Vera - 01.06.2003, Blaðsíða 31
/SUNDKONUR
og samfelld sundkennsla bauðst ekki fyrr en uppúr 1820 á
Norðurlandi. í Reykjavík var skömmu síðar stíflaður pollur
við Þvottalaugarnar í Laugardal til sundkennslu en hún lá
svo niðri nokkra áratugi. Fyrsta sundfélagið var stofnað í
borginni 1884 en talið að innan við 1% þjóðarinnar hafi
kunnað sund þá um aldamótin. Næstu ár efldist almennur
áhugi eins og gerst hafði úti í álfu, ungmennafélög reistu
laugar og önnuðust kennslu og sund varð smám saman
skyldugrein unglinga - í rúm 60 ár hafa öll börn átt að fá
skólasund.
í fyrstu ræðu konu í bæjarstjórn 1908, árið sem ný
sundlaug var opnuð í Laugardal, mælti Bríet Bjarnhéðins-
keppa frá 10 ára aldri, en flestir hætti frekar snemma eða
um tvítugt enda kosti sundíþróttin miklar æfingar, oft
tvisvar á dag svo í þær fari 20-30 tímar á viku. Af íslenskum
sunddrottningum núna er ástæða að geta Kristínar Rósar
Flákonardóttur, sem keppir í flokki hreyfihamlaðra á stór-
mótum fatlaðra. Hún fór til dæmis með nokkur gull og
fleiri verðlaun af heimsmeistaramóti í fyrra.
En sundið er fyrst og fremst almenningsíþrótt og að-
sókn í sjö sundlaugar höfuðborgarinnar hefur verið að
jafnast milli árstíma að sögn Erlings Jóhannessonar hjá
íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur. Hún minnkar að
vísu frá október en tekur strax kipp í janúar og nær há-
Tengdamæðgurnar
Solveig Theodórs-
dóttir og Marta
Tómasdóttir fara
saman í Laugardals-
laug klukkan átta á
morgnana.
dóttir fyrir sundkennslu stúlkna. „Hér á ekki að líðast
heimtufrekja," svaraði einn bæjarfulltrúi en sundstyrkur
var samþykktur og Ingibjörg Brands annaðist sundkennsl-
una næstu tvo áratugi. Við vígslu sundskála í Skerjafirði
sumarið 1909 stilltu sundkonur sér upp á mynd ásamt
körlunum og vöktu mikla athygli. ( Sundhöllinni, sem tek-
in var í notkun 1937, voru um árabil sérstakir kvennatímar
fyrir þær sem kusu að vera úr sjónmáli karla. Slík skipting
er löngu aflögð, nema á sólpöllum laugarinnar og vitan-
lega í búningsklefum og sturtum.
Slík séraðstaða fyrir hvort kyn tíðkast þó ekki allsstaðar,
í mörgum löndum eru sameiginleg böð við sundlaugar,
fólk bregður sér undir sturtu í sundfötunum og laugar-
verðir hér segjast iðulega benda ferðafólki á að fara úr og
þvo sér fyrir sund. Því sé langoftast vel tekið, enda lofi út-
lendir gestir gjarna sundlaugar landsins í sama orði og
óspillta náttúru og þyki hún framlengjast í laugum með
öllu þessu heita vatni. Kannski helst til heitu til æfinga
segja sumir en þessi hiti, um 29 gráður, gerir kleift að
synda úti í öllu veðri og mörgum finnst einmitt mest
hressandi að vera í vatninu þegar rignir eða snjóar.
Aðrir kjósa innilaugar, einn hópur er foreldrar sem fara
i sérhitaðar laugar með ungbörn, en tvær nýjar eru í bí-
gerð í Reykjavík næstu misseri, í Sundhöllinni og Laugar-
dalnum. Sú síðarnefnda kemur til með að bæta hér keppn-
isaðstöðu, en á landinu æfa nálægt 4.000 ungmenni sund
°g segir Óskar Örn Guðbrandsson hjá Sundsambandinu
að 2 af hverjum 3 séu stelpur. I hópi afreksfólks séu nú
Þtjár stúlkur fremstar og líklegastar til að ná árangri á
Ólympíuleikjum. Krakkar byrji oft að æfa 5-6 ára, fái að
marki yfir sumarið. Laugarnar fengu tæpar tvær milljónir
gesta á síðasta ári og starfsfólki ber saman um að stór hluti
komi reglulega. Hlutfall kynja er samkvæmt tölum ÍTR í
heildina nokkuð jafnt, skynditalning hefur sýnt að 40%
laugargesta á öllum aldri séu konur. Nærri lagi er að jafn-
margar stelpur og strákar undir fjórtán ára aldri sæki laug-
arnar, en fleiri karlar en konur á aldrinum 14-67 ára koma í
sund. Þar segir Erlingur hlutföllin nálægt 65 og 35%. Þó
virðist að frá fimmtugsaldri taki konur sig til og séu komn-
ar í meirihluta laugargesta frá 67 ára aldri. Sundið sé vissu-
lega ein vinsælasta heilsuræktin allan ársins hring og helst
að líkamsræktarstöðvar skáki sundlaugum hjá aldurs-
hópnum 18-35 ára. Kannski konurá þeim aldri fari frekar í
leikfimi eða gefi sér síðurtíma.
Þær sem synda mikið segja þó þeim tíma vel varið, þær
hafi einmitt meiri orku og úthald til annarra hluta. Reynd
flugfreyja er fastagestur í lauginni á Seltjarnarnesi og seg-
ir heillaráð eftir strembið flug að fara strax í sund. Þótt ein-
falt væri að fleygja sér upp í sófa hafi hún löngu lært að
það sé letigildra. (lauginni líði burt þreyta og slen, hún fari
frísk og pússuð heim til að halda út í daginn eftir nætur-
flug eða sofna vel um kvöld. Sundið sé sín aðferð til að
nýta tímann betur og fá meira út úr honum. ( Neslauginni
hittir hún oft aðrar konur sem þangað koma reglulega,
þær hafa orðið ágætar vinkonur og halda meðal annars
árshátíðir. „Ég hef auðvitað farið í fatakaup af því tilefni,
eins og gengur, nema hinum fannst ég dáldið skondin að
fá mér ekki kjól heldur nýjan sundbol. Ótækt að vera í
teygðum bol á árshátíð."
vera/3. tbl. / 2003 / 31