjátningunum, en er aldrei asnalegur vælukjói. Hann hefur einstakt lag á því að hlýja manni um hjartaræturnar, á sinn þunga, myrka hátt. Reiði Ástralinn er með mjúkt, bleikt hjarta sem slær svo sannarlega jafn hratt og mitt eigið. Johnny Cash American III; Solitary man Johnny Cash er tónlistamaður sem manni finnst einhvernveginn að hafi alltaf verið til. Eins og sólin eða fjöllin. Það er ekki mjög fjarri lagi þótt svo gamall sé hann nú ekki, en hann hefur engu að síður starfað sem tónlistamaður í vel yfir 40 ár og er orðinn tæplega 70 ára gamall. Þegar ferillinn er orðinn svona langur þykir ekkert skrýtið þótt tónlistamaðurinn sendi ekki eins góðar plötur frá sér og snemma á ferlinum. En hjá herra Cash er sko ekki aldeilis um þetta að ræða. Hann sýnir það og sann- ar með síðustu plötu sinni sem kom út rétt fyrir jól árið 2000. Þar eru 14 lög, í bland hans eigin og sérvalin lög annarra, í al- veg einstökum útgáfum. Johnny skrifar nokkrar línur í bæklinginn þar sem hann útskýrir tilvist nokk- urra laganna á disknum og segist hafa notað þá aðferð að spila sum lögin þartil honum fannst hrein- lega sjálfum að þau væru eftir sig. Mikið afskaplega tókst honum vel upp í öllum tilvikum, hvort sem um popp-slagarann One með hljómsveitinni U2 er að ræða eða hundrað ára gamla lagið Nobody sem Egbert Williams söng. Johnny Cash segir að það sé lagið sjálft sem skipti máli, hvort það var samið fyrir einni öld eða á síðasta ári er aukaatriði, gott lag er alltaf gott lag! Hans flutningur á öllum þessum góðu lögum er svo leynikryddið sem lætur þessa upp- skrift að tónlistarhátíðarsteik verða svona einstaka. Hann heldur því hógvært fram að honum finnist hann nú ekkert syngja neitt sér- staklega, og vill frekar tiltaka alla tónlistarmennina sem fram koma á disknum sem ástæðu fyrir gæð- unum. Vissulega er hér margt um góðan mann og konu: Tom Petty syngur smá bakraddir, Skeryl Crow sýnir á sér nýja hlið í röddum og harmónikkuleik, og Will Oldham söng með í laginu sínu I see a Darkness En þessi diskurværi ekki til nema í kringum þennan eldri herramann sem virðist vera góðmennskan uppmáluð og ára- fjöldinn hefur eflaust gefið honum einhverja visku og æðruleysi sem skín úr myndunum af honum og hljómar með röddinni sem syngur lögin svo vel. Johnny Cash er ynd- islegur! A 70

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.