Vera - 01.06.2003, Blaðsíða 45
KYNHEGÐUN VIRÐIST HAFA BREYST MJÖG í SEINNI TÍÐ OG ÞAÐ ER MIKIL PRESSA
Á UNGAR STÚLKUR. ÞESS ER JAFNVEL KRAFIST AF ÞEIM AÐ ÞÆR STUNDI KYNLÍF
BARA TIL ÞESS AÐ ÖÐLAST SESS í VINAHÓPNUM. OFT ER ÞETTA ÞEIM ÞVERT UM
GEÐ OG GRÓFLEIKINN í KYNHEGÐUNINNI HEFUR AUKIST
fræðingur, ráðgjafi og lögfræðingur, en fyrst og fremst
er þetta bráðaþjónusta. Neyðarmóttakan er skipulagt
ferli sem hefur það markmið að styðja með ntargvísleg-
um hætti við manneskju sem hefur orðið fyrir áfalli
þannig að hún geti farið frá okkur betur á sig komin. Ég
er ekki í neinum vafa um það að sú tilraun hefur tekist
mjög vel þessi tíu ár sem móttakan hefur starfað þó að
við getum auðvitað alltaf bætt okkur.“
Þú hefur séð einhvers konar þróun í þessum málum
á þessum árum. Ég hef heyrt að hún sé slæm. Verri
nauðgunarmál núna en áður.
„Síðan Neyðarmóttakan var opnuð 1993 hafa kornið
þangað tæplega 1000 einstaklingar, 96% konur. 67%
eru undir 25 ára aldri og 30-40% undir 18 ára, sem þýð-
ir að þær eru undir barnalögum. Kynhegðun virðist
hafa breyst mjög í seinni tíð og það er mikil pressa á
ungar stúlkur. Þess er jafnvel krafist af þeim að þær
stundi kynlíf bara til þess að öðlast sess í vinahópnum.
Oft er þetta þeim þvert um geð og grófleikinn í kyn-
hegðuninni hefur aukist.
Guðrún segir að almennt séu líkamlegir áverkar ekki
mjög slæmir, þó að þeir geti verið það. Um 30% þeirra
sem koma til Neyðarmóttökunnar hafa verið í áfengis-
dauða. Þá eru yfirleitt ekki neinir líkamlegir áverkar.
„Alvarlegustu áverkarnir eftir nauðgun eru andlegir
áverkar,“ segir Guðrún. „Áverkarnir á sjálfsmyndina,
öryggið og sálina. Þeim áverkum má jafna við þau áföll
sem fólk verður fyrir við meiriháttar náttúruhamfarir
eða stórslys. Og það sjá það allir í hendi sér að sá eða sú
sem lendir í jarðskjálfta eða snjóflóði verður mjög
sennilega fyrir slæmu áfalli. Áfallið sem getur fylgt
nauðgun er verra vegna þess að það er af manna völd-
um. Menn geta lítið ráðið við náttúruna og þá eru líka
allir á sama báti þó að það sé skelfilegt sem kemur fyrir
þá. En þegar önnur manneskja veldur þér tjóni er það
þungbærara, segja þau sem hafa skilgreint svona áfall.
Þess vegna er mikilvægt að styðja þau sem fyrir slíku
verða til þess að líf þeirra geti orðið eins heilt og mögu-
legt er á nýjan leik.“
Guðrún segir að það sé rnjög mikilvægt að beita
fræðslu, bæði fyrir ungar stúlkur og drengi og styrkja
stúlkurnar í því að láta ekki undan þrýstingi til þess að
gera eitthvað ógeðfellt. Að segja nei og að nei-ið þeirra
verði virt. Það þurfi að tala við bæði stúlkurnar og ekki
síður drengina því það séu strákarnir sem nauðga. Þeir
þurfa að vita muninn á réttu og röngu.
0g forsetaframboðið...
I'egar Vigdís Finnbogadóttir lét af störfum sem forseti
bauð Guðrún sig fram ásarnt þremur öðrum. Hvernig
konr það til?
„Það hafði oft verið nefnt við mig, jafnvel áður en
Vigdís hætti, en ég tók það aldrei neitt alvarlega. Síðan
þegar hún ákvað að hætta, þá jókst umræðan mjög mik-
ið og það kom til mín talsvert margt fólk sem var að
hvetja mig til þess að fara í franrboð. En ég var treg og ég
sá ekki sjálfa mig í því hlutverki. Þegar þrýstingurinn
jókst fór ég að hugleiða þetta betur. Ég hugsaði með
mér að forsetaembættið væri aðeins fulltrúahlutverk
þar sem þau gildi sem rnaður stendur fyrir í lífinu skipta
máli. Ef ég gæti á svipaðan hátt og í Kvennalistanum
unnið þessum gildunt gagn, þá væri ég alveg til í að láta
á það reyna. Svo ég ákvað að stökkva á þeim forsendum.
Það er auðvitað mjög skrýtið og miklu erfiðara að bjóða
sig fram sem einstakling og persónu heldur en að bjóða
sig fram í hópi annarra, í þjónustu fyrir ákveðinn mál-
stað. Ég kaus því að líta á mig sem „talskonu ákveðinna
lífsgilda og verðmæta í samfélaginu" ef maður getur
orðað það svo hátíðlega.
Guðrún segir að kosningabaráttan hafi verið geysi-
lega skemmtileg að því leyti að frambjóðendur fengu
tækifæri til þess að heimsækja vinnustaði og stofnanir
út um allt land og fengu alltaf góðar móttökur.
„Þetta var mjög ánægjuleg lífsreynsla og ógleymanleg
kynni af góðu fólki sem lagði málinu lið af gleði og
ósérhlífni. Stuðningurinn og spennan jókst rnikið í lok-
in en ég var sátt við þessi úrslit sem voru í raun ljós
snemma. Ég hef heldur aldrei íhugað það í alvöru
hvernig líf mitt hefði verið síðustu sjö ár, hefði ég orðið
forseti. Ég er sátt við allt mitt líf og hvernig það hefur
þróast. Mér finnst ég hafa verið ótrúlega heppin og
gæfusöm manneskja."
Þriðja bylgjan og heilbrigði kvenna
Víkjum að störfum þínum fyrir Femínistafélagið. Finnst
þér ekki eins og þú sért að stíga aftur inn í Ijósið. Aðra
bylgju eða réttara sagt þriðju bylgju femínismans?
„Jú, tvímælalaust. Eftir að Kvennalistinn var ekki
lengur til þá hef ég ekki gengið til liðs við neinn stjórn-
málaflokk. Mér fannst ég búin að sinna miklu starfi á
þeirn vettvangi og fannst það nóg. Nú veiti ég Neyðar-
móttökunni forstöðu, er forstjóri Krabbameinsfélagsins
en þar er einmitt unnið rnjög mikilvægt lcitarstarf í
þágu kvenna og vinn líka á Keldum. Ég á tíu barnabörn,
stóra fjölskyldu og hef mörg áhugamál. Það eru samt
alltaf bara 24 tímar í sólarhringnum, ég er margbúin að
reyna að breyta því, en það tekst aldrei.
Ég hafði því enga sérstaka þörf til að verða mjög virk
í Femínistafélaginu. Þetta var eins og þegar ég gekk til
liðs við Kvennaframboðið. Ég fór fýrst og fremst á fund-
inn til þess að styðja þær góðu konur sem voru mættar
til verka. En mér fannst mjög mikilvægt að heilbrigðis-
hópurinn yrði stofnaður vegna þess að heilbrigði er ráð-
andi þáttur í vellíðan kvenna og því hver afdrif þeirra
verða. Það skiptir ntiklu máli að konur taki hcilbrigði sitt
í eigin hendur. Og eins og alltaf þegar maður stendur