Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Page 6

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Page 6
36 TlMARIT VPl 1960 Verðmæti fiskiskipaflotans jókst um 243% frá 1944— 54. Talið er, að í árslok 1958 hafi um 933 millj. kr. verið bundnar í fiskiskipum (á verðlagi þess árs), þar af ríf- lega helmingur í bátum. Eftirfarandi tölur gefa lauslega hugmynd um fiskveið- ar Islendinga á ýmsum tímum: ■< Heildarfiskafli. í»ús. lestir is p eð S » 11 ~ <v p > m Afli pr. sjómani Lestir Fjöldi fiskiskipu Yfir 12 br.l. Fjöldi fiskiskipíi Undir 12 br.l. — cð -> ■ g 5 £ S *P 10 Ö b S- cð V n £ 1905 45.5 10.385 4.4 169 1944 59,32) 1939 349.2') 6.601 53 372 820 87,48) 1957 515.8 6.208 83 573 389 92,6 Tölur um sjómannafjölda gefa varla rétta hugmynd um raunverulegan fjölda vinnueininga. Samanburður milli tveggja síðari áranna ætti þó að vera nærri lagi. Verulegar breytingar eiga sér stað í veiðitækni Is- lendinga á þessari öld. Til viðbótar við handfæri og línu, sem aðallega höfðu verið notuð áður fyrr, koma, um og eftir aldamót, ýmsar tegundir áður óþekktra netaveiðar- færa, svo sem reknet og herpinót, botnvörpur, dragnæt- ur og síðar nýjar útgáfur þessara veiðarfæra, s. s. hringnætur, flotvörpur o. fl. Notkun gerviefna til veið- arfæragerðar hefst upp úr 1950 og ryðja þau sér sífellt meira til rúms og er nú, tíu árum síðar, útlit fyrir, að þau komi algjörlega í stað efna úr jurtaríkinu. Fjöldi hjálpartækja er tekinn í notkun þegar á öld- ina líður, svo sem ýmis konar spil, mælitæki og fisk- sjár, sem ekki verður lýst hér nánar, en hafa eins og nýjungarnar á sviði veiðarfæra ómetanlegt gildi fyrir fiskveiðarnar. Það, sem skiptir sennilega mestu máli fyrir framtið fiskveiðanna hér við land eru hafrannsóknir og ráðstaf- anir byggðar á þeim, s. s. hæfileg verndun einstakra fiskstofna. Er augljóst, að án hagnýtra fiskirannsókna og ýmissa undirstöðurannsókna, fæst ekki sú þekking, sem þarf til skynsamlegrar nýtingar hinna einstöku fiskstofna. Iðnaður. er atvinnustarfsemi, sem breytir gæðum efni9lega eða vélrænt í nýjar afurðir. Það er einatt á reiki, hvað átt er við með hugtakinu iðnaður og þykir því vissara að taka fram, að vinnsla landbúnaðar- og sjávarafurða verður hér talinn til iðnaðar, en byggingariðnaður í sér- flokki með mannvirkjagerð, þai' sem annars er ekki getið. Vinnsla landbúnaðarafurða. Aðalvinnslugreinarnar eru þrjár, ullar-, mjólkur- og kjötiðnaður. Vélræn vinnsla i ullar- og mjólkuriðnaði hefst hér á landi um síðustu aldamót, en í kjötiðnaði um 1920. Eru nú starfandi í landinu fjórtán mjólkurvinnslu- stöðvar og -bú. Þekktast er Mjólkurbú Flóamanna, sem mun að stærð og öllum tæknilegum útbúnaði standa mjög framarlega þótt leitað sé víða um lönd. Kjöt- vinnsla á sér enn aðallega stað í sambandi við sölu og dreifingu kjötvara, og telst því i fáum tilvikum sjálf- ’) Raunverul. meðalafli 1937—41. =) MeSaltal 1901—05. •’) Meðaltal 1936—40. stæður atvinnurekstur. Sútun, leðuriðnaður og gólfteppa- gerð eru aðrar helztu vinnslugreinar landbúnaðarafurða. Vinnsla sjávarafurða. Framan af öldum er herzla svo til einasta fiskgeymslu- aðferð, sem hér tíðkast, enda þótt söltun muni hafa þekkzt. Fyrir miðbik 19. aldar er saltfiskverkun þó orðin rikjandi og minnkar skreiðarverkunin óðfluga, þannig, að útflutningur hennar á þessari öld á sér ekki stað fyrr en 1935. Fyrsta áratug þessarar aldar er þann- ig mestur hluti aflans, þorskur og síld, saltað. Sildar- verksmiðja tekur til starfa 1911 til framleiðslu mjöls og lýsis og skömmu fyrir fyrri heimsstyrjöldina tóku togarar að sigla með ísvarinn fisk. Um og eftir 1930 hefs't svo frysting hér á landi og einnig framleiðsla fiskmjöls að nokkru ráði (fyrsta beinamjölsverksmiðjan byggð 1912). Vinnsla karfamjöls hefst nokkru síðar og sömuleiðis framleiðsla skreiðar á ný, til útflutnings. Framl. lýsis, sem sennilega hefur verið þekkt frá upphafi vega, og stimdum verið útflutningsvara fyrr á öldum, tek- ur að færast i nútíma horf, þegar kemur fram á öldina og hvalvinnsla hefst hér að ráði aftur 1948, (um aldamót höfðu hákarlaveiðar verið mikið stundaðar vegna lifr- arinnar). Þá má einnig nefna, að niðursuða sjávarafurða hefst hér upp úr aldamótum án þess, að hún hafi til þessa náð að verða meðal veigameiri vinnslugreina, en áhugi virðist nú mjög vaxandi fyrir þessari grein, Þetta er í mjög grófum dráttum tímatal, sem markar nýjar greinar í fiskiðnaði landsmanna. Eftir því sem líður á öldina leggja landsmenn kapp á að auka verðmæti þess afla, sem dreginn er á land, bæði með nýjum vinnsluaðferðum og sömuleiðis með því að nýta hráefnið betur en áður, m. a. með stóraukinni vinnslu úrgangs, sem áður urðu lítil eða engin verðmæti úr. Sé litið á hagnýtingu fiskafla þjóðarinnar s. 1. þrjú ár (1957—59), sem var rúml. iy2 millj. tonna, kemur i ljós að hundraðshlutaskipting hans milli vinnslugreina er þannig: Fiskur til frystingar 45,0% Síld i verksm. 16,5% Fiskur til söltunar 14,5% Fiskur til herzlu 8,1% Síld til söltunar 7,8% Síld til frystingar 2,8% Isaður fiskur 2,7% Annað (í verksm., til nið- ursuðu (262 t)) o. fl. 2,6% Þessi skipting gerir enga grein fyrir vinnslu úrgangs, en gríðarlega mikið fellur til af honum, og þá fyrst og fremst frá frystihúsunum. Engin leið er að gera grein fyrir vélvæðingu í fisk- iðnaði hér, svo að gagni sé. Þó er ekki unnt að tala svo um fiskiðnað, að ekki sé þess getið, að hraðfrysting fisks hefur orðið stóriðja á 30 árum og var frys'tur fisk- ur 39,1% af útflutningsverðmæti 1959. 1 mörgum stærri frystihúsunum hafa flökunarvélar verið teknar í notkun og yfirleitt reynzt mjög vel. Ryðja slikar vélar sér mjög til rúms og er þær til dæmis að finna í hinum stóru verksmiðjutogurum Þjóðverja og Englendinga. Árið 1960 voru frystihúsin orðin 85. Framleiðsla þeirra var alls um 83 þús. tonn og útflutningur tæp 70 þús. tonn 1959. Það virðist verulegur skuggi á þróun þess- arar greinar fiskiðnaðarins, hve smá mörg frystihús- anna eru og hve þau nýtast illa. Þannig mun um helm-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.