Vera - 01.06.2003, Blaðsíða 31

Vera - 01.06.2003, Blaðsíða 31
/SUNDKONUR og samfelld sundkennsla bauðst ekki fyrr en uppúr 1820 á Norðurlandi. í Reykjavík var skömmu síðar stíflaður pollur við Þvottalaugarnar í Laugardal til sundkennslu en hún lá svo niðri nokkra áratugi. Fyrsta sundfélagið var stofnað í borginni 1884 en talið að innan við 1% þjóðarinnar hafi kunnað sund þá um aldamótin. Næstu ár efldist almennur áhugi eins og gerst hafði úti í álfu, ungmennafélög reistu laugar og önnuðust kennslu og sund varð smám saman skyldugrein unglinga - í rúm 60 ár hafa öll börn átt að fá skólasund. í fyrstu ræðu konu í bæjarstjórn 1908, árið sem ný sundlaug var opnuð í Laugardal, mælti Bríet Bjarnhéðins- keppa frá 10 ára aldri, en flestir hætti frekar snemma eða um tvítugt enda kosti sundíþróttin miklar æfingar, oft tvisvar á dag svo í þær fari 20-30 tímar á viku. Af íslenskum sunddrottningum núna er ástæða að geta Kristínar Rósar Flákonardóttur, sem keppir í flokki hreyfihamlaðra á stór- mótum fatlaðra. Hún fór til dæmis með nokkur gull og fleiri verðlaun af heimsmeistaramóti í fyrra. En sundið er fyrst og fremst almenningsíþrótt og að- sókn í sjö sundlaugar höfuðborgarinnar hefur verið að jafnast milli árstíma að sögn Erlings Jóhannessonar hjá íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur. Hún minnkar að vísu frá október en tekur strax kipp í janúar og nær há- Tengdamæðgurnar Solveig Theodórs- dóttir og Marta Tómasdóttir fara saman í Laugardals- laug klukkan átta á morgnana. dóttir fyrir sundkennslu stúlkna. „Hér á ekki að líðast heimtufrekja," svaraði einn bæjarfulltrúi en sundstyrkur var samþykktur og Ingibjörg Brands annaðist sundkennsl- una næstu tvo áratugi. Við vígslu sundskála í Skerjafirði sumarið 1909 stilltu sundkonur sér upp á mynd ásamt körlunum og vöktu mikla athygli. ( Sundhöllinni, sem tek- in var í notkun 1937, voru um árabil sérstakir kvennatímar fyrir þær sem kusu að vera úr sjónmáli karla. Slík skipting er löngu aflögð, nema á sólpöllum laugarinnar og vitan- lega í búningsklefum og sturtum. Slík séraðstaða fyrir hvort kyn tíðkast þó ekki allsstaðar, í mörgum löndum eru sameiginleg böð við sundlaugar, fólk bregður sér undir sturtu í sundfötunum og laugar- verðir hér segjast iðulega benda ferðafólki á að fara úr og þvo sér fyrir sund. Því sé langoftast vel tekið, enda lofi út- lendir gestir gjarna sundlaugar landsins í sama orði og óspillta náttúru og þyki hún framlengjast í laugum með öllu þessu heita vatni. Kannski helst til heitu til æfinga segja sumir en þessi hiti, um 29 gráður, gerir kleift að synda úti í öllu veðri og mörgum finnst einmitt mest hressandi að vera í vatninu þegar rignir eða snjóar. Aðrir kjósa innilaugar, einn hópur er foreldrar sem fara i sérhitaðar laugar með ungbörn, en tvær nýjar eru í bí- gerð í Reykjavík næstu misseri, í Sundhöllinni og Laugar- dalnum. Sú síðarnefnda kemur til með að bæta hér keppn- isaðstöðu, en á landinu æfa nálægt 4.000 ungmenni sund °g segir Óskar Örn Guðbrandsson hjá Sundsambandinu að 2 af hverjum 3 séu stelpur. I hópi afreksfólks séu nú Þtjár stúlkur fremstar og líklegastar til að ná árangri á Ólympíuleikjum. Krakkar byrji oft að æfa 5-6 ára, fái að marki yfir sumarið. Laugarnar fengu tæpar tvær milljónir gesta á síðasta ári og starfsfólki ber saman um að stór hluti komi reglulega. Hlutfall kynja er samkvæmt tölum ÍTR í heildina nokkuð jafnt, skynditalning hefur sýnt að 40% laugargesta á öllum aldri séu konur. Nærri lagi er að jafn- margar stelpur og strákar undir fjórtán ára aldri sæki laug- arnar, en fleiri karlar en konur á aldrinum 14-67 ára koma í sund. Þar segir Erlingur hlutföllin nálægt 65 og 35%. Þó virðist að frá fimmtugsaldri taki konur sig til og séu komn- ar í meirihluta laugargesta frá 67 ára aldri. Sundið sé vissu- lega ein vinsælasta heilsuræktin allan ársins hring og helst að líkamsræktarstöðvar skáki sundlaugum hjá aldurs- hópnum 18-35 ára. Kannski konurá þeim aldri fari frekar í leikfimi eða gefi sér síðurtíma. Þær sem synda mikið segja þó þeim tíma vel varið, þær hafi einmitt meiri orku og úthald til annarra hluta. Reynd flugfreyja er fastagestur í lauginni á Seltjarnarnesi og seg- ir heillaráð eftir strembið flug að fara strax í sund. Þótt ein- falt væri að fleygja sér upp í sófa hafi hún löngu lært að það sé letigildra. (lauginni líði burt þreyta og slen, hún fari frísk og pússuð heim til að halda út í daginn eftir nætur- flug eða sofna vel um kvöld. Sundið sé sín aðferð til að nýta tímann betur og fá meira út úr honum. ( Neslauginni hittir hún oft aðrar konur sem þangað koma reglulega, þær hafa orðið ágætar vinkonur og halda meðal annars árshátíðir. „Ég hef auðvitað farið í fatakaup af því tilefni, eins og gengur, nema hinum fannst ég dáldið skondin að fá mér ekki kjól heldur nýjan sundbol. Ótækt að vera í teygðum bol á árshátíð." vera/3. tbl. / 2003 / 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.