Vera - 01.06.2003, Blaðsíða 67

Vera - 01.06.2003, Blaðsíða 67
/ TONLIST DIXIE CHICKS - HOME Kántríkonurnar sem skammast út í forsetann »Hljómsveitin Dixie Chicks er heldur betur ekki ný af nál- inni því hún var stofnuð árið 1989 á mjög svo óformlegan hátt af systrunum Martie Erwin Seidel, Emily Erwin og vin- konum þeirra Lauru Lynch og Robin Lynn Macy í Dallas, Texas. Þessar stúlkur voru eitthvað að glamra saman á hljóðfærin sín og ákváðu að láta reyna á það að spila úti á götu fyrir peninga þegar þær voru allar komnar í sumarfrí úr skóla og ekki búnar að redda sér sumarvinnu. Það gekk vonum framarog strax þarna voru lögðdrög að hljómveit- inni. Þær þurftu ekkert á neinni sumarvinnu að halda eftir þetta því fólk sýndi þeim heilmikinn áhuga og byrjaði strax á að vilja ráða bandið til sín í samkvæmi. Á þessum tímapunkti höfðu þær ekkert velt þeim möguleika fyrir sér að þær væru eitthvað „band" og því ekki einu sinni komn- ar með nafn á hljómsveitina. Úr varð að þær ákváðu að skýra sig Dixie Chicken eftir samnefndu lagi með hljóm- sveitinni Little Feat, sem styttist svo í Dixie Chix og varð að lokum Dixie Chicks. Þær spiluðu og heilluðu fólk með röddum sínum og hæfileikum á banjó, fiðlur og gítara og Þótti tilkomumikið að sjá stelpur spila á tónleikum sem þurftu ekki að leita sér að aðstoð með undirspilið, þær gerðu þetta allt sjálfar. Fyrsta platan þeirra, Thank Heavens For Dale Evans, kom út árið1990 en mikið vatn hefur runnið til sjávar síð- an, einhverjar þeirra helst úr lestinni og aðrar bæst inn, þó eru systurnar ennþá í hljómsveitinni en fengu til sín af- skaplega færa söngkonu, Natalie Maines. Hún var einnig af Texas-svæðinu og hafði reyndar oft séð Dixie Chicks spila og var mikill aðdáandi þeirra. Nýja platan, Home, inniheldur tólf kántrílög sem öll eru fremur sakleysisleg. Þar skiptast á hressir léttkántrí-slagarar á borð við upphaf- slagið „long time gone", og dramatískari dæmisögur úr daglega lífinu í kántrívestrinu í Bandaríkjunum. Það er ekkert hættulegt við þennan disk eða stúlkurnar þrjár sem þar eru í aðalhlutverkum. Samt sem áður er ver- ið að brenna diskana þeirra í bílförmum. Ástæðan? Þær létu hafa eftir sér á tónleikum sem þær héldu í Lundúna- borg að þær skömmuðust sín fyrir að vera úr sama fylki og forseti Bandaríkjanna, George W. Bush. Þetta sögðu þær til að mótmæla þáverandi strfðsbrölti Bandaríkjanna í írak og nú súpa þær seyðið af því. Eflaust hefur þetta þó orðið þeim til framdráttar líka því margir heyrðu einmitt fyrst um þessa prýðilegu hljómsveit þegar þessi ummæli komust í heimsfréttirnar. Friðarsinnar um heim allan gefa þeim að öllum líkindum plús í kladdann, hlusta á tónlist þeirra með opnari huga og græða bara á því, því Dixie- stúlkur eru afar Ijúfar og þýðar Texaskántríkonur. Og banjóaðdáendur - hér er komin plata ársins!!! BONNIE 'PRINCE' BILLY - MASTER AND EVERYONE Dularfullt fjölskyldufyrirtæki »Þessi dularfulli listamaður heitir réttu nafni Wili Old- ham og hefur einnig komið fram og gefið út plötur undir Því nafni. Ég er splunkunýr aðdáandi hans og er þetta fyrsta platan sem ég heyri með honum. Það fyrsta sem ég tek eftir er hve rosalega persónuleg þessi plata er. Ekki að- eins að textarnir fjalli um persónuleg mál Oldham heldur hljómar platan öll eins og hún sé tekin upp á trégólfi inni í stofu af þeim Oldham-bræðrum (eða frændum, því Paul Oldham er titlaður meðflytjandi á disknum en engin nán- ari skýring gefin). Stapp með fæti í gólf til að halda takti, hvfsl til að telja inn í lag, skrjáf í textablaði, ónákvæmni á stöku stað í gítarspili. Allt þetta fær að fljóta með á plöt- unni og gerir þessa plötu að hreinu listaverki. Tíminn stöðvast inni í stofu hjá Oldham-fjölskyldunni, hugurinn fer á flug og sér fyrir sér hlý teppi til að skríða undir, kerta- Ijós, tebolla, já yfirhöfuð rosalega kósí stemningu sem engan veginn skilar sér inn á allar plötur. Öll lögin eru frá- bær, rödd Oldham er brothætt, hann er dálítið i ástarsorg að leita að konu sem vill elska hann, eða allavega skrifar hann texta um það, og maður fær enn sterkar á tilfinning- una að þetta sé fjölskyldufyrirtæki: Hann heima hjá for- eldrunum að ná sér eftir ástarsorg, bróðir hans spilar með honum lögin hans, Ned Oldham (pabbinn?) fær þakkir á þakkarlistanum og Joanne Oldham (mamman?) teiknar fuglamynd á bakhlið umslagsins. Þetta er plata sem virkar við allar aðstæður, alltaf. Á kaffihúsi, sem undirspil við bókalestur, hátt þegar maður er í vondu skapi, í heyrnartólum þegar maður fer út að ganga... o.s.frv. Síðasti listamaður sem ég uppgötvaði sem hafði jafn sterk áhrif á mig, og sem hægt er að hlusta á við nær hvaða aðstæður sem er, er Leonard Cohen. f sjálfu sér eru þeir ekkert ósvipaðir, persónulegir, gítarleikarar sem syngja um ástina og tilveruna á mjög einfaldan hátt en sem virkar. Eini galli plötunnar: Hún er allt of stutt!! vera / 3. tbl./2003 /67 Heiða Eiríksdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.