Vera - 01.06.2003, Blaðsíða 44
i s
«■
! i !
i !
Guðrún er yfirlæknir
Neyðarmóttöku vegna
nauðgana og er hér
ásamt Eyrúnu Jóns-
dóttur umsjónarhjúkr-
unarfræðingi sem
vinnur á móttökunni.
Mynd: Kristín Boga-
dóttir.
manni finnst femínisminn vera farinn að blómstra aft-
ur, þá kemur þetta bakslag?
„Þetta sýnir bara að það þarf að standa vörð um rétt-
indin og vera vel vakandi. Jafnrétti er ekki náttúrulög-
mál og það fennir fljótt í sporin. Þegar okkar kvenna-
framboð kom fram voru örfáar sem vissu af kvenna-
framboðinu íyrr á öldinni. Það hafði fennt í öll þau
spor. Samt greiddu þær konur götu okkar með blóði,
svita og tárum.
Kvennaframboðið og Kvennalistinn unnu brautryðj-
endastarf og ég er sannfærð um að það breytti stjórn-
málum á íslandi. Það breytti orðræðunni, þó menn
jafnvel geri sér ekki grein fyrir því. Ég horfði um daginn
á myndbandsupptökur frá fyrstu árum Kvennalistans
þegar ég var að reyna að fmna einhvern kafla fyrir 20 ára
afmælið. Þá var ég hissa á því sem ég sá. Ég hugsaði með
mér: „Ja hérna, töluðu þeir svona þá. Var hægt að tala
svona þá?“ Og ég skynjaði hvað orðræðan hafði breyst.
Það myndi enginn láta sér detta til hugar að tala eins og
þeir töluðu þá. Það er auðvitað ekki bara Kvennalistan-
um að þakka, en Kvennalistinn hafði mikil áhrif.“
Guðrún segir að Kvennalistinn hafi vakið svo mikla
athygli erlendis að fólk hér á landi hafi e.t.v. aldrei gert
sér almennilega grein fyrir því. Þingkonurnar og aðrar
kvennalistakonur voru í stöðugum boðsferðum og við-
tölum við stórblöð um allan heim vegna þess að þetta
þótti svo sérkennilegt og skrýtið. Og kvennahreyfing-
arnar dáðust að þeim og dreymdi um að ná öðrum eins
árangri. En var eitthvað sem fór ekki eins og ætlað var?
„Við náðum aldrei þessari breidd meðal verka-
kvenna sem við vildum hafa náð. Það voru mjög marg-
ar menntaðar konur f Kvennalistanum en líka verka-
konur, mest eldri konur, sem höfðu fyrir löngu séð ljós-
ið. Kannski vantaði verkakonurnar bæði sjálfstraustið
og tímann. Þær þurftu að vinna og höfðu ekki eins
frjálsan tíma og við hinar. Þær gátu ekki verið á fundum
fram á nætur. En sjónarhorn þeirra og það sem þær
gerðu var ómetanlegt.“
Nauðgun má líkja við náttúruhamfarir eða
stórslys
Það þarf ekki sérlega næma manneskju til að taka eftir
því að Guðrún lifnar öll við og augun leiftra þegar hún
rifjar upp þessa tíma. Voru ekki óskapleg viðbrigði að
hverfa af þingi?
„Nei, þetta er eins og með menningarsjokkið sem ég
beið eftir þegar ég kom frá London. Það kom aldrei. En
hitt er annað mál að ég hefði alveg viljað halda áfram.
Mér fannst svo skemmtilegt að vinna þetta starf. En ég
var líka alveg sátt við að hætta.“
Og Guðrún var aldrei verkefnalaus. Hún varð for-
stjóri Krabbameinsfélagsins og stóð í undirbúningi
stórrar kvennaráðstefnu á írlandi, sem átti raunar fyrst
að halda á íslandi vegna þess hve kvenforsetinn og
Kvennalistinn höfðu vakið mikla athygli hins femíníska
heims.
„I gegnum það kynntist ég mörgum kvennabaráttu-
konum í Bandaríkjunum. Ég fór á ráðstefnu með Gloriu
Steinem og Betty Friedan og öllum þessum kempum.
Vegna þess að ég hafði verið mikið í friðarumræðu á Al-
þingi höíðu ýmsir gert í því að bjóða mér til að skoða
höfuðstöðvar Nató og ýmsar herstöðvar í Bandaríkjun-
um, væntanlega til þess að sýna mér hvað þetta væri allt
saman mikilvægt. Skemmst frá að segja fann ég aldrei
tíma til þess. En svo árið 1990 var mér boðið af Menn-
ingarstofnun Bandaríkjanna að fara í mánuð til Banda-
ríkjanna og ég mátti velja hvað ég vildi sjá. Ég bað um
að fá að sjá hvað þeir gerðu fyrir þau sem höfðu orðið
fyrir kynferðislegu ofbeldi, heimilislausa, fíkniefnaneyt-
endur og eyðnismitaða.“
Guðrún segist hafa kynnst hópi duglegra, bjartsýnna
og hugaðra einstaklinga sem voru að vinna í þessum
erfiðu málunr og vildu breyta Bandaríkjunum í betra
samfélag.
„Þetta var geysilega áhugaverð ferð og í henni skoð-
aði ég neyðarmóttökur af ýmsu tagi. Við höfðum flutt
þingsályktunartillögu á Alþingi um bætta rannsókn og
meðferð nauðgunarmála og hún hafði verið samþykkt
og nefnd á vegum dómsmálaráðherra, sem ég sat í,
hafði unnið rannsóknarskýrslu um málið. Eftir að ég
kom heim talaði ég við kunningja minn sem var skrif-
stofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu og sagði honum frá
öllu sem ég hafði séð og hann var svo jákvæður að hann
bað mig strax að vinna undirbúningsvinnu fyrir ráðu-
neytið að stofnun neyðarmóttöku. Ég var síðar beðin að
skipuleggja neyðarmóttökuna og að veita henni for-
stöðu.“
Guðrún segir muninn á aðbúnaði fórnarlamba
nauðgana fyrir og eftir Neyðarmóttökuna gríðarlega
mikinn. Þó að sumir læknar hafi sýnt málinu skilning
var það mjög oft að lögreglumenn þurftu að keyra fram
og aftur til þess að leita að einhverjum lækni til að skoða
konurnar sem urðu fyrir nauðgun. Það var engin skipu-
lögð þjónusta til fyrir manneskju sem var brotin og illa
farin og átti ekki í nein hús að venda.
„Um leið og kom skipulagður rammi utan um starf-
semina gekk allt betur. Allir vissu hvað þeir áttu að gera
og jafnframt hvað hinir áttu að gera. Á móti fórnar-
lambinu tekur teymi faglærðs fólks, læknir, hjúkrunar-
44/3. tbl. / 2003 / vera