Vera - 01.06.2003, Blaðsíða 6

Vera - 01.06.2003, Blaðsíða 6
/ ÁSKRIFANDINN ^ Sigríður starfar sem verkefnisstjóri í vettvangsnámi á grunnskólabraut Kennaraháskóla íslands en vettvangs- nám hét áður æfingakennsla. Sigríður sér m.a. um að miðla upplýsingum á milli kennnara, kennaranema og skólanna sem nemarnir fara í en hver nemi fer þrisvar sinn- um út á vettvang á námsferli sínum. Sigríður lauk B.A. námi í sálarfræði frá Háskóla fslands 1976 og B.Ed. prófi frá Kennaraháskóla íslands 1980. f kennaranáminu tók hún líffræði og handavinnu sem val- greinar og kenndi þær m.a. þegar hún var kennari í Laug- argerðisskóla á Snæfellsnesi í níu ár. Áður hafði hún kennt við Öskjuhlíðarskóla og eftir að hún kom úr sveitinni kenndi hún í sex ár við Laugarnesskóla. „Það var mjög dýrmætur tími að búa á Snæfellsnesi og á þeim árum tók ég mikinn þátt í starfi Kvennalistans á Vesturlandi. Það var skemmtileg tilviljun að skólasystir mín og æskuvinkona úr Reykjavík, Danfríður Skarphéðins- dóttir, var þá að kenna í Fjölbrautaskólanum á Akranesi og bauð sig fram til þings. Það var ógleymanlegt að fá að taka þátt í því að koma henni á þing í kosningunum 1987. Starf Kvennalistans á Vesturlandi var sérlega öflugt og skemmtilegt á þessum árum. Ég sakna Kvennalistans oft, NAFN: SIGRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR ALDUR: 49 ÁRA STARF: KENNARI ÁHUGAMÁL: UMHVERFISMÁL, TRJÁRÆKT OG UPPLÝSINGATÆKNI HVE LENGI ÁSKRIFANDI: FRÁ UPPHAFI HVERNIG FINNST ÞÉR VERA? SKEMMTILEGT BLAÐ sérstaklega þegar kemur að kosningum. Það var líka eftir- minnileg reynsla fyrir mig að kynnast sveitakonum á Snæ- fellsnesi og sjá hversu lifandi og dugmiklar þær voru, ung- ar sem aldnar. Ég hafði aldrei áður búið í sveit og ýmislegt kom mér á óvart. Þegar ég lít um öxl sé ég að þessi ár fyrir vestan voru mér hollur skóli og hvet ég alla til að kynnast því hve gott það getur verið að búa úti á landi. " Ástæðan fyrir því að Sigríður flutti á Snæfellsnes með unga dóttur sína var að hún hafði kynnst manni sem var nýfluttur í sveitina úr Reykjavík. Hann var sóknarprestur í Söðulsholtsprestakalli og heitir Hreinn S. Hákonarson, nú- verandi fangaprestur þjóðkirkjunnar og eiginmaður Sig- ríðar. „Við eigum saman þrjú börn sem eru orðin ungling- ar. Elsta dóttirin er flutt að heiman og búin að eignast tvö börn þannig að ég er orðin amma og finnst það skemmti- legt hlutverk." Lifandi umræða á póstlistanum Fyrir átta árum flutti fjölskyldan í hús sem foreldrar Sigríð- ar byggðu í Dýjahlíð á Kjalarnesi undir Esjurótum. Þar höfðu foreldrar hennar stundað trjárækt á þriðja áratug og komið upp allmiklum trjágróðri sem Sigríður og fjölskylda hennar hefur haldið áfram að rækta. „Dvölin á Snæfells- nesinu kenndi okkur hvað er gott að búa fyrir utan borg- ina. Mérfinnst alltaf gaman aðfara í bæinn á morgnana og jafn gott að koma heim í kyrrðina á kvöldin. Kjalarnes til- heyrir nú Reykjavík eins og kunnugt er og þessi búseta sameinar hvort tveggja í senn kostina við að búa í borg og nálægt náttúrunni." Sigríður nefnir upplýsingatækni sem eitt af áhugamál- unum enda er hún í fjarnámi í því fagi við háskólann í Kal- mar í Svíþjóð og mun námið gefa henni prófgráðuna IT pedagog. „Ég fór í þetta nám til að kynnast hugmyndafræð- inni á bak við námsvefi, vefsíðugerð og möguleikum í upp- lýsingamiðlun og hef lært margt á þessum tveimur árum. Ég nota vefinn í starfi mínu til að miðla upplýsingum á milli þeirra sem ég þarf að ná til en lokaverkefnið mitt er hluti af heimasíðu Kennaraháskólans þannig að það nýtist beint í mínu starfi. í fjarnáminu í Kalmar hefur mér fundist mjög skemmtilegt og lærdómsríkt að kynnast því sjálf hvernig það er að vera fjarnemi og tel að fyrir vikið geti ég t.d. betur sett mig í sporfjarnemanna í Kennaraháskólanum." Þegar Sigríður er spurð hvernig henni líki við VERU seg- ir hún að sér finnist blaðið skemmtilegt og hún lesi meira i því nú en oft áður. Henni finnst blaðinu hafa tekist vel að laga sig að nýjum lesendahópi og finnst gaman að finna endurnýjaðan kraft í umræðunni. „Ég er á póstlista Femínistafélagsins og hef gaman að þeirri lifandi umræðu sem þar fer fram þó ég hafi ekki alltaf tíma til að setja mig inn í málin. Það er frábært skref að fólk fái nú tækifæri til að skiptast á skoðunum um mál- efni líðandi stundar út frá femínísku sjónarhorni í þessu nýja samskiptaformi," sagði Sigríður að lokum. X 6/3. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.