Vera - 01.06.2003, Blaðsíða 49
19 ára bikarmeistari
Svava og faðir hennar Halldór Sigurðsson fengu áhugann
á gokart úti á Spáni fyrir nokkrum árum og fyrir rúmum
þremur árum keyptu þau gokart bíl og hófu æfingar hér
heima. Svava er bílstjórinn og faðir hennar sér um viðhald
og viðgerðir á bílnum. Svava segir það vera sér mjög dýr-
mætt að eyða svo miklum tíma með föður sínum. „Ef við
erum ekki saman að gera við bílinn erum við að gera við
saumavélina," segir hún hlæjandi en hún er einnig að læra
fatahönnun.
Svava hefur keppt í greininni undanfarin ár en þar sem
hún var aðeins sextán ára þegar hún byrjaði fékk hún und-
anþágu til að taka þátt. í dag er hún nítján ára og yngsti
keppandinn en varð samt bikarmeistari þegar hún krækti í
fyrstu verðlaun í svokallaðri Formúlu í fyrra. Sú keppni tek-
ur einn og hálfan tíma og er mjög erfið líkamlega séð en
Svava segir það koma mörgum á óvart. „Bílarnir eru frekar
litlir en mjög kraftmiklir og bílstjórinn situr næstum alveg
við götuna. Við náum því miklum hraða, allt að 100 til 120
km/klst, og það er mikið álag á efri hluta líkamans að fara
alltaf rétt inn í beygjur til dæmis, að ekki sé minnst á
hversu erfitt er að halda athyglinni allan tímann."
Svava segir að vissulega geti íþróttin verið hættuleg en
að reynt sé að tryggja öryggi keppenda sem best. Þeir eru
með hjálma öllum stundum og í sérstökum eldvarnargöll-
um. Þá segir Svava mjög mikilvægt að keppendurnir sýni
sjálfir aðgát og tillitssemi á brautinni. Sætin eru mjög
þröng þar sem bílstjórarnir eru ekki bundnir niður og
verða því að sitja pikkfastir í sætinu. Svava segir algengt að
fólk meiðist á baki eða jafnvel rifbeinsbrotni ef það skelli
mikið til í bílnum í beygjum, því sé mikilvægt að sætið sé
af réttri stærð. „Ég var með of stórt sæti í bílnum og þurfti
að kepþa með þrjár þrynjur til að hlífa mér. Nú er ég kom-
in á nýjan bíl en sætið var aðeins of þröngt og við þurftum
að skera út fyrir lærunum," segir Svava og brosir við.
Standa jafnfætis körlunum
Ekki stunda margar konur akstursíþróttir hér á landi og í
gokartinu keppa nú aðeins tvær konur. „Við vorum þrjár í
hitteðfyrra, ég, Petrína Jakobsdóttir og Eva Arne Sigurðar-
dóttir, og þá gátum við keppt sér í kvennaflokki. Við
kepptum samt með strákunum og fengum einnig verð-
laun í þeirra flokki ef við náðum að sigra þá. Til þess að
keppt sé í kvennaflokki þurfa minnst þrjár konur að taka
þátt þannig að í fyrra og í ár keppum við Eva með strákun-
um. En við erum þúnar að sanna það að við stöndum þeim
fyllilega jafnfætis og getum allt eins unnið þá," segir Svava
og viðurkennir að bikarmeistaratitillinn í fyrra hafi verið
henni sérlega mikilvægur f Ijósi þess að hún er kona og
yngsti keppandinn. Svava segist þó vilja fá fleiri konur í
sportið, ekki til að keppa í kvennaflokki heldur til að fá fé-
lagsskap frá konum líka. „Konurnar veita líka hver annarri
samkeppni. Það er mikil keppni á milli okkar Evu núna sem
er af hinu góða."
Þau sem fylgjast með akstursíþróttum vita að þessar
greinar eru í ákveðinni lægð um þessar mundir og Svava
segist vonast til að takist að rétta úr kútnum. Þannig er
óljóst um margar af þeim keppnum sem haldnar hafa ver-
KONURNAR í GOKARTINU HAFA SÝNT FRAM Á AÐ
ENGIN ÞÖRF ER Á KVENNAFLOKKUM í MÓTORSPORTI,
KONURNAR ERU TILBÚNAR AÐ SIGRA 0G GERA ÞAÐ
UM LEIÐ 0G FÆRI GEFST
ið undanfarin ár en Svava segir að unnið sé að því hörðum
höndum að stærstu keppnirnar verði haldnar. Þeirra á
meðal er Rotax keppnin en sigurvegarinn í þeirri keppni
hér á landi hefur fengið að keppa í alþjóðlegu Rotax
keppninni þarsem keppendurfrá rúmlega þrjátíu löndum
taka þátt. I fyrra fór Magnús H. Lárusson til Suður-Afríku
og faðir Svövu fór með til að sjá um viðgerðir á bílnum.
Svava segir það vissulega drauminn fyrir flesta að komast
út í þessa keppni og að sorglegt væri ef þessi keppni legð-
ist af hér á landi.
En hvað er svona skemmtilegt við gokartið?
„Spennan og áhættan," segir Svava en það leynir sér
ekki að keppnisskapið er mikið. „Það er alltaf gaman að
vinna," viðurkennir hún. „En það skiptir líka miklu máli að
hafa gaman af þessu. Mérfinnstalltafgaman að prófa eitt-
hvað nýtt. Ég hef líka kynnst fjöldanum öllum af skemmti-
legu fólki í gegnum þetta og það finnst mér mjög mikil-
vægt." X
vera / 3. tbl. / 2003 / 49