Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Page 12

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Page 12
42 TlMARIT VFl 1960 SKÝRSLUR’) verkfræðinga og annarra, vegna ráðstefnunnar: HEIMILDASKRÁ ALMENNAR HEIMILDIR') Fjármálatíðindi, Hagfræðideild Landsbanka Islands (Töflur nr. 1, 3, 4 og 5: 3. hefti 1959). Freðfiskiðnaður íslendinga, Othar Hansson, verkfr., Iðn- aðarmál, 3.—4. hefti 1960, Iðnaðarmálastofnun ísl. Forhandlinger ved Det Nordiske Nationalökonomiske Möde 1958, Nielsen & Lydiche, Khöfn, 1959. Iðnaðarskýrslur 1953, Hagstofa Islands, 1958. Lækkun húsnæðiskostnaðar, Iðnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans, Byggingarefnarannsóknir 1960. Manntal á Islandi 1950, Hagstofa Islands 1958. Orkumál, Raforkumálastjóri (nr. 3, 1960). Sjávaraflinn og útflutningsverzlunin, Már Elísson, hagfr., Ægir, afmælisrit 1959, Fiskifélag Islands. Skipastóllinn, Arnór Guðmundsson, skrifstofustj., sama rit. Skrá um íslenzk skip 1960. (Tafla nr. 2). Tæknimenntun og fjárfesting, Sveinn Björnsson, verkfr., Iðnaðarmál, 1.—2. hefti 1960. tír þjóðarbúskapnum, Framkvæmdabanki Islands (nr. 3, 1956). Þróun raforkumála á Islandi, Iðnaðarmál, 4. hefti, 1957. ') Útgáfust. Rvlk. neina annað sé tekið fram. Byggingarefnarannsóknir; Haraldur Ásgeirsson, verkfr. Fiskveiðar; Vilhjálmur Guðmundsson, verkfr. Framleiðsla áburðar; Runólfur Þórðarson, verksm.stj. Framleiðsla á vörum úr steinsteypu; Rögnvaldur Þor- kelsson, verkfr. Framleiðsla sements; Dr. ing. Jón Vestdal, forstj. Frysting fisks; Ólafur Gunnarsson verkfr. og Helgi Þórðarson verkfr. Islenzkar hafrannsóknir og gildi þeirra fyrir þjóðarbúið; Unnsteinn Stefánsson, verkfr. Jarðrækt; Dr. Björn Jóhannesson, verkfr. Kjötiðnaður; Páll Lúðvíksson, verkfr, Línulagnir í ábótarvinnu; Eiríkur Briem, frkv.stj. Logsuðugasframleiðsla; Valgeir Björnsson, hafnarstj. Mjólkuriðnaður; Þórhallur Halldórsson, mjólkuriðnaðarfr. Mjöl, lýsi og aukaefni; Björn Bergþórsson, efnafr. Raftækjaframleiðsla; Axel Kristjánsson, forstj. Saltfiskverkun. Geir Arnesen, verkfr. Skreiðarverkun; Sig. B. Haraldsson, verkfr. Steinstólpagerð; Ólafur Tryggvason, verkfr. Trésmiðaiðnaður; Sveinn K. Sveinsson, verkfr. Vélabúskapur; Haraldur Árnason, frkv.stj. Vélræn netaframleiðsla; Sveinn Björnsson, verkfr. Vinnsla, dreifing og sala raforku; Steingrímur Jónsson, rafmagnsstjóri. -) Flestar prentaðar á bls. 55—78. FJÁRFESTING OG ÞRÓUN Eftir dr. Gunnar Böðvarsson, verkfræðing INNGANGUR. Undanfarnir áratugir hafa verið tímabil mikillar efnahagslegrar framvindu um allan heim. Einkum á þetta við um árin eftir ófriðinn 1939—1945. Flest lönd Norðurálfu hafa risið úr rústum styrjaldar með meiri blóma en áður. Má segja, að framvindan hafi orðið meiri en margur hafði talið mögulegt. Samhliða þessu gefa menn lögmá'um framvindunnar nú meiri gaum en áður. Hagfræðilegar athuganir og rann- sóknir eru stundaðar í æ ríkara mæli og gagnasöfnun er mikil, enda þótt segja megi, að þar sé margt misjafnt að gæðum. Samband fjárfestingar og efnahagslegrar framvindu er nú eitt meginefni hagfræðilegra rannsókna. Menn hafa tekið upp þann hátt að meta og reikna vinnslu starfs- greina og þjóðfélagsheilda og kanna samband tímabreyt- inga vinnslunnar og fjármunamyndunar. Á grundvelli reynslu liðinna tíma gera menn spá um framtíðina. Vinnslan er venjulega metin á markaðsverði í hverju landi og er ýmist reiknuð verg (brúttó) eða hrein (nettó) vinnsla. Siðari stærðin er verg vinnsla að frádregnum eðlilegum afskriftum og/eða hráefnakostnaði. Niður- stöðutölur má síðan deila með fjölda starfsmanna eða þjóðfélagsþegna og reikna þannig vinnslu á mann. Fjár- festingu má einnig meta á líkan hátt. Þessir reikningar verða skýrðir nánar hér á eftir. Hér á landi hefur málum þessum ekki verið gefinn vei-ulegur gaumur. Veldur þessu ýmist skortur almennra gagna og einnig nokkuð áhugaleysi manna almennt. Er þetta bagalegt þar sem athuganir af þessu tagi virðast einmitt mjög aðkallandi hér á landi. Hér verðui' reynt að drepa á nokkur meginatriði þess- ara mála. Verður þá byggt ýmist á fræðilegum athug- unum og tölulegum gögnum erlendum og innlendum. Að lokum verður reynt að draga nokkrar ályktanir um að- stæður hérlendis. Tekið skal fram, að nokkur töluleg gögn, sem notuð verða, einkum þau innlendu, eru ófull- komin, og væri æskilegt, að nákvæmari rannsókn gæti farið fram. Vegna hinna innlendu gagna er rétt að hafa í huga að gera ber greinarmun á efnahagsmálum og fjármálum. Með efnahagsmálum er átt við efnaskipti þjóðfélagsins, en hugtakið fjármál er takmarkað við fjármunaskiptin. Eðlilegt væri, að verðlag væri þannig, að fjárkerfið

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.