Vera - 01.06.2003, Blaðsíða 25

Vera - 01.06.2003, Blaðsíða 25
/ BLOGG BLOGG BLOGG... N ræðurá blogginu »Hinar nýju leiðir til sjálfstjáningar eiga eftir að hafa gríðarlega rnikil áhrif á samtímann og möguleika fólks til að hafa áhrif. Það eru allir að segja sögu sína og Woggið veitir hverjum og einum tækifæri til að stíga fram án þess að biðjast afsökunar á skoðunum sínum. Bloggið er svæði þar sem þú ræður, enginn getur sett þig á bás. Þú stjórnar því sem þú vilt segja. Hin fræga þöggun, þessi tilraun ráðandi stétta til að segja fólki til og ráða umræðunni, á í vök að verjast. Úr skúmaskot- um Netsins ryðjast fram einstaklingar sem skýra frá á- hugamálum sínum og skoðunum, einstaklingar sem móta sig sjálfir án hefðbundinna þvingana annarra rit- miðla. Nú getur hver og einn gefið sitt álit á málefnum líðandi stundar án þess að fá til þess formlegt leyfi karl- anna sem öllu stjórna. Það sem er merkilegt í þessu sambandi er að hinir hefðbundnu miðlar virðast vera að missa flugið. Það er engu líkara en að margir þeirra hafi ekki áttað sig á hvað fer fram á Netinu. Það er til dæmis eftirtektarvert að Morgunblaðið sem margir töldu að væri að þróast í átt til meira frjálsræðis á síðari árum, snéri algjörlega við blaðinu í aðdraganda síðustu kosninga. Skyndilega dundu á landsmönnum öfgakenndar skoðanir ættaðar úr Kalda stríðinu - vinstri villan var varnaðarorð rit- stjóranna - skoðun sem flestir áttuðu sig á að var úr takt við almenna umræðu í landinu. Á sama tíma fór fram fjörug og spennandi umræða um stjórnmál og þjóðfé- lagsmál á blogginu og heimasíðum landsmanna. Hinar stífu karllægu skoðanir sem sífellt er haldið á lofti, eins °g í leiðurum Morgunblaðsins, hafa þar engin áhrif. Úmræðugrundvöllurinn er persónulegur og í tengslum við grasrótina; oft öfgakenndur en oftar tilfinninga- þrunginn. Nú er svo komið að Morgunblaðið virðist vera á hröðu undanhaldi og sífellt fleiri sem ég þekki kjósa að segja upp blaðinu og fylgjast með hinni lifandi ntiðlun á Netinu. Þessi þróun er afdrifarík og hér opn- ast til dæmis möguleiki fyrir konur til að hafa áhrif á umræðuna án þess að þurfa að fá leyfi Morgunblaðsrit- stjóranna eða annarra til að opna hug sinn og segja álit sitt á því sem er að gerast í þjóðfélaginu.“ Dagbækur Sigurður Gylfi var formaður Sagnfræðingafélags íslands þegar Dagur dagbókarinnar var haldinn 15. október 1998 og í kjölfarið bárust þúsundir dagbókarfærslna til Landsbókasafns og Þjóðminjasafns. Hann bendir á að framkvæmdanefnd átaksins hafi lagt áherslu á að safna dagbókum kvenna því aðeins þrjár slíkar höfðu varð- veist fram að því. „Það sérkennilega er að margir halda að öll handritasöfn séu yfirfull af dagbókum kvenna en svo er því miður ekki. Dagbókaiðjan á tuttugustu öld hefur oft verið tengd við ungar stúlkur eða konur og trúlega hafa þessir hópar ritað dagbækur einhvern hluta ævi sinnar. Þær hafa hins vegar ekki komið inn á söfnin. Körlunum sern halda dagbækur fmnst þessi skrif sín svo aftur á móti svo merkileg að það sé lífsspursmál að heimurinn fái notið þeirra! Mikið afdagbókum, bréfum eða annarri persónulegri tjáningu kvenna er örugglega enn til í geymslum landsmanna. Fólki hefur til skamms ÉG HELD AÐ VIÐ SÉUM AÐ GANGA INN í ALVEG NÝJA TÍMA ÞAR SEM VEGUR HINNAR SJÁLFSÆVISÖGULEGU TJÁNINGAR EIGI EFTIR AÐ VAXA MJÖG. BLOGGIÐ VIRÐIST NÚ VERA MIÐILINN SEM GILDIR tíma ekki fundist að þessi skrif kvenna gætu verið mik- ils virði. Nú eru þó sem betur fer breyttir tímar, margir hafa einmitt áttað sig á hvers virði þessi persónulegi vitnisburður kvenna um fortíðina er og að handrita- söfnunum streymir efni eftir konur.“ Sigurður Gylfi bendir á að við lifum á breyttum tím- um: „Á nítjándu öld, þegar dagbókarskrif urðu algeng, réðu vinnuhjú ekki yfir neinu persónulegu rými og því var mjög erfitt fyrir þau að vernda dagbækur sínar. Þetta bitnaði sérstaklega á konum því bændur eða jafn- vel prestar óðu í persónulegar dagbækur þeirra til þess að kanna hvað þær hefðu verið að pára. Þetta varð til þess að þær hættu þessari iðju og förguðu skrifum sín- um. Konur voru líka alltaf að vinna og það var einfald- lega ekki búist við því að þær væru að rita niður hugsan- ir sínar í tíma og ótíma. En konur náðu að móta sjálfið. Þær tóku þátt í þessari samræðu um þeirra innri mann. Helga Kress bókmenntafræðingur hefur sýnt fram á að ljóð kvenna frá síðari hluta nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu hafi að stórum hluta verði sjálfsævisöguleg. Ljóðformið hafi hentað þeim vel til þess að takast á við sitt eigið líf og sjálf. Á tuttugustu öld varð mikil breyting á stöðu kvenna og kjörum og tækifæri til sjálfstjáningar jókst til mikilla muna. Bloggið er nýjasta birtingarmynd þessarar tjáningar; frjálsari, óheftari og persónulegri en flest annað sem varðveist hefur frá tuttugustu öld. Það forvitnilega við bloggið er að þar fær fólk tækifæri til að reyna sjálfsmynd sína, kanna hvers konar vitundarvera það sé og hvernig það geti hnikað til sjálfsmynd sinni. Oft bregst fólk við því senr sagt er á blogginu og lætur í ljósi álit sitt á viðkomandi bloggara. Ef niðurstaðan er fólki ekki að skapi hættir það ef til vill að blogga. Einhverjir taka síðan upp þráðinn á ný og þá undir öðrum for- merkjum; í nýju „sjálfi“ ef svo má að orði komast. Hér flýtur sjálfið svo sannarlegiT í nýju og áður óþekktu tómi.“ Kjörefni einsögunnar „Dagbækur kvenna, bréf og blogg eru forvitnileg rann- sóknarefni. Tími kynjafræðanna er runninn upp og til þess að hægt sé að vinna skipulega að slíkum rannsókn- um þá verða fræðimenn að hafa aðgang að ríkulegu efni sem konur hafa ritað um reynslu sína og hugsun. Ein- saga getur nýst ákaflega vel við femínískar kynjarann- sóknir. Viðfangsefni sem kreíjast útsjónarsemi við greiningu vegna þess að heimildir eru takmarkaðar er kjörefni einsögunnar." Þess vegna segist Sigurður Gylfi hafa hvatt kynjafræðinga til að nýta sér hugmynda- fræðilega kosti einsögunnar og möguleika hennar til að draga fram á sjónarsviðið þaggaðar raddir úr fortíðinni. „Hina sjálfsævisögulegu tjáningu er nú allstaðar að finna og bloggið er einn af mikilvægustu farvegum hennar í samtímanum." vera / 3. tbl. / 2003 / 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.