Vera - 01.06.2003, Side 40

Vera - 01.06.2003, Side 40
4» Guðrún Agnarsdóttir er hreinræktuð borgarstelpa. Hún er fædd í húsi ömmu sinnar í Skólastræti, nánar tiltekið í suðurherberginu uppi á lofti. Guðrún bjó lengst af í Skólastrætinu þar sem stórfjölskyldan átti heirna. Hún fluttist síðar til Hvammstanga þar sem hún og Helgi maður hennar störfuðu um tíma sem læknar. Þaðan lá leiðin til London í framhaldsnám í læknisfræði og svo aftur til borgarinnar Reykjavíkur. En hverja sögu verður að byrja á byrjuninni... ÉG SPEGLAÐI MIG MJÖG STERKT í HUGRÖKKUM, HEIÐARLEGUM OG ÓTRAUÐUM STÖLKUM SEM HVIK- UÐU EKKIFRÁ SANNFÆRINGU SINNI, JAFNVEL ÞÓ AÐ Á MÓTI BLÉSI OG ÞÆR YRÐU UNDIR UM TÍMA. MINN FEMINÍSMI ER SEMSAGT SPROTTINN UPP ÚR MJÖG STERKRI RÉTTLÆTISKENND Guðrún að baka „sitt daglega brauð" eins og hún hefur gert í mörg ár. Uppskriftina er að finna á www.vera.is „Heimilislífið var hefðbundið að því leyti að mamma var heimavinnandi húsmóðir og pabbi sjómaður," segir Guðrún. „Síðan vann hann hjá Jarðborunum ríkisins og ferðaðist um allt land. Mamma var því mikið ein með okkur þó að við ferðuðumst stundum með honum. Síð- ar var pabbi skipstjóri og skytta á hvalveiðibát. Þá var hann á vertíð og að heiman heilu sumrin. En þó að hefðbundin verkaskipting hafi verið á heimilinu þá hafði pabbi ákaflega gaman að matseld. Hann bæði keypti stundum inn og eldaði, sem ekki var algengt á þessum tíma. Eldri konum fannst þetta gríðarleg búbót fyrir móður mína. „Og hvað segirðu, eldar hann líka!" segir Guðrún og leikur gamla konu. „En á yfirborðinu var hann ráðandi aðilinn og hún víkjandi aðilinn, þó að full virðing væri borin fyrir hennar hlutverki." Guðrún segist hafa haft það á tilfinningunni að þær konur sem voru í kringum hana þegar hún var að alast upp væru mjög góðar mæður. Þær hafi borið mikla virðingu fyrir ungbörnum og fyrir móðurhlutverkinu þó að húsmóðurhlutverkið hafi e.t.v. verið þeim mis- áhugavert. „Ég ólst því upp við virðingu fyrir mæðrum og fyrir því ungviði sem var að vaxa upp. Körlum var t.a.m. gert skiljanlegt hvenær mátti hafa hátt og hvenær átti að hafa lágt þegar ungbörn voru nærri. Þessu stjórn- uðu konurnar, enda var þetta ásamt öðru viðfangsefni þeirra og það er alltaf spurning um nálgun fólks gagn- vart verkefni sínu. Mér þótti ég skynja mikla virðingu fyrir manneskjum. Sérstaldega manneskjum sem gátu ekki sjálfar." Súkkulaðipía og lestrarhestur Guðrún er elst fjögurra lifandi systkina og hún lýsir æsku sinni sem hamingjuríkri og fjölbreyttri. „Það er svo mikið sem börnum býðst núna að maður líkir því jafnvel við áreitni og ofgnótt. Mér finnst samt á vissan hátt að ég hafi átt jafnvel fjölbreyttara uppeldi. Ég vann á sumrin eins og tíðkaðist og vinnan var fjölbreytt og skemmtileg: fyrst var það að passa börn og síðan ung- lingavinnan sem ýmislegt fólst í. Það var unnið í görð- um, í fiski, á róluvöllum, að taka upp kartöflur og við skógrækt. Ég vann líka í fiski og í búð og svo var ég súkkulaðipía á Gullfossi tvö sumur," segir Guðrún og kímir þegar hún er beðin að lýsa því starfi nánar. „Á þeim árum þegar ekkert fékkst hér þá seldi súkkulaðipí- an Mackintosh, Dairy Milk og alls konar enskt sælgæti og frönsk ilmvötn. Þetta var mjög gaman og ég kom oft bæði til Skotlands og Danmerkur. Ég var nokkurs kon- ar siglandi flugfreyja, sú eina í flotanum." Hin unga Guðrún var líka mikill lestrarhestur, þótti gaman í skóla og gekk vel. Þegar hún var að íhuga hvað hún ætti að gera eftir skyldunámið þótti öllum mjög skynsamlegt að stúlkan fengi einhverja praktíska menntun svo hún gæti séð fyrir börnunum sínum ef maðurinn hennar félli frá. „Bæði mamma og sum systkini hennar höfðu farið i Ver/.lunarskólann svo ég tók inntökupróf og varð ægi- lega glöð þegar ég náði. Ég hafði þó ekki verið mjög lengi í skólanum þegar ég fann að ég hafði í raun miklu meiri áhuga á náttúrufræði, líffræði og ýmsu sem var kennt í Menntaskólanum, frekar en því sem var kennt 1 Versló. Veran þar var samt skemmtileg. Ég kláraði stúdentsprófið og velti síðan vöngum yfir því hvað ég ætlaði að gera næst. Ég hafði mikinn áhuga á líffræði en hún var ekki kennd hér heima. Ég hugsaði 40/3. tbl./2003/vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.