Vera - 01.06.2003, Blaðsíða 52

Vera - 01.06.2003, Blaðsíða 52
Sigrún Gunnarsdóttir / HEILSA Uppsprettur heilbrigðis »Verkefni kennara, ráðgjafa og stjórnenda er oft á tíðum hvatning og leiðsögn við leitina að sannleikanum; leitina að sannleikanum um bestu þekkingu, bestu leiðir til úrbóta og bestu leiðir til að stjórna og reka fyrirtæki. Á svipaðan hátt er það verkefni ráðgjafa á sviði heil- brigðismála, s.s. lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara og sálfræð- inga, að hjálpa okkur við að finna sannleikann um heilsu okkar, ástand hennar oq leiðir til að styrkja hana eða bæta. hlutina er nær sannleikanum og líklegri til að njóta lífs- gæða, eins og rannsóknir Antonovskys hafa sýnt. Kenning Antonovskys er víða til grundvallar uppeldis- stefnum og vinnuverndarstarfi þar sem fólk er styrkt til að ná yfirsýn, skerpa skilning, viðráðanleika og að sjá merk- ingu verkefnanna. Fróðlegt er að heyra útlistanir á því hvernig skerpa má yfirsýn barna með því að leggja áherslu á jafnvægi örvunar og umhyggju. Með hæfilegri örvun og áskorunum lærir barnið að takast á við ný verkefni um leið og umhyggjan er ífyrirrúmi. Þannig er sýntfram á að skiln- ingur styrkist, barnið ræður betur við verkefnin og skilur betur tilgang verkefnanna. Þetta leiðir síðan til yfirsýnar sem er kjarninn í salutogenesis. Uppeldisaðferðum af þessu tagi má lýsa sem ástríkum aga eða styrkjandi stjórn- un þegar fullorðnir eiga í hlut. Styrkjandi stjórnun er merki farsælla stjórnenda sem grundvallast á frelsi einstakling- anna og tækifærum þeirra til að njóta eigin hæfileika und- ir styrki stjórn leiðtoga. 4* Um leið og við samþykkjum slíka ráðgjöf fer oftar en ekki sjálfkrafa af stað keðja afneitunar og afsakana sem hindra að sannleikurinn taki sér bólfestu í hugum okkar og gegni þar áhrifamikilli stöðu. I stað þess að fagna orðum sann- leikans rekum við áfram umvafin hálfum sannleika og höldum áfram að fara yfir strikið eða undir það varðandi hollustu og góða hætti. Sannleikurinn er oft sár og kallar stundum á fórnir og nýja forgangsröðun. Með þrautseigju og þolinmæði, umburðarlyndi og ástríki tekst þetta nú oft- ar en ekki og þá Ijúkast upp orðin um að sannleikurinn geri okkurfrjáls. Að hafa yfirsýn Sjálfsþekking og þjálfun styrkir öryggið og skerpir skilning og yfirsýn. Með yfirsýn sjást tækifærin sem leynast á bak við hindranir og eigin styrk og í Ijós kemur innri kraftur heilbrigðisins sem frussast fram eins og kraftmikill foss sem á sér engin takmörk. Þennan innri kraft kallar Aron SÁ/SÚ SEM SKILUR OG RÆÐUR VIÐ HLUTINA ER NÆR SANNLEIKANUM OG LÍKLEGRI TIL AÐ NJÓTA LÍFSGÆÐA, EINS OG RANNSÓKNIR ANTONOVSKYS HAFA SÝNT Antonovsky „salutogenesis" þar sem saluto vísar til heil- brigðis og genesis til uppruna og mætti því kalla upp- sprettur heilbrigðis. Einkenni salutogenesis er að sá hinn sami hefur yfirsýn sem Antonvsky kallaði „sense of coher- ence". Yfirsýnin hefur síðan á sér þrjú aðalmerki; skilning, viðráðanleika og merkingu. Þannig erum við aftur komin að hlutverki sannleikans. Sá/sú sem skilur og ræður við Uppspretturnar eru innra með okkur Heilbrigðið verður til á meðan við erum upptekin við önn- ur störf, svo talað sé á nótum John Lennon. Heilbrigðið verðurtil í skólanum, í vinnunni og heima hjá okkur. Heil- brigðið verður til í erli hversdagslífsins þó afmarkaðar stundir til heilsuræktar séu gulls ígildi. Hvernig tekst okkur að flétta saman verkefnalista hversdagslffsins þannig að uppsprettur heilbrigðis fái tækifæri til að renna fram og efla vellíðan okkar og lífsgæði? Ein leið til þess er að með- taka þann sannleika að við erum frjáls í aðstæðum okkar, i huga okkar og hugsunum og halda síðan áfram leitinni að sannleikanum með ráðgjöf, stuðningi, örvun og um- hyggju. Við sjálf erum þau sem dæmum um hvað við vilj- um og hvers við erum megnug. Þrátt fyrir hindranir og lík- amlegar takmarkanir má njóta lífsgæða svo að ótrúlegt virðist. Hversu oft njóta ekki sjúkir og fatlaðir stundanna a dýpri og merkingarbærri hátt en oft er hjá hinum sem allt hafa? Uppsprettur heilbrigðis og vellíðunar eru innra með okkur. Verkefni okkar er að virkja eigin vilja og sköpunar- mátt og grípa tækifærin, stór og smá, til að hlúa að heils- unni og þeim gæðum sem okkur eru gefin. 52/3. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.