Vera - 01.06.2003, Blaðsíða 65
/ ALÞINGISKOSNINGARNAR
Hverju lofuðu flokkarnir?
»Þegar áherslur flokkanna í jafnréttismálum fyrir kosningarnar eru skoöaðar
kemur í Ijós margt sameiginlegt. Þannig tala fulltrúar allra flokka um nauðsyn
þess að jafna launamun kynjanna, viðhorfsbreytingar og fjölgun kvenna í stjórn-
unarstöðum. Hafa verður í huga að jafnréttismál eru hluti af stærri stefnu flokk-
anna og að oft er erfitt að einangra þau frá öðrum málum, eins og t.d. fjölskyldu-
málum eða velferðarmálum. Undir jafnréttismál eru flokkuð málefni eins og niður-
felling leikskólagjalda (VG), breytingar á barnalögum sem leiði til sátta í erfiðum
málum og jafns réttar foreldra (Sjálfstæðisflokkur), útrýming fátæktar sem bitni
verst á einstæðum mæðrum (VG), barátta gegn klámi og kynlífsþrælkun sem bitni
helst á konum (Samfylking og VG), heimilisofbeldi (Samfylking) og aukinn réttur
sambýlisfólks og hjóna til námslána án þess að einstaklingur sé bundinn af tekjum
maka síns (Sjálfstæðisflokkur).
Vinstri grænir:
Kvenfrelsi og launamunur kynjanna
I stefnuskrá Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs
fyrir kosningarnar segir meðal annars um jafnréttismál:
»Kvenfrelsi er mikilvæg forsenda jafnréttis kynjanna og
ein af grundvallarforsendum kvenfrelsis er efnahagslegt
sjálfstæði kvenna. Jafna verður kynbundinn launamun.
Eitt forgangsverkefnanna í þessum málaflokki eru gagn-
sæir kjarasamningar á félagslegum grunni til að tryggja
launajafnrétti."
Jóhanna B. Magnúsdóttir sem skipaði 1. sæti listans í
Suðvesturkjördæmi segir í grein frá 2. maí að floldeur-
mn vilji svipta burt launaleyndinni og tryggja eftirlit
nieð launamun þannig að honum verði útrýmt. Launa-
misréttið sé ein af orsökum fátæktar í vissum kvenna-
stéttum og flokkurinn vilji þjóðarsátt um að útrýma fá-
tækt með því að lægstu laun verði hækkuð verulega og
sköttum létt af þeirn. Jóhanna segir flokkinn jafnframt
segja klámvæðingunni stríð á hendur og vilja gera kaup
a vændi refsiverð. Hún bendir á að kvenfrelsi sé haft að
leiðarljósi í öllum málaflokkum enda sé kvenfrelsi sam-
tvinnað allri pólitík og lífinu sjálfu. Kolbrún Halldórs-
dóttir þingmaður VG segir í grein frá 13. apríl að í því
augnamiði hafi verið gefin út sérstök kvenfrelsisstefna
°g gert átak í því að draga kvennamálin fram í dagsljós-
ið. Á stefnuskránni sé að ráðast til atlögu gegn kyn-
oundnum launamun og ranghugmyndum.
Frjálslyndi flokkurinn:
Jafnrétti á öllum sviðum
Frjálslyndi flokkurinn hefur líklega stystu orðin um
þennan málaílokk en í stjórnmálayfirlýsingu hans segir
orðrétt um jafnréttismál: „Jafnrétti kynjanna á að gilda
á öllum sviðum.“ Hins vegar má líklega að einhverju
leyti gera ráð fyrir því að jafnréttismál séu samtvinnuð
öðrum stefnumálum flokksins, þrátt fyrir að því sé ekki
iýst afdráttarlaust yfir eins og hjá Vinstri grænum, þar
sem yfirskrift stjórnmálayfirlýsingar landsþings Frjáls-
lynda flokksins frá því í mars er Frelsi, jafnrétti, bræðra-
lag og á það að gilda í öllum málaflokkum. I grein á vef-
síðu Frjálslyndra segir Margrét Sverrisdóttir konur búa
við kynbundið launamisrétti, óeðlilega rýran þátt í fjöl-
miðlum, tvöfalt vinnuálag þar sem vinnuálag á konur á
heimilum minnki ekki, að konur séu yfirleitt ekki í
valdastöðum og þáttur kvenna í stjórnmálum sé óeðli-
lega rýr og endurspegli ekki samfélagið. Þessi samfélags-
mynd felur í sér kúgun kvenna, segir Margrét.
Samfylking:
Markvisst jafnréttisstarf
I kosningastefnu Samfylkingarinnar segir að fráfarandi
ríkisstjórn hafi brugðist konum með aðgerðaleysi gegn
kynbundnum launamun og rýrum hlut kvenna í stjórn-
kerfi ríkisins. Hins vegar megi ná miklum árangri með
markvissu jafnréttisstarfi. Samfylkingin segist m.a. beita
sér fyrir:
• Að jafna hlut kvenna og karla í stjórnunarstöðum á
vettvangi hins opinbera og í viðskiptalífinu.
• Að tryggja framkvæmd jafnréttisáætlana í ráðuneyt-
um og stofnunum. Jafnrétti verði sett í forgang í
stjórnkerfmu og sjónarmið þess fléttuð inn í alla
stefnumótun og ákvarðanatöku innan stjórnsýsl-
unnar.
• Að jafna launamun kvenna, m.a. með samþættingu
atvinnu- og einkalífs og átaki ríkisvalds og vinnu-
markaðar. Gerð verði rannsókn á launamun kvenna
og karla og samþykkt verði framkvæmdaáætlun um
jöfnun á þessum launamun. Sett verði á fót jafn-
launaverkefni á vegum ríkis og sveitarfélaga og öllum
ráðum beitt til að bylta viðhorfi samfélagsins til
vinnuframlags kvenna.
• Að opinber tölfræði verði kyngreind.
• Að í leikskóla og á öllum skólastigum miði uppeldi að
jafnrétti kynja og því að koma í veg fyrir fordóma og
vera / 3. tbl. / 2003 / 65