Vera - 01.06.2003, Page 51

Vera - 01.06.2003, Page 51
brjóst þá hlæja þær bara því brjóstagjöfm er svo eðlileg- ur hluti af daglegu amstri þeirra. í okkar samfélagi þyk- ir það kannski ekki alltaf við hæfi að börn séu stöðugt á brjósti, það bara passar ekki. I sumum samfélögum þyk- ir það fullkomlega eðlilegt. Jónína: I Gíneu-Bissá er afar sterk meðvitund um að til þess að börn lifí af þurfi þau að fá brjóst. Það er ekki til umræðu að kaupa þurrmjólk fyrir barnið, auk þess sent fólk þar hefur ekki efni á slíku. Hvað er það sem kallast broddmjólk? Geir: Broddur er sú mjólk sem kemur fyrstu dagana áður en mjólkin þroskast í venjulega brjóstamjólk á einni til tveimur vikum. Jónína: Það er algeng hugmynd að broddmjólkin sé hættuleg. Þetta kemur m.a. til vegna þess að hún er grá og lítið af henni. Eins er henni ranglega kennt unr það að fyrstu hægðir barnsins eru kolsvartar. Geir: Einnig gefur það broddinum neikvæða ímynd að þetta er gömul mjólk, vökvi sem hefur safnast upp í brjóstunum á lokastigum meðgöngu. Hver vill gefa eru þó eflaust betur færar en karlinn til að hætta brjóstagjöf í nokkra daga og taka síðan upp þráðinn á nýjan leik. Mjaltavélar gætu þó koniið að gagni til að viðhalda myndun brjóstamjólkur, eflaust hjá körlum sem konurn. Geir: Ég þekki ekki til rannsókna þar sem möguleikar karla til að gefa brjóst hafa verið kannaðir. Þó eru til einstaka frásagnir lækna um slík tilvik. Karlar eru ekki líffræðilega búnir undir brjóstagjöf á sarna hátt og kon- ur sem gengið hafa í gegnunt þungun með tilheyrandi hormónabreytingum. Sjáið þið einhverja kosti við það að karlar gefi brjóst? Jónína: Ja, ég sé alltént ekki gallana. Geir: Þetta væri líklega kostur fyrir karlinn og hugsan- lega myndi hann upplifa rneiri nálægð við barnið. Fyrir barnið er spurning hvort það fengi næga mjólk og hvort það fengi hana tímanlega, því barnið þyrfti að sjúga lengi áður en mjólk færi að renna. Einnig má velta fyrir sér livort rnjólk karlsins hefði aðra ónæmisfræðilega eiginleika. SVO KARL GETI MJÓLKAÐ ÞARF HANN AÐ HAFA EINSETTAN VILJA UM AÐ GEFA BRJÓST, SAMTÍM- IS ÞVÍ SEM BRJÓSTAKIRTLARNIR ERU STÖÐUGT ÖRVAÐIR AF SOGI UNGABARNS. SLÍKT ER YFIR- LEITT AÐEINS FYRIR HENDI í UNDANTEKNINGARTILFELLUM barni sínu garnla mjólk? En broddmjólkin gefur barn- inu vörn gegn bakteríum strax eftir fæðingu, hún kem- ur ónæmiskerfinu í gang og veitir vörn gegn niður- gangi. Geta karlmenn gefið barni brjóst? Jónína: Það er mögulegt, þó alltaf sé spurning um hversu mikið. Geir: Líffræðilegar forsendur eru fyrir hendi en þetta líffærakerfi er mjög vanþróað hjá karlinum. Viljinn skiptir vafalítið miklu máli. Svo karl geti mjólkað þarf hann að hafa einsettan vilja um að gefa brjóst, samtímis því sem brjóstakirtlarnir eru stöðugt örvaðir af sogi ungabarns. Slíkt er yfírleitt aðeins fyrir hendi í undan- tekningartilfellum. Ef móðir fellur frá er oftast hægt að grípa til annarra lausna, til dæmis þurrmjólkur. Að setja barnið á brjóst föður er því ekki fyrsta ráðið sem gripið er til, enda karlar ekki af náttúrunni gerðir fyrir það hlutverk að gefa brjóst. En möguleikinn er þó fyrir hendi. Jónína: Það er nokkuð um sögulegar heimildir um bæði karla sem hafa náð að mjólka og konur sem ekki hafa átt börn en þó náð að mjólka. l’að er m.a. dæmi um slíkt úr Flóamannasögu þegar Þorgils sker á geirvörtur sínar til að fæða barn sitt þegar móðir þess er dáin. Hann hafði barnið á brjósti í eitt ár. Geir: Þannig að þó karl geti þetta þá er ólíklegt að hann reyni nema það sé spurning unr að barnið lifi af. Gætu kona og karl skipt brjóstagjöf á milli sín? Jónína: Það gæti verið erfitt þar sem það er mikilvægt að gefa brjóst oft til að niynda næga mjólk. Því gæti til dæmis verið erfitt að haga því þannig að karlar ntjólki annan eða þriðja hvern dag. Barnið þyrfti helst að vera eingöngu á brjósti hjá karlinum ef frantleiðslan ætti að geta haldið áfrarn, sem á einnig við um konur. Konur Jónína: Það yrði náttúrulega enginn broddur þar! Hugsanlega myndi þetta skapa meiri ábyrgðartilfinn- ingu af hálfu karlsins. Ég gef þó lítið fyrir það að brjóstagjöf sé einhvers konar sjálfvirk leið til þess að elska börnin sín, ég held þetta sé rniklu flóknara en svo. Ég tel brjóstagjöf af hálfu karla alls ekki nauðsynlega forsendu þess að þeir standi jafnfætis konum í foreldra- hlutverkinu. Geir: Einnig er spurning hvort móðirin liti jákvæðum augurn á það að karlinn gengi í þetta verkefni, eða hvort henni þætti sem karlinn væri að hrifsa til sín eitthvað sem henni bæri. Jónína: Svo eru auðvitað viðbrögð samfélagsins, ólík- legt er að þessu yrði tekið fagnandi frekar en öðrum frá- vikurn. Geir: Spurning hvort þetta yrði talið áfall fyrir karl- mennskuna. Jónína: Nú, eða öfugt! X H E I L U Nca, Upplifir þú streitu og álag? þegar þú vilt hlaða batterín Ideilun virkar jafnt á líkama, sál og tilfinningalíf. Heilun gerir okkur kleift að vera í meira jafnvægi daglega og bætir þannig líðan okkar og gerir oltkur betur í stakk búin til að takast á við lífið. Lóa Kristjánsdóttir, heilari og ráðgjafi í heildrænni heilsu Klapparstíg 25-27, s. 824 6737 L_______________________________________________________. vera / 3. tbl. / 2003 / 51

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.