Vera - 01.06.2003, Blaðsíða 64

Vera - 01.06.2003, Blaðsíða 64
/ ALÞINGISKOSNINGARNAR Dagný Jónsdóttir, nýr þingmaður Framsóknarflokks 4- Hvað telurðu þig hafa fram að færa á þingi og hver verða þín helstu baráttumál? Ég hef auðvitað fulla trú á að ég geti komið ýmsu til leiðar og það byggi ég á reynslu minni af nefndarstörf- um o.fl. þar sem ég hef getað komið málum á framfæri. Mín helstu baráttumál snúa að ungu fólki s.s. mennta- mál, málefni LÍN, skattamál, húsnæðismál og fleira en einnig mun ég að miklu leyti sinna málefnum kjördæm- isins og þá eru það helst atvinnumál og byggðamál al- mennt. Hvað finnst þér um hlutfall kvenna á þingi? Finnst þér mikilvægt að hafa kynjahlutfalliö sem jafnast eða finnst þér nóg að jafnréttismál séu í brennidepli? Mér fínnst mjög miður að konum skuli fækka á Al- þingi og ljóst að margir flokkar þurfa virkilega að hugsa sinn gang og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn þar sem engin kona er í þing- flokknum og hefur aldrei verið. Auðvitað á kynjahlut- fallið að vera sem jafnast en það þarf stöðugt að vinna að því og slaka aldrei á. Hins vegar verðum við að horfa á þá staðreynd að nýja kjördæmaskipanin er ekki til að gera t.d. ungum konum með fjölskyldur auðvelt fyrir að fara í framboð og á ég þá aðallega við hin stóru lands- byggðarkjördæmi. Við verðum að halda jafnréttismál- unum í umræðunni en þannig komast þau í gegn. Hvers vegna skiptir máli að konur séu á þingi? Telur þú að þinn flokkur muni beita sér fyrir aðgerðum til að jafna hlutfall kynjanna? Mikilvægt er að Alþingi endurspegli þjóðfélagið og því gefur auga leið að konur eiga fullt erindi á þing, ekki síður en karlmennirnir. Framsóknarflokkurinn hefur lengi hugað sérstaklega að hlut kvenna og varð fyrstur flokka til að koma á sérstakri jafnréttisáætlun. Flokkur- inn bætti við sig konu í þingflokknum og er það vel. Einnig teflir flokkurinn fram konum í forystunni og eru tvær konur ráðherrar fyrir okkar hönd og voru á tíma- bili þrjár. Framsóknarflokkurinn er afar meðvitaður um jafnréttismál og fyrir okkur er jafnrétti réttlæti. Hvernig fannst þér áherslan á jafnréttismálin f kosningabaráttunni? Hún var ekki mjög mikil í mínu kjördæmi en þó tók fólk eftir því að sú sem leiddi listann, Valgerður Sverris- dóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var eina konan sem leiddi lista í kjördæminu. Það fór vel í fólk enda hefur hún sýnt það með störfum sínum að hún er eng- inn eftirbátur karlanna. Einnig vakti það ánægju að í þingmannahópi okkar í Norðaustur-kjördæmi eru tvær konur og tveir karlar. Það er hið fullkomna jafnrétti. Hver eru helstu jafnréttismálin sem vinna þarf í og hefurðu sjálf hugsað þér að gera eitthvað á þingi sem varðar jafnréttismál? Launamisrétti kynjanna þarf að útrýma. Kynslóð okkar sem yngri erum líður ekki slíkt misrétti. I stjórn- arsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að vinna skuli í þessu máli og ég mun ekki láta mitt eftir liggja- Einnig hefur félagsmálaráðherra hug á að leggja fyrir þingið jafnréttisáætlun og ég ætla mér að þrýsta á þá vinnu. Af tólf þingmönnum Framsóknarflokks eru fjórar konur. Hver telurðu að sé líkleg skýring á þessu hlut- falli? Eru konur frekar settar í baráttusæti en karlar í þau tryggari? Er stefnan að jafna hlutfallið innan flokksins? Konur eru einn þriðji af þingflokknum og tel ég það hlutfall ekki skammarlegt, heldur viðunandi þó alltaf megi betur fara. Við vinnum auðvitað alltaf að því að auka hlut kvenna en það er takmarkað hvað hægt er að gera. Alltaf er hægt að hvetja konur til þátttöku og höf- um við unnið þrekvirki í þeim málum og ekki síst á sveitarstjórnarstiginu. í nýafstöðnum kosningum leiddu þrjár konur lista hjá okkur og þrír karlar. Við erum því ekki einungis að tefla konum fram í baráttu- sætum. Þvert á móti þá var hugsunin hjá okkur að tefla ungu fólki fram í baráttusætunum. Við munum vinna áfram að því að efla hlut kvenna en eins og ég gat um fyrr þá hef ég áhyggjur af möguleikum kvenna í lands- byggðarkjördæmunum. Ertu sátt við stöðu kvenna þegar skipað var í ráð- herraembættin? Já, ég er sátt við hana í mínum flokki og mér sýnist Sjálfstæðisflokkurinn nú vera að reyna að tefla fram þeim konum sem þeir þó hafa innanborðs. Af 18 nýjum þingmönnum eru 3 konur. Heldurðu að þetta hlutfall gefi vísbendingar um það sem koma skal, þ.e. hlutfall kvenna og karla á þingi í framtíðinni? Nei, það held ég ekki. Stóra breytan í þessu er hver staða kvenna er innan Sjálfstæðisflokksins og ég held þeir geri eklci þessi mistök aftur, þ.e. að hunsa konurn- ar. Ég tel ekki að við séum að hverfa aftur til fortíðar og umræðan eftir kosningar hefur sannað það. Þjóðin kall- ar eftir konum á þing, alveg eins og eftir körlum. Við þurfum alltaf að vera á vaktinni og hlutverk okkar kvennanna á Alþingi er að hvetja konur til þátttöku og aðstoða þær. 64 / 3. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.