Vera - 01.06.2003, Blaðsíða 68

Vera - 01.06.2003, Blaðsíða 68
/ KVENNASLÓÐIR Kvennaqaqnabanki á netinu www.kvennaslodir.is I september verður opnaður kvennagagnabankinn Kvennaslóðir (www.kvennaslodir.is). Um er að ræða vefrænan gagnagrunn yfir kven- sérfræðinga á ýmsum sviðum samfélagsins. Tilgangur Kvennaslóða er að gera sérþekkingu kvenna sýnilegri og aðgengilegri í þjóðfélaginu. Skráning í gagnagrunninn hófst í sumar og er nú í fullum gangi. * Birna Þórarinsdóttir íslenskur kvennagagnabanki Um alllangt skeið hefur verið rætt um að koma á fót gagnagrunni yfir kvensérfræðinga á íslandi en slíkir gagnagrunnar hafa verið starfræktir á Norðurlöndun- um og í Evrópu með góðum árangri í áraraðir. Nokkrar tilraunir hafa þegar verið gerðar til þess að koma saman nafnabanka yfir konur, s.s. Köngulóin, tengslanet kvenna sem sett var á laggirnar upp úr 1990. Fyrir nokkrum árum skipaði ráðherraskipuð nefnd um auk- inn hlut kvenna i stjórnmálum óformlegan vinnuhóp með það fyrir augum að undirbúa og koma af stað gerð gagnagrunns með nöfnum stjórnmálakvenna og kven- sérfræðinga á ýmsum sviðum en varð lítið ágengt sök- um fjárskorts. Önnur ráðherraskipuð nefnd, Nefnd um konur og fjöhniðla, hvatti til þess í skýrslu sinni árið 2001 að gagnagrunni yfir kvensérfræðinga yrði komið á laggirnar. Sama ár fékk Rannsóknastofa í kvenna- og kynja- fræðum við Hí fjármagn til að koma kvennagagna- banka á fót og hófst þá undirbúningsvinna Kvenna- slóða. Auk Rannsóknastofunnar standa að verkefninu Jafnréttisstofa, jafnréttisnefnd HÍ og Kvennasögusafn Islands. Kvennaslóðir eru fjármagnaðar með styrkjum frá ráðuneytum, stofnunum og fýrirtækjum. Tilgangur gagnagrunnsins er að auðvelda fjölmiðl- um, stjórnendum á vinnumarkaði, stjórnvöldum og stjórnmálaflokkum leit að hæfum konum. Kvenna- gagnabankinn er þannig mikilvægt tæki til að ná settum markmiðum um jafna stöðu og jöfn áhrif kynjanna í ís- lensku samfélagi. í Kvennaslóðum verða aðgengilegar upplýsingar um fagþekkingu, menntun, störf, rann- sóknasvið og útgefið efni skráðra kvenna og verður hann leitarbær eftir nöfnum, fagsviðum og efnisorðum. Gagnagrunnurinn er öllum opinn og eiga allar konur með sérþekkingu erindi inn í hann. Má þar m.a. nefna konur í viðskiptalífínu, í stjórnmálum, í fræðasamfélag- inu, fjölmiðlum, félagsmálum, íþróttum sem og for- ystukonur ýmissa samtaka og félaga. íslenski kvennagagnabankinn mun ennfremur auka á sýnileika kvensérfræðinga erlendis því ásamt íslensku skráningunni verður styttri útgáfa á ensku aðgengileg á vefnum ásamt skráningu hans á sambærilega útlenda leitarvefi. Með þeim hætti er alþjóðlegt gildi Kvenna- slóða tryggt og markaðsgildi íslenskrar sérfræðiþekk- ingar aukið. Sambærilegir gagnabankar um kvensérfræðinga á ýmsum sviðum atvinnulífsins eru þegar til staðar annars staðar á Norðurlöndunum og í Evrópu og hefur íslenska verkefnið byggt á þeirri reynslu sem þar hefur fengist. Norrænu kvennabankarnir eru mikið notaðir af at- vinnulífmu, fjölmiðlum, stjórnvöldum og nemendum í leit að upplýsingum um tiltekin fagsvið og einstaklinga. Skráning í Kvennaslóðir hafin Sem fyrr segir verður kvennagagnabankinn Kvenna- slóðir opnaður í september næstkomandi. Skráning í gagnagrunninn er aftur á móti þegar hafin og verður í fullum gangi í allt sumar. Allar konur sem hafa áhuga, hæfni og metnað til að starfa í ábyrgðarstöðum, vera kallaðar til viðtals, álitsgjafar eða ráðgjafar um sérsvið sitt og koma rannsóknum sínum á framfæri, eru hvatt- ar til að skrá sig á slóðinni www.kvennaslodir.is X ♦ íslenskar kannan- ir hafa sýnt að hlutur kvenna í fjölmiðlum er aðeins 30% á móti 70% karla, hvortheldurerum að ræða fréttamenn, viðmælendur, þátta- stjórnendur eða greinahöfunda. ♦ Nefnd um konur og fjölmiðla, skipuð af menntamálaráð- herra árið 1998, lét framkvæma könnun á hlut kvenna ífjöl- miðlum árið 1999 og afturárið 2000. íljós kom að í fréttatím- um sjónvarpsstöðv- anna voru konurað- eins 18.5% þeirra sérfræðinga sem leitað vartil en karl- ar 81.5%. í efni dag- blaðanna varleitað til kvenviðmælenda í 16% tilfella en karla í 84%. í nánari flokkun kom í Ijós að hlutfall kvenna var hæst í hópi aimenn- ra borgara, eða 50%, en í hópi sérfræð- inga voru þær rúm 22%. ♦ (skýrslu ráð- herraskipaðrar nefndarum jafnrétti kynjanna við opin- bera stefnumótun kom fram að árið 2002 var hlutfall kvenna aðeins 30% á móti um 70% karla í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum ráðuneytanna. Kynjahlutföll meðal æðstu embættis- manna ríkisins eru ójöfn. Hlutfall kvenna í hópi for- stöðumanna ráðu- neyta og ríkisstofn- ana var18,7%um mitt ár 2002 en hef- urhækkaðúr14,4% frá árinu 2001. í 19 stöður höfðu verið ráðnar12konurog7 karlar. Verður það að teljast jákvæð þró- un. Athygli vekur þó að á vegum sjö ráðu- neyta gegndi engin kona embætti for- stöðumanns í stofn- unumsem undirþau heyra. ♦ í dag eru konur 31% sveitarstjórnar- manna og 30% al- þingismanna. Fyrir kosningarnar í vor var hlutur kvenna á Alþingi 35% sem er besti árangur sem náðst hefur hér á landi. 68/3. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.