Vera - 01.06.2003, Blaðsíða 61

Vera - 01.06.2003, Blaðsíða 61
Flokkarnir: Hlutfall kvenna á þingi eftir kosningar Samfylkingin Vinstri grænir Framsókn Sjálfstæðisflokkur Frjálslyndir J45%. 20 þingmenn, 9 konur 40%. 5 þinqmenn, 2 konur í 33%. 12 þinqmenn, 4 konur HH18%. 22 þingmenn , 4 konur 0%. 4 þingmenn, engin kona Kjördæmin: Hlutfall kvenna á þingi eftir kosningar Suðvestur Reykjavík suður Norðaustur Reykjavík norður Suður Norðvestur :;;j : 54%. Sex konur af 11 36%. Fjórar konur af 11 /30%. Þriár konur af 10 ;27%. Þrjár konur at 11 'J! 20%. Tvær konur af 10 §10%. Ein kona af 10 Áherslur Samfylkingarinnar gerðu það að verkum að ein af grundvallarspurningum femínisma varð að heitu kosningamáli, þ.e. hversu mikla áherslu eigi að leggja á kyn fólks. Sjálfstæðiskonur brugðust ókvæða við aug- lýsingum Samfylkingarinnar: „Ekki skal velja konu ein- göngu vegna þess að hún er kona - en heldur ekki hafna henni af þeim ástæðum. Um karla gildir auðvitað hið sama,“ segir í grein eftir Björgu Einarsdóttur rithöfund sem skipaði heiðurssæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður. Fyrir kosningarnar ætli konur einn ganginn enn „að gefa kost á sér til frantboðs sem kyn- verur og uppskera þannig flýtiframgang.“ Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokks segir í grein á vefsíðu Sjálfstæðisflokksins að meta eigi einstaklinga á grundvelli hæfileika og getu, óháð kynferði. Auglýsingar Samfylkingarinnar séu í raun móðgun við konur. Gefið sé í skyn að konum nægi að kjósa frambjóðanda af sama kyni, óháð málefnum. Hún talar um úreltar vinstri hugmyndir um að jafnrétti kynjanna náist með forréttindunr fárra kvenna, eða með því að stilla kynjunum upp í andstæðar fylkingar. Bak við orð um jafnrétti sé lítil alvara og misrétti beitt þegar það er talið þjóna málstaðnum betur. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir telur að skilaboð Samfylkingarinnar hindri konur í jafnréttisbaráttu sinni. Aðferðafræði sem byggi á því að kynferði sé valið frarn yfir aðra eiginleika sé hafnað af flestum jafnréttissinnum. Jafnrétti felist í að einstaklingar séu metnir að verðleikutn án tillits til kyns. Framsóknarfólk tók í sama streng. „Mér finnst Sam- fylkingin sýna kjósendum lítilsvirðingu og reyna að blekkja þá til að halda að kyn franrbjóðenda skipti öllu máli og annað engu máli,“ segir Jónína Bjartmarz þing- kona Framsóknarflokks í grein frá 22. apríl. Margrét Sverrisdóttir frambjóðandi Frjálslynda flokksins bland- aði sér einnig í deiluna. Hún benti á að konur séu ekki metnar að verðleikunr og samfélagsmyndin feli í sér kúgun kvenna. Stúlkur hafi færri fyrirmyndir í valda- stöðum og ímynd stjórnmálamanna sé karllæg. „Þátt- taka lcvenna í stjórnmálum snýst að mestu urn baráttu gegn ríkjandi gildum og mér finnst sérstaklega súrt í broti að konur skuli taka undir þann söng að hún snú- ist eingöngu unr hæfni og verðleika," segir Margrét. Skiptir hlutfall kynjanna á Alþingi máli? Og hvað á manni svo að finnast um þetta allt saman? Ef ekki má kjósa eftir kyni frambjóðenda, skiptir þá kannski engu máli liversu margar konur eru á þingi eða hvort nokkrar konur eru yfirhöfuð á þingi, ekki frekar en það skiptir máli livort rauðhærðir eru á þingi? Það held ég að fæstar konur samþykki. Jafnréttisráð og Jafnréttisstofa lýstu yfir vonbrigðum með hlut kvenna á þingi eftir kosningarnar. Lagt er til að stjórnvöld ráðist nú þegar í verkefni til að snúa þró- uninni við. Kanna þurfi hverjar ástæðurnar kunna að vera og bregðast við þeim með aðgerðunr þannig að við næstu kosningar verði hlutfall kynjanna á þingi sem næst hlutfalli karla og kvenna á íslandi. Lagt er til að verkefnisstjórn verði skipuð fulltrúum þingflokkanna. Ráðinn verði sérstakur starfsmaður, íjármagni veitt til rannsókna og lagðar fram tillögur um aðgerðir í kjölfar- ið. Fyrstu niðurstöður og tillögur liggi fyrir 24. október 2004. Þetta virðist reyndar skynsamlegur leikur þar sem enginn virðist hafa á takteinum ráð til að snúa þróun- inni við en flestir viðurkenni vandann. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir segir á tikin.is: „Það er slæmt að konur skipi ekki stærri sess í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. ... Á ferðinni er vandamál sem að flokkurinn verður að taka á og vandamál verða ekki leyst nema þau séu viður- kennd.“ Það er vissulega byrjunin. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í viðtali við Fréttablaðið eftir kosning- ar að konum væri ekki gert nógu hátt undir höfði, þær EF EKKI MÁ KJÓSA EFTIR KYNIFRAMBJÓÐENDA, SKIPTIR ÞÁ KANNSKI ENGU MÁLI HVERSU MARGAR KONURERU Á ÞINGI EÐAHVORTNOKKRARKONUR ERU YFIRHÖFUÐ Á ÞINGI? næðu eklci nógu ofarlega á lista. Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir sagði að jafnvel gæti þurft að endurskoða prófkjör í þessu tilliti eða nota prófkjör samhliða annarri aðferð við uppröðun á lista. I raun virðast engar lausnir liggja fyrir og því síður sátt um þær. Því er ef til vill ekki vanþörf á að kanna málið vel og setja svo fram tillögur. Hér er hins vegar einungis um tilmæli til stjórnvalda að ræða og ekki víst lrvort farið verði eftir þeirn. Víti til varnaðar 18 nýir þingmenn setjast á Alþingi Islendinga eftir þess- ar kosningar. Þar af eru þrjár konur. Eru þetta framtíð- arhlutföllin á þingi og sú skipting sem við viljum sjá? Eru fleiri en ég reiðar yfir að þurfa að bíða í íjögur ár eftir að leiðrétta hlut kvenna á þingi? Getum við hindr- að að niðurstaðan þá verði svipuð eða verri? Það virðist full ástæða til að reyna að tryggja með öllurn tiltækum ráðurn að svo verði ekki. Allir eru sammála um að kon- ur skortir eltki vilja. Innan flokkanna er nóg framboð af hæfum lconum sem vilja kornst að. Þær virðast hins veg- ar ekki fá tækifæri. Það eina jákvæða við úrslitin er að þau skuli hafa vakið slíka hneykslun og ákall urn við- brögð. Við þurfum að láta okkur þessar kosningar að kenningu verða. vera/3. tbl. / 2003 /61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.