Vera - 01.06.2003, Blaðsíða 11
slökkviliðið. „Áhuginn á slökkviliðinu kviknaði í framhaldi
af björgunarstörfunum. Ég hefverið að kenna skyndihjálp
og fékk áhuga á sjúkraflutningaþætti slökkviliðsins sem
varð til þess að ég sótti um. Eftir viðtal og þrekpróf var mér
°g annarri stelpu sem heitir Hafdís Björk Albertsdóttir
boðið starf og við hófum störf 1. apríl 2001. í viðtalinu var
okkur sagt að við værum fyrstu konurnar í Slökkviliði
Reykjavíkur og að þar væru karlar sem vildu ekki fá konur
inn. Við heyrðum líka utan að okkur alls konar yfirlýsingar
tilvonandi félaga okkar, til dæmis að sumir ætluðu að
neita að reykkafa með okkur því það er hættulegasti part-
urinn og þeir væru vissir um að við gætum ekki bjargað
þeim ef eitthvað kæmi upp á. Við urðum samt ekkert mik-
ið varar við þetta. Þegar við byrjuðum komu einhverjir til
okkar og sögðu að þeir vildu ekkert hafa konur hér en
buðu okkur samt velkomnar. Þetta var því töluvert
þroskaðra en hjá FBSR. Karlar eru náttúrlega eins misjafn-
it og þeir eru margir. Það hefur komið fyrir að menn hafi
verið með stæla gagnvart okkur, aðallega út frá kynferði
okkar - að við getum ekki neitt vegna þess. Sumir sem
vinna þarna eru og munu alltaf verða leiðinlegir og með
stæla. Ég veit að það var talað við menn áður en við byrjuð-
urn og þeim gert Ijóst að ekkert svona myndi líðast. Menn
hafa verið teknir á teppið fyrir að vera með svona stæla."
Heiða er nú eina stúlkan í slökkviliðinu í Reykjavík og
vinnur með 120 -130 karlmönnum. Hún viðurkennir að
Það hafi verið töluvert þægilegra þegar Hafdís var líka.
«Um leið og hún hætti heyrði ég viðhorf á borð við: „Two
down, one to go" því önnur stelpa hafði byrjað en stopp-
að stutt. Ef einhver er að þrífa fæ ég ósjaldan að heyra að
sg ætti nú frekar að gera þetta þar sem ég sé fædd til þess.
Svona glósur eru kannski allt í lagi í örfá skipti en ef þær
eru á hverjum degi í nokkra mánuði verð ég verulega
Pirruð. Ég heyri líka oft að ég vilji vera karl þess vegna sé
e9 hér. Ég hef látið taka menn á teppið fyrir þetta og mun
gera það áfram. Ég sé enga ástæðu til að ég eigi að þurfa
að þola svona dónaskap frekar en einhver annar."
Hlyti að vilja vera karl
Þegar blaðakona spyr Heiðu hvort henni finnist hún falla
ir|n í hópinn í slökkviliðinu verður hún hugsi og segir að
lokum: „Núna finn ég að flestir líta á mig sem starfsfélaga
og vinna með mérsem slíkri. Ég hefvonandi sannað mig í
starfi, þó það hafi eflaust tekið lengri tíma en hjá strákun-
um enda litið svo á að ég þurfi frekar að sanna mig. En
lagslega séð er ég ekki með í hópnum." Heiða talar áfram
um starfið og það er augljóst að hún hefur mikla ánægju
af því, þrátt fyrir allt, enda Ijómar hún hreinlega. „Starfið er
alveg rosalega skemmtilegt og mjög fjölbreytt. Þessu fylg-
ir náttúrlega dálítil sþenna og læti og ég hef gaman af því,
auk þess sem mér finnst öll þessi hreyfing ómetanleg.
Þetta er bara of skemmtilegt til að hætta. Oft verð ég
pirruð og leið á stælunum en aldrei svo að ég vilji hætta.
Ég læt ekki aðra skemma fyrir mér það sem mig langar til
að gera. Ég fór í Tækniskólann og lærði iðnrekstrarfræði og
prófaði að vinna við það. Mér líkar ekki að sitja föst við
tölvu allan daginn. Ég er þannig persóna að ég þarf ein-
hvern veginn að vera á hreyfingu, þess vegna hentar
slökkviliðið mjög vel."
Þegar Heiða er spurð hvort hún telji sig vera femínista
segist hún í rauninni ekki vita alveg hvað það er. „Það sem
ég vil sjá er jafnrétti fyrir alla, að allir fái sömu tækifæri. Allir
eiga að fá að reyna að gera það sem þau langar til, rétt eins
og ég hef gert. Þó einhverjir séu á móti því að ég sé að gera
það sem ég vil, læt ég það ekki skemma fyrir mér. Það er
þeirra vandamál. Ég vil líka að karlmenn geti verið leikskóla-
kennarar eða hvað sem er án þess að mæta fordómum."
Heiða segist óneitanlega mæta fordómum vegna
starfsvals síns. „Annað hvort vil ég vera karl eða ég er sam-
kynhneigð, er sagt. Þegar við Hafdís byrjuðum í slökkvilið-
inu gekk sú kjaftasaga að við værum samkynhneigðar,
jafnvel þó hún sé gift karlmanni. Fólk virðist ekki geta trú-
að því að ég sé gagnkynhneigð kona og hafi áhuga á þess-
um hlutum. Ég hef einnig heyrt því fleygt að við séum að
koma þarna inn á öðrum forsendum en aðrir, að við séum
bara í slökkviliðinu til að ná okkur í karlmann en ekki
vegna áhuga á starfinu. Þetta hefur jafnvel komið frá eig-
inkonum félaga okkar. Það er hálfsorglegt að þurfa jafnvel
að forðast að skemmta sér með félögunum út af svona við-
horfi. Það er nefnilega sagt að mikið hafi verið um skilnaði í
lögreglunni þegar konur hófu störf þar og að margir séu
hræddir um að það sama gerist í slökkviliðinu. Ég held nú
að þetta sé bara goðsögn," segir Heiða að lokum og blaða-
kona getur ekki annað en verið hjartanlega sammála. X
vera / 3. tbl. / 2003 / 11