Vera - 01.06.2003, Blaðsíða 24
Sjálfstjáning kvenna
»Sigurður Gylfi Magnússon einsögufræðingur er einn þeirra fræðimanna sem hvað
mest hafa unnið með persónulegar heimildir hér á landi. Doktorsritgerð hans er með-
al annars byggð á rúmlega 250 sjálfsævisögum, endurminningaritum og samtalsbók-
um. Á síðari árum hefur hann unnið mikið með dagbækur og bráf í rannsóknum sín-
um og beitt við úrvinnslu þeirra hinni svonefndu einsöguaðferð. Sigurður Gylfi er
einn af stofnendum ReykjavíkurAkademíunnar og var fyrsti formaður hennar. Hann er
nú forstöðumaður Miðstöðvar einsögurannsókna í ReykjavíkurAkademíunni.
Bára Magnúsdóttir Sigurður Gylfi er að leggja lokahönd á bók sem hann
nefnir Fortíðardraumar. „Hún fjallar um samspil hinn-
ar sjálfsævisögulegu tjáningar og minnisins,“ segir Sig-
urður Gylfi og heldur áfram, „hvernig við munum for-
tíðina og hvernig siíkar minningar mótast. Birtinga-
myndir þessarar tjáningar eru bæði í texta, í sjónrænum
og skynrænum miðlum svo og í daglegri framgöngu
fólks. Ákvarðanir af ýmsu tagi endurspegla sjálfið með
NÚ ER SVO KOMIÐ AÐ MORGUNBLAÐIÐ VIRÐIST
VERA Á HRÖÐU UNDANHALDI OG SÍFELLT FLEIRI
SEM ÉG ÞEKKI KJÓSA AÐ SEGJA UPP BLAÐINU OG
FYLGJAST MEÐ HINNI LIFANDI MIÐLUN Á NETINU
nrargvíslegu móti og þetta gerir nútímafólk sér betur og
betur grein fyrir. Það er tilbúið að láta slag standa og
umbylta lífi sínu án mikilla fyrirvara: Að fara í skóla á
miðjum aldri, að skilja við handónýtan maka eða ein-
faldlega að tjá skoðanir við ólík tækifæri opinberar oft
okkar innri mann; þá manneskju sem við viljum vera.“
Sigurður Gylfi heldur því fram að konur hafi í raun
nýtt sér öll form hinnar sjálfsævisögulegu tjáningar og
bloggið sýni að þær hafi tileinkað sér kosti þess hratt og
örugglega. „Sjálfið er komið á flot, mörkin milli veru-
leika og sýndarveruleika eru óljósari nú en áður. Sjálf-
stjáning af ýmsu tagi hefur þess vegna öðlast meira vægi
en áður og sífellt fleiri reiða sig á það tækifæri sem sani-
ræðan um sjálfið veitir. Ég held að við séum að ganga
inn í alveg nýja tíma þar sem vegur hinnar sjálfsævi-
sögulegu tjáningar eigi eftir að vaxa mjög. Bloggið virð-
ist nú vera miðilinn sem gildir.“
/ 3. tbl. / 2003 / vera