Vera - 01.04.2001, Qupperneq 72
Lilja Hjartardóttir
Konur í öðrum löndum
Fró Sameinuðu
þjóðunum
Friðarverðlaun
handa konum
Ný og ágæt heimasíða um alþjóðleg baráttu-
mál kvenna, starf Sameinuðu þjóðanna í
þágu kvenna auk gagnasafna er www.un.org/
womenwatcfi/ . Þar er að finna upplýsingar og marg-
víslegar skýrslur um fjölmörg málefni, Hinn 8. mars
s.l. var alþjóðlegur baráttudagur kvenna haldinn í 90.
skipti og reyndar var allur marsmánuður tileinkaður
konum. Saga þessa merkisdags er skráð á www.un.org
/ecosocdev/geninfo/women/womday97.fitm
Mary Robinson mannréttindafulltrúi Sameinuðu
þjóðanna (UN Human Rigfits Commissioner) og fyrrver-
andi forseti írlands hefur ákveðið að gefa ekki kost á
sér áfram í embættið. Hún telur sig geta áorkað
meiru með því að standa fyrir utan samtökin en sjálf-
stæði hennar í embætti fer fyrir brjóstið á mörgum
ríkisstjórnum. Víst er að mörg mannréttindasamtök
munu sækjast eftir starfskröftum hennar.
Alþjóðleg ráðstefna gegn kynþáttahatri, kynþátta-
misrétti, útlendingaandúð og öðru umburðarleysi
verður haldin í Durban í Suður-Afríku 31. ágúst - 7.
september á þessu ári. Allar upplýsingar eru á síð-
unni www.un.org/VJC/kW
Ruta Pacifica de las Mujeres, eru öflug regn-
hlífarsamtök kvennahreyfinga sem vinna að frið-
samlegri lausn deilna í Kólumbíu þar sem of-
beldið lamar möguleika kvenna til mannsæm-
andi lífs og samfélagið er í brotum eftir áralöng
átök. Samtökin eru í dag sterkasta röddin í hinu
borgaralega samfélagi í Kólumbfu. Þau skipu-
leggja ráðstefnur, afla gagna og upplýsinga um
mannréttindabrot gegn konum og dreifa til fjöl-
miðla og yfirvalda.
Veneranda Nzambazamariya frá Rúanda lést á
s.l. ári, rúmlega fertug að aldri. Hún var leiðtogi
kvenna í Rúanda, brautryðjandi og öflug f starfi
fyrir afrískar konur. Hún var ein þeirra sem tóku
af alefli þátt í að endurreisa sundrað og skelfingu
lostið samfélag eftir þjóðarmorðin árið 1994.
Veneranda Nzambazamariya var ein af stofnend-
um Reseau des Femmes og Pro-Femmes Twese
Hamwe sem eru þekktustu kvennasamtök í Rú-
anda. Hún kom á fót friðarhreyfingunni
Campagne Action pour la Paix sem hafa hlotið
alþjóðleg verðlaun.
Flora Brovina
Friðarverðlaun þúsaldar
handa konum voru veitt í
fyrsta skipti á alþjóðleg-
um baráttudegi kvenna 8. mars
s.l. UNIFEM, Þróunarsjóður
kvenna hjá Sameinuðu þjóðun-
um, (www.unifem.undp.org) og
International Alert, sem eru
mannréttindasamtök í London,
ákváðu að verðlauna framlag
og störf kvenna fyrir friði í stað
þeirrar viðteknu venju að líta ein-
göngu á konur sem fórnarlömb stríðsátaka. Framlag
þeirra er sjaldnast metið en konur hafa í gegnum tíð-
ina unnið að því að brúa bilið milli stríðandi afla og
oft tekst þeim að koma í veg fyrir algjöra upplausn
samfélagsins. Víst er að það eru konur sem hjálpa
konum.
Verðlaunahafarnir voru þær Flora Brovina,
stofnandi Bandalags albanskra kvenna í Kosovo, bar-
áttukona, barnalæknir og ljóðskáld í Kosovo. Hún
hefur lagt mikla áherslu á samvinnu þjóðarbrotanna
og samvinnu kvenna frá lýðveldum fyrrum lúgóslavíu
og var fangelsuð í Serbíu fyrir skoðanir sínar. Hún
hefur fengið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga. Syst-
urnar Asma Jahangir og Hina Jilani í Pakistan fyrir
áratuga baráttu sfna fyrir réttindum kvenna í heima-
landi sínu. Leitana Nehan Papua Nýju Gíneu. Auk
þess samtökin Konur í svörtu, sem stofnuð voru árið
1988 (wib.matriz.net) en þau standa fyrir þöglum
mótmælum svartklæddra kvenna víða um heim. Sam-
tökin eru sérstaklega virk í ísrael og á Balkanskagan-
um.
Friðarverðlaun Nóbels voru veitt alla síðustu öld
eða frá 1901. Tíu konum hlotnaðist heiðurinn, þær
eru: Jodi Williams árið 1997 fyrir baráttu gegn jarð-
sprengjum, Rigoberta Mencu Tum árið 1992, frá
Gvatemala, m.a. fyrir baráttu hennar fyrir réttindum
frumbyggja, Aung San Suu Kyi árið 1991, leiðtogi
lýðræðisafla í Burma, Alva Myrdal 1982, frá Svíþjóð,
tók m.a. virkan þátt í baráttunni fyrir afvopnun,
Móðir Theresa árið 1979, frá Albaníu, fyrir starf með-
al fátækra á Indlandi, Betty Williams og Mairead
Corrigan árið 1976, þær stofnuðu Friðarhreyfingu
Norður írlands, Emily Greene Balch árið 1946, pró-
fessor í sögu og félagsfræði, heiðursforseti WILPF
(Women's lnternational League for Peace and
Freedom), Jane Addams árið 1931, félagsfræðingur
og forseti WILPF, og Bertha Sophie Felicita von
Suttner árið 1905, rithöfundur frá Austurríki.
O
SKIPHOLTS
APÓTEK
72