Vera - 01.06.2003, Blaðsíða 70
Jóhanna Helga Halldórsdóttir
/ ÖR dagbók kúabónda
Fjósverk og tónleikahald
»Uppstigningardagur og frí hjá börnunum, það er að segja í
skólanum. Nú hafa þau verið heima í vorverkefni að vinna á bú-
unum og gera dagbók um það fyrir skólann. Það er nú meiri
munurinn að hafa blessuð börnin heima enda jafn óeðlilegt að
geyma þau í skólum á vorin og ef grasið sprytti á haustin. Þessi
stöðuga lenging á skólaárinu hentar okkur sveitabúum engan
veginn og er eins óhentug okkar samfélagi og hægt er.
4-
Þannig að þennan morgun sofa þessi þrjú litlu værum
svefni í rúminu okkar á meðan við förum í morgunmjaltir,
sá elsti kemur út um hálftíu til þess að gefa kúnum og eldri
dóttir okkar fór að heimsækja vinkonu sína í gær og gistir.
Eftir morgunmjaltir eru þau litlu enn sofandi og sofa næst-
um fram að hádegi svo ég hef þennan fína tíma til þess að
elda matinn og pressa sparifötin fyrir kvöldið. Paþbi þeirra
fer að keyra rúllum og gefa nautgripum, flýta fyrir kvöld-
verkum þar sem við þurfum að fara í fjós um hálffimm til
þess að ná á tónleikana sem eru klukkan hálfníu á Blöndu-
ósi, sameiginlegir með Lúðrasveit Húnavatnssýslu og
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Þetta lið er allt að fara til
útlanda, til Danmerkur og Svíþjóðar í byrjun júní, og halda
tónleika saman og sitt í hvoru lagi, sýna sig og sjá aðra,
vera landi sínu til sóma. Við eigum einn þarna í lúðrasveit-
inni, elsti sonur okkar spilar þar á rafþassa.
í hádeginu, yfir steikta fiskinum, segir miðsonurinn að
ég hafi lofað honum fyrir löngu að fara einmitt þennan
dag að hitta vin hans utar í dalnum, og ég sé ekki enn búin
að sjá litla barnið þeirra. Ég játa upp á mig þá skömm,
sængurgjöfin handa blessuðu barninu, sem fæddist 1.
apríl, búin að vera innpökkuð ansi lengi, svo lengi að það
er spurning hvort samfellurnar passa ennþá. Svo eftir upp-
vask brunum við af stað. Eigum auðvitað mjög skemmti-
lega stund með móður og föður og börnum, þar er sauð-
burður í fullum gangi og börnin mín týna sér alveg við að
skoða lömb því við eigum ekki þannig. Við konurnar týn-
um okkur í sameiginlegum reynslusögum og því að dást
að ungabarninu og allt í einu hrekk ég upp við að klukkan
er að verða FIMM!
Næ börnunum heim, nema miðsyninum sem neitar að
ÞEGAR ÉG KEM HEIM ER SÆÐARINN KOMINN NIÐUR
AÐ FJÓSI OG FARINN AÐ BÍÐA OG ÉG TRÍTLA í FJÓSIÐ
Á SPARISKÓNUM TIL ÞESS Af) HALDA í HALA Á MEÐ-
AN HANN SÆÐIR EINA UPPÁHALDSKÚNA
koma fyrr en við förum á tónleikana. Ég sé það þýðir ekki
að standa í stappi við hann ef ég ætla að komast heim ein-
hvern tímann. Þegar ég kem heim er sæðarinn kominn
niður að fjósi og farinn að bíða og ég trítla í fjósið á spari-
skónum til þess að halda í hala á meðan hann sæðir eina
uppáhaldskúna. Elsti sonurinn og pabbi hans koma heim
á sömu stundu, annar var að slóðadraga og hinn að ýta til
í flagi, og nú skiptum við um föt og hefjum kvöldmjaltir.
Það er nefnilega þetta með mjaltir, þær taka alltaf jafn-
langan tíma hvort sem eru tónleikar eða ekki en við getum
flýtt fyrir okkur með því að gefa kálfum og svoleiðis á með-
an við mjólkum. Ég er samt ekki komin inn fyrr en hálfsjö,
drengurinn á að mæta hálfátta. Ég stekk í sturtuna, búin
að baða krakkana þegar nágranni minn hringir sem á
stúlku í lúðrasveitinni og segir að ég þurfi ekki að flýta mér
alveg svona mikið því einn karlakórsmaðurinn sem býr
uppi i Blönduvirkjun og á líka dreng i lúðrasveitinni þurfi að
mæta fyrr og geti tekið alla lúðrasveitarkrakkana með sér.
Ég blessa þá báða í huganum á meðan ég þurrka mér
og klæði, djöfull fara sokkabuxur í taugarnar á mér þegar
ég er hálfþurrkuð. Þessir blessuðu nágrannar mínir allt í
kring hafa ásamt okkur hjónunum verið óþreytandi að
keyra og sækja á æfingar og tónleika í allan vetur. Um leið
og nágranninn fyrir framan kemur að skutla mínum dreng
og sinni stúlku út á vegamótin kemur mágkona mín og
litla dóttir hennar með kort til þess að skrifa á vegna fer-
tugsafmælis annarrar mágkonu minnar sem skal haldið
upp á kvöldið eftir með mikilli grillveislu. Almáttugur en
það stress, hugsa ég, meðan ég kem meiki á andlitið og
mála augnahár. Maðurinn minn hendir mér svo út af bað-
inu þar sem hann þarf líka í sturtu. Mér dettur í hug að
skynsamlegra hefði verið að fara saman í sturtu, en jæja,
skrifa á kortið og plata mágkonu mína í leiðinni til þess að
mæta á tónleikana til styrktar góðu málefni. Rek hana svo
út og klæði tvö minnstu börnin og reyni aðeins að þurrka
á mér hárið. Finnst ég svaka fín í speglinum í svörtu pilsi
og helv. sokkabuxunum og blárri blússu, með eyrnalokka
og allt. Minnist úttektar VERU á vaxtarlagi kvenna og við-
urkenni að mér finnst konur flottar með stór brjóst og rass,
veit að allir karlar í heiminum eru mér sammála. Pabbinn
70/3. tbl. / 2003 / vera