Vera - 01.06.2003, Blaðsíða 66
/ ALÞINGISKOSNINGARNAR
mismunun. Þátttaka stelpna og kvenna í upplýsinga-
byltingunni verði tryggð.
• Stefnt verði að jafnræði milli karla og kvenna á Al-
þingi og í sveitarstjórnum.
• Rannsóknir verði auknar á heilbrigðisvandamálum
kvenna.
• Unnið verði gegn fátækt kvenna, m.a. með auknum
barnabótum og afkomutryggingu.
í ályktun frá vorþingi Samfylkingarinnar segir að enn sé
nokkuð í land að þátttaka kvenna í lands- og sveitar-
stjórnamálum sé jafn mikil og virk og þátttaka karla.
Þótt jafnrétti kynjanna hafi verið tryggt í lagalegu tilliti
sé efnahagslegt sjálfstæði kvenna ekki í höfn.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði á vorþinginu að
menn sem kalla sjálfa sig athafnastjórnmálamenn hafi
ekki sýnt því sérstakan áhuga að beita þeim tækjum sem
ríkisvaldið ræður yfir í þessum efnum: „...það er auð-
veldara að ná árangri í því að jafna stöðu karla og
kvenna en menn vilja vera láta. Til þess þarf hins vegar
einbeittan pólitískan vilja, metnað og þrautseigju og
konur þurfa að standa jafnfætis körlum í stjórnmálum
og stjórnsýslu,“ sagði hún.
Sjálfstæðisflokkur:
Fæðingarorlof og einkavæðing
Eins og búast má við af flokki sem verið hefur lengi í
ríkisstjórn leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á þann
árangur sem þegar hefur náðst í jafnréttismálum. Ber
þar hæst ný lög um foreldraorlof sem flestir frambjóð-
endur flokksins halda á lofti ef þeir fjalla um jafnréttis-
mál.
í ályktun um jafnréttismál frá landsfundi flokksins
segir að flokknum sé í mun að jafnrétti sé á milli ein-
staklinga til þess að frelsi þeirra sé hámarkað. Ábyrgðin
hvíli á öllum íslendingum en þó sé mikilvægt að hið
opinbera sýni gott fordæmi.
Flokkurinn leggur áherslu á að mikilvæg viðhorfs-
breyting hafi þegar orðið og að einkavæðing sé jafnrétt-
ismál. Arðsemiskrafa til fyrirtækja aukist þegar þau eru
færð úr ríkiseigu og um leið líkurnar á því að jafnréttis-
sjónarmið séu höfð að leiðarljósi við ráðningar og í
launamálum, enda séu þessir þættir í betri farvegi í
einkafyrirtækjum en hjá hinu opinbera. Flokkurinn
fagnar auknum hlut kvenna í atvinnusköpun og segir að
árangur kvenna í atvinnurekstri og sýnileiki í stjórnun-
arstöðum sé öðrum konum hvatning. Einnig er fagnað
árangri verkefna sem kostuð eru af atvinnulífinu.
I ályktuninni segir að enn sé að mörgu að vinna og
lagðar eru fram nokkrar tillögur, þeirra á meðal:
• Beitt verði fyrirbyggjandi aðgerðum sem breyti
námsframboði þannig að það heilli stúlkur og drengi
að jöfnu. Úrræðin dragi úr brottfalli drengja og vekji
áhuga þeirra á háskólanámi. Karlmenn verði hvattir
til starfa innan skólakerfisins svo börn alist upp við
fyrirmyndir og áhrif jafnt frá körlum sem konum.
• Hið opinbera stuðli að breytingum viðhorfa með for-
dæmum hjá stofnunum og ráðuneytum og dragi
þannig úr fordómum á vinnumarkaði.
• Konur eiga 13-18% af íslenskunr fyrirtækjum. Marg-
ar hugmyndir um atvinnurekstur séu því vannýttar
og hafi það takmarkandi áhrif á hagvöxt og atvinnu-
sköpun. Þessi hlutföll verði höfð í huga við ákvarð-
anatöku um stöðu frumkvöðla og nýrra fyrirtækja.
• Ellilífeyrisréttur sem áunnist hefur í hjúskap eða
staðfestri samvist skiptist til helminga við skilnað, án
samþykkis beggja aðila.
Framsóknarflokkur:
Átak til að auka áhrif kvenna í atvinnulífinu
I stefnuskrá Framsóknarflokksins sem gefin var út fyrir
kosningar segir að helstu baráttumálin í jafnréttismál-
um séu eftirfarandi:
• Ráðast að launamun kynjanna.
• Fylgja fast eftir lögum um jafna stöðu og rétt karla og
kvenna.
• Gera sérstakt átak til að auka áhrif kvenna í atvinnu-
lífinu bæði hjá hinu opinbera og á almennum vinnu-
markaði.
• Efla rannsóknir á kjaramun kynjanna í samvinnu við
atvinnulífið, birta niðurstöður þeirra og stuðla að
opinni umræðu um þær.
• Hvetja fýrirtæki til að vinna að jafnréttismálum og
stuðla að frekari samræmingu fjölskyldu- og at-
vinnuh'fs.
Málflutningur framsóknarfólks í jafnréttismálum fólst
hins vegar, líkt og hjá Sjálfstæðisflokki, að mildu leyti í
því að ræða um það sem þegar hefur náðst, lofa áhrif
breytinga á lögum um fæðingarorlof og þann árangur
sem náðst hafi í stjórnartíð flokksins. Jónína Bjartmarz,
þingmaður Framsóknarflokks, segir í grein frá 9. maí að
mörg mikilvæg framfaramál á sviði jafnréttismála hafi
náð fram að ganga þau átta ár sem flokkurinn hafi farið
með jafnréttismál innan ríkisstjórnarinnar. Þó séu mörg
verk enn óunnin og þar beri vitaskuld hæst launamun
kynjanna sem ekki verði eytt með einni stjórnvaldsað-
gerð, hér sé um að ræða verkefni samfélagsins alls.
» Stefnuyfirlýsing nýrrar stjórnar
Jafnréttisráð fagnaði því hversu mjög jafn- réttismál voru til umræðu í aðdraganda kosninganna en staða kynjanna á vinnu- markaði er ráðinu áhyggjuefni. Ráðið beindi þeim tilmælum til þeirrar stjórnar sem tæki við að jafnri stöðu og jöfnum möguleikum karla og kvenna yrði gert hátt undir höfði í stjórnarsáttmálanum og þar yrði eitt af for- gangsverkefnunum að útrýma launamun kynjanna. Nauðsynlegt sé að kynja- og jafn- réttissjónarmið verði samþætt allri stefnu- mótun og ákvarðanatöku opinberra aðila. í stefnuyfirlýsingu nýrrar stjórnar eru eftirfarandi klausur um jafnréttismál: Staða fjölskyldunnar í samfélaginu verð- ur styrkt og fjölgað tækifærum foreldra til að samræma starf og fjölskyldulíf í anda þeirrar stefnu ríkisstjórnarinnar sem m.a. birtist í lögum um fæðingarorlof. Að hvetja fyrirtæki og opinberar stofn- anir til að vinna að jafnréttismálum. Gengist verði fyrir rannsóknum á stöðu kynjanna á vinnumarkaði og áfram unnið að þvíaðjafnalaunamunkynjanna. X
66 / 3. tbl. / 2003 / vera