Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Síða 3

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Síða 3
TIMARIT VERKFRÆÐIIMGAFÉLAGS ÍSLAIMDS 3.-6. hefti 19 60 45. árg. RÁÐSTEFNA ÍSLENZKRA VERKFRÆÐINGA 1960 ÁVARPSORÐ Eftir Steingrím Jónsson, verkfræðing. Háttvirta samkoma. Góðir gestir og félagsmenn: Pyrir hönd undirbúningsnefndar þessa móts býð ég yður alla hjartanlega velkomna til þessarar hinnar fyrstu ráðstefnu íslenzkra verkfræðinga. Verkfræðingafélag Islands var stofnað 1912 með 13 meðlimum. Það óx hægt í byrjun, en örara siðan, svo að nú eru meðlimir 280. Árið 1940 var stofnuð fyrsta sérdeild innan félagsins, félag rafmagnsverkfræðinga. Síðan hafa verið stofnaðar smám saman aðrar deildir i aðalgreinum verkfræðinnar. Eftir því sem félagið hefur vaxið og félagsdeildir verið stofnaðar, hefur félagsmönn- um orðið ljóst, að starfshættir aðalfélagsins hlytu að taka nokkrum breytingum frá því sem áður var, meðan félagið var fámennt og óskipt. Fyrir tveim árum var þvi skipuð nefnd til að athuga hvort eigi væri tími til kominn að efna til ráðstefnu meðal íslenzkra verkfræð- inga, og til að undirbúa slíka ráðstefnu, ef tiltækilegt þætti. Það hefur tekið lengri tíma hjá nefndinni, en ætlað var í upphafi og þótt svo sé, er ráðstefna þessi samt um sumt miður undirbúin en æskilegt hefði verið. Var það ætlun okkar að vanda vel til ráðstefnunnar, svo að hún gæti orðið að sem mestu gagni og félaginu til sóma. Undirbúningsnefndin var einhuga um það, að eigi skyldi taka fyrir mörg málefni á sjálfri ráðstefnunni, þótt af nógu væri að taka, heldur bæri að taka fá mál og gera þeim því betri skil. Við völdum saman tvo málefnaflokka, er við töldum einna mikilvægasta og mest áríðandi að gera mönnum ljóst, hversu ástatt væri hjá okkur í þeim málum og hversu mjög okkur væri þar áfátt, þrátt fyrir miklar framfarit- á mörgum svið- um hina síðustu áratugina. Annað þessara málefna var æðri tæknileg menntun í verkfræðum og náttúrufræðum, en hitt er vélvæðing og vinnuhagræðing í íslenzkum atvinnuvegum og mann- virkjagerð. 1 sambandi við fyrra málefnaflokkinn hefði mátt einnig bæta við lægri tæknilegri menntun á landi hér, þvi hún er mjög á eftir tímanum. En betur þótti fara á þvi að einbeita sér að háskólamenntuninni sér- staklega, enda var það fremur á sviði V.F.l. að rök- ræða og styðja. Siðari málefnaflokkurinn var valinn meðfram í þvi skyni að sem flestir félagsmenn gætu átt þar nokkurn hlut að, með því að leggja til undirstöðuritgerðir, hver frá sínum verkahring, um hvernig ástatt væri um vél- væðingu og vinnuhagræðingu í hans grein. Hafa margir félagsmanna brugðist vel við þessu og allmargar góðar ritgerðir hafa komið fram, er ég vona að við megum birta siðar, vegna fróðleiks þess, er þær hafa að geyma. En þótt margar ritgerðir kæmu fram, varð þó fljótt ljóst, að þær einar gætu ekki orðið grundvöllur að yfirlitser- indi því, er flytja skyldi á ráðstefnu okkar, því vélvæð- ing í atvinnuvegum okkar er svo nýleg, misjöfn og fá- breytt, að samfellt yfirlit á borð við það, sem fáanlegt væri í iðnþróuðum löndum, verður ekki komið við hér. Varð því ljóst, að semja yrði yfirlitserindið á breiðara grundvelli. Þetta hefur gert framsögumönnum okkar erfiðara fyrir, en áhugi þeirra á málefninu hefui' yfir- unnið alla örðugleika. Það er eigi tilgangurinn hér í stuttu ávarpi að rekja þau mál nánar, það er verkefni ráðstefnunnar, og munu okkar ágætu framsögumenn gera þessum málum góð skil, og ég vænti þess að ýmsir félagsmenn gerist þátt- takendur í umræðum á eftir þann stutta tíma, sem þeim er markaður. Við höfum einnig talið rétt að fá fram á ráðstefnu þessari nokkurn samanburð við önnur Norðurlönd, svo að enn ljósara mætti verða, af þeim samanburði, hvar við sjálfir værum á vegi staddir. Við höfum verið svo heppnir að fá danskan framámann, sem athugað hefur menntamál í landi sínu á sviði vísindalegra tæknirann- sókna, en þar í landi, svo sem víðar í hinum stóru iðn- aðarlöndum, eru þessi mál mjög til umræðu og svo virð- ist, sem menn séu þar yfirleitt á þeirri skoðun, að mik- illa úrbóta sé þörf í menntamálunum á þessum sviðum, ef löndin eigi ekki að dragast aftur úr i samanburðin- um við enn stærri lönd. Við höfum fengið norskan mann, er starfað hefur sem ráðunautur á iðnaðarmálasviðinu í landi sínu og sem

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.