Vera - 01.06.2003, Blaðsíða 20
/ BLOGG BLOGG BLOGG...
Nornasveimurinn
http://hexia.blogspot.com/
30.1.03
Óþægilegt hvað þessi vinna slítur
alltaf í sundur fyrir manni daginn.
Annars er ég búin að ákveða það að
hætta fljótlega að vinna alveg og
fara bara á lífeyri eða vinna einstöku
sinnum í sérverkefnum. Það er alltaf
hægt að vinna þau þegar maður
hefur ekkert annað við tímann að
gera yfir vodkaglasi og flögum. Er
alla vega búin að átta mig á því að
það er ekkert vit að vera að vinna á
einhverjum BSRB tíma, þ.e. 9-17
fimm daga vikunnar. Líkamsklukkan
mín er alla vega ekki í samræmi við
BSRB klukkuna.
Hasar og háskaleikir í stór-
borginni
http://karamella. blogspot.com/
Wednesday, June 18
Það er enn allt á floti hérna sem er
vont fyrir okkur lúðana sem höfum
ekki efni á einkabíl og reiðum okkur
á fjóra jafnfljóta og strætó. En það
gaf mér þó tækifæri til að vera Flor-
ence Nightingale fyrir 21. öldina. Á
leiðinni úr jafningjafræðslunni yfir í
vinnuna mína í Hagstofunni
rambaði ég á orm sem var að synda
í polli í Nóatúni. Blíðum höndum fór
ég um greyið þegar ég greip um
búkinn á honum og henti honum í
næsta beð. Reyndar sá ég síðan tvo
aðra orma á leiðinni, sem skriðu
makindarlega um gangstéttirnar,
en var þá of löt til að hjálpa þeim.
Einn af hverjum þremur. Ég kalla
þetta nú bara góðan árangur. lens
aldri hefur t.a.m. fyrir reglu að nafn-
greina aldrei þau sem næst henni
standa en hefur þess í stað gefið
þeim gælunöfn sem skírskota að ein-
hverju leyti til raunverulegra nafna
þeirra eða stöðu. „Efnafræðistúdent-
inn" og „Eldfjallið" eru dæmi um
þetta. Raunar huga margir að slíkri
persónuvernd að einhverju leyti en
færri bloggarar - og raunar ákaflega
fáar konur - hafa það að markmiði að
tala aldrei um persónuleg mál enda
gerir dagbókarformið þeim oftast
örðugt um vik.
Karlkyns vinur minn tjáði mér um
daginn að honum þætti skemmti-
legra að lesa blogg kvenna vegna
þess að það væru meiri líkur á því að
konur færu „yfir strikið" í ógáti því að
þær væru meiri tilfinningaverur. Með
þessu viðurkenndi vinur minn að
hann læsi blogg vegna einhvers kon-
ar gægjuhneigðar eða löngunar til að
vita meira um líf náungans en náung-
inn vill í raun segja.
Við flakk um bloggsíðurnar er það
nokkuð Ijóst að konur blogga meira
um tilfinningamál sín og þær fara
lengra í því að segja frá persónulegum
högum sínum en karlmenn. Þetta er
vitaskuld ekki algilt. Það eru margir
karlar sem fara langt í að segja frá sín-
um fjölskylduhögum og dýpstu tilfinn-
ingum og það eru til konur sem blogga
bara um þjóðmál og sniðugheit.
Forvitnilegt er líka að velta því fyr-
ir sér hvort konur bloggi meira um
svokölluð kvenleg mál, svo sem
börnin sín, heimilisstörfin og útlitið.
Eftir lauslega rannsókn á þessu kom í
Ijós að karlar og konur blogga nokk-
uð jafnt um börn og heimilisstörf en
útlit sitt blogga karlar aldrei um.
Blogg um aukakíló finnst til að
mynda ekki á bloggsíðum karl-
manna:
Ég veit ég gefmig út fyrir að vera ein-
staklega yfirveguð manneskja með ailt
mitt á hreinu. Fyrirmyndarhúsmóðir
KONUR BEITA EKKI HVER AÐRA SLÍKUM ÞRÝSTINGI Á
BLOGGINU, EFTIR ÞVÍ SEM ÉG KEMST NÆST. ÞÆR GETA FAR-
IÐ MÖRGUSINNUM YFIR STRIKIÐ OG VERIÐ TALDAR KOL-
RUGLAÐAR FYRIR VIKIÐ EN ENGINN INNAN BANDALAGS
ÞEIRRA SEGIR NEITT
og draumaeiginkona.Yfirmaður á upp-
leið og tek ávallt hlutum með stóiskri
ró. Lesendur góðir, ég hef blekkt ykkur
hrapallega. Ég er bara feitur 24 ára
skyndibitafíkill sem er ennþá i menntó
og er afskaplega óánægð með sjálfa
mig, stöðugur gestur hjá sálfræðingum
og geðlæknum borgarinnar. En i morg-
un voru teknar stórar ákvarðanir. Ég
ætla bara að borða franskar einu sinni
í viku. Ég ætla að trappa geðlyfin niður
smátt og smátt og hætta frekar á að ég
verði óhamingjusöm og þunglynd - allt
fyrir vigtina.
Karlar virðast líta fremur á blogg
sem underground fjölmiðil og þeir
taka fremur afstöðu til þjóðfélags-
mála og stjórnmála. Þeir tjá sig meira
um mál sem hafa verið í fréttum, s.s.
ræningjana í Landsbankanum,
barnaklámsmálið - þá sem eru utan-
aðkomandi. Konur halda sig meira í
sínum heimi.
Tilfinningablogg
Freistandi er því að velta fyrir sér
hvort sama strikið hentar bæði körl-
um og konum. Skyldi þurfa meira til
þess að konur teljist hafa farið yfir
strikið en karlar?
Bræðurtveir halda báðir úti blogg-
síðum. Eins og reglur bloggsamfélags-
ins gera ráð fyrir vísa þeir hvor á annan
með tenglum. Bræðurnir hafa fram að
þessu tilheyrt þeim sem ekki blogga
mikið um persónuleg mál heldur lagt
sig fram um að segja hnyttnar sögur
og taka afstöðu til ýmissa hluta. I
seinni tíð hefur yngri bróðirinn þó
þokast nokkuð af leið. Hann er sýni-
lega ástfanginn og er staddur í útlönd-
um fjarri elskunni sinni. Fyrir nokkru
nefndi hann elskuna á nafn og sagðist
sakna hennar mjög.
Fáum dögum seinna breytti eldri
bróðirinn tenglinum sem áður vísaði
til menntunar yngri bróðurins og
vitsmuna (Latinublogg) en setti í
staðinn tengil sem benti á vanmátt
hans við að hemja tilfinningar sínar
(Sentimentalblogg).
Þarna var eldri bróðirinn að veita
þeim yngri áminningu um að sleppa
sér ekki yfir í tilfinningablogg heldur
halda sig innan þeirra ósýnilegu marka
sem hópurinn hafði sameinast um.
Fleiri dæmi eru um að karlar sem
standa í skjallbandalagi beri ábyrgð á
því að halda hinum réttu megin við
strikið:
20 / 3. tbl. / 2003 / vera