Vera - 01.06.2003, Blaðsíða 17
Hvers vegna les kona blogg?
»Það var í fyrravor sem vinkona mín spurði hvort ég hefði lesið bloggið sitt.
Ég kom af fjöllum og neitaði því, vissi enda ekkert hvað blogg var. Hún gaf mér
þá upp slóðina sína hjá blogspot.com og þegar ég settist við tölvuna seinna
þetta sama kvöld ákvað ég að lesa þetta blogg hennar sem hún var svona stolt
af. Þetta reyndist vera einskonar dagbók þar sem tilgangurinn virtist vera að
leyfa fjölskyldumeðlimum sem búa erlendis að fylgjast með daglegu lífi hennar,
eiginmanns og barna þeirra. Eftir að hafa lesið bloggið hennar af áfergju í
nokkra daga en komist að því að ég var þar hvergi nefnd á nafn og virtist bara
engu máli skipta í hennar lífi, fór ég að taka eftir því að á bloggsíðunni hennar
voru tenglar yfir á aðrar síður.
Næstu nætur fóru í að lesa blogg allra sem hún þekkti
°g kom í ljós að þó sum þeirra reyndu að dylja nafn sitt,
atti ég yfirleitt ekki erfitt með að átta mig á hver væri
hver úr hennar vinahópi. Flest þeirra vísuðu þar að auki
a enn fleiri bloggara og áður en varði var ég farin að
eyða fleiri klukkutímum á dag við lestur blogga bláó-
kunnugs fólks. Sum þeirra þóttu mér leiðinleg og ég hét
því að lesa þau aldrei aftur, önnur voru samviskusam-
lega merkt sem favorits og svo dregin inn í sérmöppu
sem ég varð að búa til svo ég týndi þeim ekki. Þessi upp-
áhaldsblogg hafa svo verið lesin meira og minna daglega
síðan og eru nú um 35 talsins.
Það leið ekki á löngu þar til ég áttaði mig á því að
mternet notkun mín hafði breyst gríðarlega. Ég hafði
fiain að því að ég ánetjaðist blogg-lestri dundað mér
mikið við að fylgjast með fréttum (átti mér 30 uppá-
halds-fréttasíður) og íslenskri pólitík og gat setið löng-
um stundum við að lesa þjóðmálaumræðuna á ýmsum
vettvöngum en sérstaklega hjá strákunum á Múrnum
°g svoleiðis besserwisserum (12 alls). En einhvern veg-
nin hafa alþjóðlegar fréttir og þessi ágæta pólitíska um-
r;eða farið framhjá mér í lengri tíma, allt vegna bloggs-
ms. Reyndar eru margir þeirra sem skrifa á Múrinn líka
að blogga og er ég dagleg áskrifönd að því lífi sem þeir
kjósa að veifa framan í heiminn, en það er samt ekki
Vegna pólitíkurinnar sem slíkrar sem ég les þá.
Atburðir líðandi stundar
En afliverju er ég að lesa blogg? Og það hjá bláókunn-
ugu fólki? Nú er það ekki áhugamál hjá mér almennt að
lesa viðtöl eða ævisögur og þykist ég bara engan áhuga
hafa á hver gerir hvað með hverjum. Það sem ég held að
knýi mig áfram í bloggáhuga mínum er að sjá hvernig
fólk fjallar um þá atburði sem mér finnst merkilegir í
þjóðmálaumræðunni á sama tíma og þeir eru að gerast,
eitthvað sem næst ekki fram í ævisögum eða viðtölum
þar sem meira er „litið um öxl“ og „gert upp við fortíð-
ina“. Mér fannst t.d. ferlega garnan þegar fólk var að tjá
sig um úrslit kosninganna og í ljós kom að „mitt fólk“
(sem þó þekkir mig ekkert) deilir með mér stjórnmála-
EINA SKIPTIÐ SEM ÉG HEF HÆTT AÐ LESA BLOGG
VAR ÞEGAR ÉG FÓR AÐ SKAMMAST MÍN FYRIR AÐ
LESA ÞAÐ. ÉG HAFÐI VERIÐ DAGLEG LESÖND EINS
AF FRÆGUSTU BLOGGURUNUM EN ÞEGAR ÉG ÁTT-
AÐI MIG Á AÐ ÉG LAS BLOGGIÐ EINGÖNGU TIL AÐ
HNEYKSLAST ÞÁ SÁ ÉG MIG UM HÖND
BLOGG er afleiðing orðsins /og sem þýðir: leiðarbók skips, flugbók eða skrá yfir tiltekna atburði í tímaröð. Fólk sem
heldur úti heimasíðum á netinu hefur oft farið að halda dagbók sem þá allir geta séð á heimasíðunni. Sumir kölluðu
það náttúrulega barayourna/eða dagbók en aðrir fóru að tala um web/og vegna þess að þeir voru að halda úti „log"
á vefnum (web). Smám saman umbreyttist orðið weblog í blog og nú tala allir um að„blogga" og margir halda dag-
bók á netinu án þess að hafa heimasíðu og hýsa þá bloggið hjá blogspot.com.