Vera - 01.06.2003, Blaðsíða 63

Vera - 01.06.2003, Blaðsíða 63
Þorbjörg Gunnlaugsdóttir Sjálfstæðisflokki, í ritstjórn tikarinnar.is Hvað finnst þér um hlutfall kvenna á þingi? Er mikil- vsegt að kynjahlutfall sé sem jafnast á Alþingi eða er nóg að jafnréttismál séu í brennidepli? „Ég held það sé eðlilegt að hafa nokkuð jafnt hlutfall karla og kvenna á Alþingi, rétt eins og mér finnst eðli- legt að fólk úr sem flestum atvinnugreinum sitji á Al- þingi. Alþingi á að endurspegla þjóðina og löggjafar- valdið nær því einfaldlega ekki ef þar situr einsleitur hópur. Jafnréttismál eru ekki einkamálefni kvenna og það þarf að virkja fleiri karlmenn í stjórnmálaumræðu um þennan málaflokk." Hvers vegna skiptir máli að konur séu á þingi? Telur Þú að þinn flokkur muni beita sér fyrir aðgerðum til að jafna hlutfall kynjanna? „Ég hugsa að karlmaður yrði seint beðinn um að út- skýra hvers vegna skipti máli að hafa karla á þingi. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur verið gagnrýndur í jafnréttis- málum og mér hefur fundist flokkurinn sýna viðleitni til að gera betur. Nokkur áhersla var lögð á jafnréttismál í kosningabaráttunni og að loknum kosningum voru tvær konur gerðar að ráðherrum. Á hinn bóginn virtist verða afturför hjá samstarfsflokknum í ríkisstjórninni og er það miður. Það er ekki nóg að konur taki þátt í starfi stjórnmálaflokkanna, þær verða líka að sjást í framvarðarsveitum flokkanna.“ Hvernig fannst þér áherslan á jafnréttismálin í kosningabaráttunni? „Mér fannst athyglisvert að sjá hversu mikið rúm jafnréttismál fengu. Ég bjóst eiginlega ekki við því að Jafnréttismál yrðu kosningamál með jafn beinum hætti og raunin varð. Stjórnmálaflokkarnir virðast flestir vera að vakna til vitundar um að jafnréttismál eru mála- flokkur sem skiptir raunverulega máli og virðast jafn- framt skilja að stefna í jafnréttismálum geti haft áhrif á fylgi flol<kanna.“ Hver eru helstu jafnréttismálin sem vinna þarf í? „Brýnasta úrlausnarefnið hlýtur að vera kynbundinn launamunur kynjanna. Allir hljóta að sjá og skynja óréttlætið í því að kona fái lægri laun fyrir sama starf og karlmaður, einvörðungu sakir kynferðis. Ég held að til- koma fæðingarorlofs feðra geti verulega breytt ástand- inu til batnaðar enda lít ég svo á að löggjöfin um fæð- ingar- og foreldraorlof sé fyrst og fremst jafnréttis- löggjöf. Lögin bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði og styrkja stöðu karla á heimilinu." Svo virðist sem ein ástæðan fyrir því að ekki komust fleiri konur á þing hafi verið sú að margar kon- ur voru í baráttusætum lista. Finnst þér konum gert nógu hátt undir höfði í vali á framboðslista og telurðu að þar megi bæta úr? „Ég er ekki hrifin af því að raða konum og körlum upp eftir svokölluðum fléttulistum en tel mikilvægt að hafa hlutfall karla og kvenna sem jafnast á framboðslist- unum. Konur þurfa ekki endilega að vera betur settar þó þær skipi efsta sæti á lista heldur en í baráttusæti. Niðurstaðan í Framsóknarflokknum sýnir þetta með ótvíræðum hætti. Flokkurinn stærði sig af því í kosn- ingabaráttunni að konur skipuðu efsta sæti í þremur kjördæmum og af því hefði mátt ætla að þessum konum yrði treyst fyrir áhrifastöðum. Engu að síður er raunin sú að hlutfall kvenna í ríkisstjórn batnar ekkert fyrir vikið. Hlutfallið virðist raunar ætla að versna þar sem allt útlit er fyrir að Siv Friðleifsdóttir verði fórnarkostn- aðurinn af forsætisráðherrastóli Halldórs Ásgrímsson- ar.“ Ertu sátt við stöðu kvenna þegar skipað var í ráð- herraembættin? „Ég er mjög sátt við þá leið sem Sjálfstæðisflokkurinn fór. Tvær konur munu sitja í stólum ráðherra. Valið sýnir viðleitni til að koma til móts við þá gagnrýni sem flokkurinn hefur fengið á sig. Nýju ráðherrarnir koma úr sama kjördæminu þar sem þær skipuðu 2. og 4. sæti. Þetta sýnir að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Val Framsóknarmanna er mér ekki að skapi enda var aug- sýnilega gengið framhjá Jónínu Bjartmarz, oddvita flokksins í Reykjavík suður, til að koma Árna Magnús- syni í stól ráðherra. Hann var í 2. sæti í Reykjavík norð- ur og er ólíkt Jónínu nýliði á þingi.“ Af 18 nýjum þingmönnum eru 3 konur. Heldurðu að þetta hlutfall gefi vísbendingar um það sem koma skal, þ.e. hlutfall kvenna og karla á þingi í framtíðinni? „Ég veit ekki hversu mikið er hægt að segja um fram- tíðina út frá þessum kosningum. En ef litið er til þeirra flokka sem héldu próflcjör sést að mun fleiri ungir karl- menn tóku þátt en ungar konur. Við þurfum kannski að vera duglegri við að fara fram enda virðast stjórnmála- flokkarnir gefa ungu fólki tækifæri þegar eftir því er sóst.“ vera / 3. tbl. / 2003 / 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.