Vera - 01.06.2003, Blaðsíða 13
Guðmundur Oddur Magnússon er prófessor við Hönnunar-
og arkitektúrdeild Listaháskóla íslands. Sérsvið Guðmundar
Odds er grafísk hönnun, máttur myndmálsins og beiting
þess. Hann hefur verið áberandi í þjóðmálaumræðunni und-
anfarin ár enda einn glöggskyggnasti sérfræðingur þjóðar-
innar þegar kemur að því að greina auglýsingaherferðir og
myndmál hverskonar. Það voru hinsvegar ummæli hans um
„klámvæðingu almannarýmisins" og „plebbisma" í auglýs-
ingaherferð Flugleiða sem fangaði athygli VERU.
[KLÁMVÆÐING OG PLEBBISMI]
Jú, klámvæðing almannarýmis var titill á fyrirlestri á Jafn-
réttisþingi á Akureyri í vor. Þetta er nú reyndar þýðing á
»pornofication of puþlic space" sem er hugtak notað í um-
ræðunni til að lýsa hvernig fyrirferð í almannarými á kyn-
ferðislegum tilvísunum og hreinu klámi sé komin á það
stig að um væðingu eða meðvitaðar markvissar aðgerðir
sé að ræða. Með almannarými er fyrst og fremst átt við
fjölmiðla og fjölföldun efnis sem birtist í formi söluvöru
eða hreinlega gefins. Með veraldarvefnum, á síðasta ára-
fug tuttugustu aldarinnar, varð bylting í aðgengi að ýmsu
efni - ekki bara jákvæðu heldur fylltist allt líka af vafasömu
efni eins og klámi. Rétt fyrir aldamótin magnaðist þetta
svo upp með ódýrum fjölföldunarmöguleikum, þ.e. auð-
velt og ódýrt varð að „brenna" löglegt og ólöglegt efni á
aeisladiska. Jafnframt fjölgar útvarps- og sjónvarpsrásum
°9 hvers kyns lágkúra verður svo algeng að viðspyrna
virðist við fyrstu sýn illframkvæmleg. Doðinn gerir svo það
að verkum að „léttari" kynferðislegar tilvfsanir verða al-
gengari án þess að svo margir hreyfi við andmælum eða
jafnvel finnist þetta eitthvað hallærislegt eða lágkúrulegt.
en eftir seinni heimstyrjöldina sem algengt verður að Þorgerður Þorvaldsdóttir
prenta í lit og starfið auglýsingateiknari eða starfsgreinin
grafísk hönnun verður til. Fyrirtæki höfðu auðvitað fengið
ýmsa hæfileikamenn í lið með sér fyrr til þess að gera
veggspjöld og þess háttar en útbreiðslan kemur fyrst og
fremst með fjórlita prentun á sjötta og sjöunda áratugn-
um. Þetta eru upphafsár svokallaðrar auglýsingasálar-
fræði. Þá verða þessi hugtök til eins og harða sellan sem
vísar í „harðar" upplýsingar. I bílatilviki væri þá um að ræða
upplýsingar um hestaflafjölda, þyngd og kraft, brennslu-
rými mótors og hvort krómaðar sportfelgur fylgdu með
eða ekki. „Mjúka" sellan hefur hinsvegar ekkert með svo-
leiðis staðreyndaupptalningar að gera. Þar er verið að
höfða til undirmeðvitundar okkar þar sem hvatir okkar og
kenndir ráða ríkjum - þær eru auðvitað guðsgjafir og allt
það en þær eiga það til að hlaupa með okkur út í alls kyns
vitleysur. í undirmeðvitundinni býr margt merkilegt en
líka margt ómerkilegt eins og öfundin, græðgin, afbrýðin
og ýmsar fýsnir sem geta orðið mjög lágkúrulegar. Þegar
svo auglýsingamiðlum fjölgar þá þrífst ýmislegt sem átti
^ málþingi í Gerðubergi um Kynferðislegar tengingar í
°uglýsingum og ábyrgð fjölmiðla sýndir þú mynd frá ca.
1985 af berrassaðri konu upp á bílhúddi. Hefur þessi
klámvæðing þá alltaf verið til staðar í auglýsingaheim-
iuum?
Tilhneigingin virðist hafa verið til, en myndbirtinga-
formin hanga auðvitað saman við sögu fjölmiðlunar -
Þetta liggur meira í magninu en forminu. Það er ekki fyrr
ANNARS ER MEGNIÐ AF ALLRI VESTRÆNNIFJÖLMIÐLA-
FRAMLEIÐSLU, EKKI BARA AUGLÝSINGAR HELDUR LÍKA
SÁPUÓPERUR, TÓNLISTARMYNDBÖND OG MEIRA AÐ
SEGJA FRÉTTIR LÁGKÚRULEGAR EF AÐ ER GÁÐ
vera / 3. tbl. / 2003 / 13