Vera - 01.06.2003, Blaðsíða 32
Eftir sundið sest Sol-
veig niður með kaffi-
hópnum sem hittist á
hverjum morgni og
hittist líka stundum
þar fyrir utan.
í KAFFIHÓPI í LAUGARDALSLAUG
Tengdamæðgurnar Solveig Theodórsdóttir og
Marta Tómasdóttir fara saman í sund klukkan átta á
morgnana. Síðustu tvö árin hefur Solveig sótt
tengdamóður sína til að fara í laugina en þær hafa
hvor sinn hátt á þar.
Solveig lærði fyrir nokkrum árum skriðsund og skipti þá
bringusundi í kafi út. Hún kveðst ánægð með 500 metra í
senn, teygjur og svo hópinn sinn í pottinum sem vekur
jafnan athygli með samsöng í eimbaðinu á föstudögum.
Eins og margirfastagestir hefur hún „eigin" skáp og sturtu
og eftir sundið, um hálftíu, fær hún sér kaffi áður en vinn-
an tekur við í Brúðarkjólaleigu Dóru.
„í kaffihópnum hef ég eignast ágætar vinkonur og
kunningja, við höfum farið saman í gönguferðir, út að
borða, haldið jólaboð og þorrablót. Þótt ég hafi byrjað að
synda af heilsufarsástæðum fyrir bráðum þrjátíu árum og
það hafi í raun gert kraftaverk, þá er félagsskapurinn ekki
verri. Laugarnar eru eins og lítið samfélag og ég hugsa að
sundið haldi manni ungum af því það nærir bæði andlega
og líkamlega."
Marta er níræð en heldur sig ekki aldursforseta í laug-
unum. Hún hefur synt nær daglega síðan hún var 23 ára.
„Ég fór alltaf meðan maðurinn minn lifði, hann fékk mig út
í þetta og synti þúsund metra í strekk," segir hún. „Hér
áður var ég líka í leikfimi og jóga. Nú hef ég metrana í
sundi svona 300-400, alltaf bringusund, og bregð mér
bara stutt í pott á eftir. Fyrir fimm árum hætti ég að búa
mig í útiskýli, fannst það orðið heldur kalt, og hef svolítið
fækkað dögum. Sleppi miðvikudagsmorgnum því þá laga
ég á mér hárið fyrir samverustund í Bústaðakirkju og svo
sunnudögum af því nú orðið fer ég í messu. En ég get sagt
þér að sundið er hreinasta heilsubót og hefur eflaust hald-
ið mér við. Þótt ég hafi notað hækjur í fjögur ár nýt ég
gönguferða og enginn þarf að leiða mig."
Nú býr Marta ein og var önnum kafin þegar Vera spjall-
aði við hana. Hún hafði fengið gesti frá útlöndum vegna
90 ára afmælisins, búin að baka þó nokkuð en átti enn eft-
ir átta Draumatertur, tvo rommkransa og fjórar brauðtert-
ur. Ekki þótti henni það tiltökumál og hlakkaði til veislunn-
ar með 180 velunnurum næsta dag. Hann byrjaði snemma
í laugunum, þar var sungið fyrir afmælisbarnið og enn
endurnýjaðist gott skap: „Mér sýnist yfirleitt enginn vera í
fýlu í sundi," segir Marta, „fólk brosir og það fylgir manni
gegnum daginn."
í GARPAHÓP! í KÓPAVOGSLAUGINNI
Helga Guðrún Gunnarsdóttir starfsmaður ritstjórn-
ar Morgunblaðsins syndir reglulega í Kópavogs-
lauginni, sem henni finnst langbest, fer um á hjóli
jafnt sumar sem vetur, hleypur öðru hvoru og feikur
golf á sumrin. Enda er hún vel á sig komin og að
eigin sögn aldrei í betra formi. Orkan kemur úr
þessum lífsstíl en Helga breytti rækilega um takt
fyrir tíu árum.
„Þá henti ég bílnum mínum og hætti að reykja," segir hún
„og fékk smám saman hug á að hreyfa mig. Ég fór að djöfl-
ast í sundi og var spurð hvort ég vildi ekki vera með í
Garpahópi sem æfði reglulega í Kópavogslaug. Fyrst hélt
ég að þetta væri gott grín, en sló til og lærði í leiðinni
skriðsund. Þessi hópur leystist upp en nú er ég í öðrum
sem hittist með þjálfara þrisvar í viku og syndir klukkutíma
í senn. Það eru rúmir tveir kílómetrar í hvert skipti. Svona
hópar eru í mörgum laugum og nýlega var landsmót
Garpa með um 70 þátttakendum. Svo var vorfagnaður hjá
okkur í Kópavogi og mér þykir gaman að vera í liði. Þetta
er félagslegt líka, skemmtilegt fólk. Einu sinni hefði ég
varla trúað hvað það gæti gefið að standa upp af stól og
rjúfa óheilbrigt mynstur. Líkaminn styrkist, það hef ég
fundið greinilega, en mér finnst ekki minna um vert að
sjálfstraustið blómstri og bara lífsgleðin."
Helga G.
Gunnarsdóttir syndir
daglega í
Kópavogslaug.
32 / 3. tbl. / 2003 / vera