Vera - 01.06.2003, Qupperneq 42
„Um haustið 1981 las ég í blöðunum að það ætti að
halda fund á Hótel Borg til þess að kanna möguleikann
á kvennaframboði. Ég hafði fylgst með íslensku blöðun-
um í London, verið meðlimur í Rauðsokkahreyfingunni
í hjarta mínu og fór auðvitað á fundinn. Ég fann að
þetta var nákvæmlega það sem mér þótti vera rétt. Ég
skrifaði mig í einhverja hópa og var mjög spennt en ég
var að fóta mig í nýju starfi, með þrjú lítil börn, að
byggja hús og því tók ég ekki mikinn þátt í byrjun."
ÉG HORFÐI UM DAGINN Á MYNDBANDSUPPTÖKUR
FRÁ FYRSTU ÁRUM KVENNALISTANS. ÞÁ VAR ÉG
HISSA Á ÞVÍ SEM ÉG SÁ. ÉG HUGSAÐI MEÐ MÉR:
„JA HÉRNA, TÖLUÐU ÞEIR SVONA ÞÁ. VAR HÆGT AÐ
TALA SVONA ÞÁ?"
Guðrún Agnarsdóttir
við þingsetningu
ásamt stöliu sinni,
Kristínu Halldórsdótt-
ur, sem líka var þing-
kona Kvennalistans.
Guðrúnu voru friðarmálin hugleikin á þessum árum
enda Kalda stríðið í hámarki og hún ákvað að sýna vekj-
andi myndband um friðarbaráttuna heima hjá sér og
bjóða þangað áhugasömum konum og körlum. Margar
kvennanna voru kvennaframboðskonur og Guðrún
varð í kjölfarið virk í félagsskap þeirra. Þá hittist svo á að
alþingiskosningar áttu að vera árið eftir og hiti var að
komast í umræður um framboð.
„Síðan upphófst alveg ótrúlega skemmtilegur tími í
mínu lífi sem ég myndi endurtaka hvenær sem er, ef ég
ætti að velja,“ segir Guðrún með glampa í augum.
„Þarna vorum við allar saman komnar og ætluðum að
fara að gera éitthvað sem við höfðum aldrei gert áður og
engin okkar vissi hvernig átti að gera og máttum alls
ekki spyrja neinn vegna þess að það vorum við sem ætl-
uðum að breyta heiminum!
Um helmingur kvennaframboðskvenna var sammála
um að það ætti að bjóða fram til Alþingis og það voru
eilífir fundir langt fram á nótt þar sem við ræddum mál-
efnin og það endaði með stefnuskrá. Síðan þurfti nátt-
úrlega að fara að raða á listann og ég sagði: „Setjið þið
mig bara þar sem þið viljið," en ég gerði mjög fljótt upp
við mig að ef ég ætlaði að vinna fyrir þennan málstað þá
skyldi ég gera það fyrir sjálfa mig og málstaðinn, ekki
fýrir neinn annan. Hugsun mín var: „Ég hef þegið allt
mitt líf, hef verið heppin og notið góðs af samfélaginu.
Nú er kominn tími fyrir mig að reyna að skila einhverju
til baka þó að mér finnist ég ekkert kunna. Ég er í þess-
um háska með mörgum góðum konum.“
Guðrún var kosin á þing fyrir Kvennalistann árið
1983 ásamt Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur og Kristínu
Halldórsdóttur. Um sumarið, áður en þingstörf hófust,
tók friðardúfan í hjartanu völdin og Guðrún tók þátt í
eftirminnilegri norrænni friðargöngu um Bandaríkin.
„Ég frétti af því að norrænar konur ætluðu að ganga
frá New York til Washington. Ég hafði eltki einusinni
komið til Ameríku, hvað þá gengið þær vegalengdir sem
krafist var,“ segir Guðrún og hlær. „En ég ákvað að fara
og Hanna Maja vinkona með mér. Gangan tók þrjár
vikur, við gengum með 113 konum og fáeinunr körlum
en allt var þetta friðarbaráttufólk. Við hittum ótrúlega
margt áhugavert fólk, sváfum í safnaðarheimilum, á
brúðarbekkjum í kirkjum, á lager sem átti að breyta í
japanskt búddamusteri, í skólum og undir beru lofti og
þetta var ógleymanlegt og skemmtilegt. Við sendum
fréttapistla úr göngunni heim í hádegisútvarpið þar til
Eiður Guðnason bankaði í borðið í útvarpsráði og
sagði: „Af hverju fær Kvennalistinn að senda hér inn
pistla? Þetta er náttúrlega bara pólitík!“ Þetta var annars
góð byrjun á þingstörfunum. Ég talaði á ýmsum sam-
komum, m.a. í Bandaríkjaþingi, hitti t.d. Bill Bradley,
sem síðar bauð sig fram til forseta og talaði við hann á
torgi í bláum blómakjól með friðardúfum! Maður var
búinn að sprcyta sig ótrúlega mikið og lenda í skrýtnum
kringumstæðum þar sem maður þurfti að taka blaðið
frá munninum og beita sér.“
Allar þessar duglegu konur
Guðrún er spurð hvort ekki hafi verið erfitt fyrir konur
sem ekki höfðu neina reynslu af þingstörfum að taka
sæti á Alþingi. Hvort karlarnir sem voru þar fyrir hefðu
ekki bakað þær í umræðum.
„Það var ekkert gott að vera reynslulaus og fá hljóð-
nema rekinn upp í nefið og eiga að svara spurningum
um efnahagsmál sem þú skilur eiginlega ekki alveg nógu
vel. Þá máttu ekki segja neina vitleysu og þú verður að
vera trú þínum málstað. „Á að kaupa nýjan mótor í
áburðarverksmiðjuna?“ Þá hugsar þú: „Hvað gerir það
fyrir konur og börn?“ Svo finnurðu út að mjólkurpott-
urinn annað hvort hækkar eða lækkar þegar þú ert búin
að reikna dæmi í huganum. Þó að útgangspunkturinn
hafi virkað þröngur komst ég fljótt að því að það sem er
best fyrir konur og börn, það er líka best fyrir karla.
En þetta gekk vegna þess að við höfðum trú á því sem
við vorum að gera og við vissum að það yrði að takast.
Það var mikið í húfi og við vorum með fjöregg í hönd-
unum. Við kölluðum okkur aldrei stjórnmálaflokk og
höfðum engan leiðtoga. Við vorum kvennahreyfíng-
Við reyndum líka að hafa okkar sérstaka hátt á því að
taka ákvarðanir, með samráði „consensus“ og okkur
tókst það allan tímann þó að það væri ekki fullkomið.
Við fórum hringinn og spurðum allar konurnar: „Hvað
finnst þér?“ og þær fengu tækifæri til að tjá sig.
Við hefðum aldrei getað þetta þrjár að lifa af á þingi-
Það var þessi einlægi, dyggi hópur kvenna sem stóð með
42 / 3. tbl. / 2003 / vera