Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 23

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 23
TlMARIT VFI 1960 53 Islandi, og eykur hina erlendu skuldabyrði umfram það sem þyrfti að vera. Hvaða greinar á að ef'lu ? Sú spurning er að sjálfsögðu oft rædd, i hvaða greinar þjóðarbúskaparins eigi að leggja það fjármagn, sem handbært er hverju sinni. Hvaða greinar þjóðarbúskap- arins á að efla? Hér er rétt að hugleiða enn einu sinni, hvað það er sem við erum i raun og veru að sækjast eftir. Þegar við kaupum nýjan vélbát, sem tæknilega er eins og þeir sem fyrir eru, og gerum hann út við hlið- ina á öðrum samskonar vélbátum, þá aukum við að sjálfsögðu þjóðartekjurnar. Ef um fólksfjölgun er að ræða, þá stækkar þjóðarbúið, þjóðarbúskapurinn. Það þarf ekki að taka verkafólk frá öðrum atvinnugreinum. Aukning verkafólksins gerist með aukningu mannfjöld- ans. En við sjáum strax, að ekki er hægt að greiða verkamönnum, sem eiga að vera á þessum nýja vélbát, neitt hærra kaup heldur en öðrum verkamönnum í land- inu. Tilkoma hins nýja vélbáts þýðir ekki aukin afköst, aukna framleiðni, aðeins aukna framleiðslu. Afköstin eru þau sömu og hjá öðrum sem nota samskonar skip til veiða. Það hafa ekki orðið neinar framfarir að þessu leyti. Lífskjör þjóðarinnar, eins og við orðum það venju- lega, hafa ekkert batnað. Það hefur verið komið í veg fyrir atvinnuleysi, annað ekki. Tökum hinsvegar einhverja verksmiðju og endurnýjum í henni vélakostinn. Hún framleiðir, skulum við segja, ekkert meira en áður. En vegna nýrri og afkastameiri véla kemst hún af með færri verkamenn. Með betri tækj- um framleiða færri verkamenn nú jafnmikið og áður. Framleiðnin hefur aukizt. Lífskjör þjóðarinnar hafa batnað. Að öðru óbreyttu mundi kaupgjaldið í landinu hækka, eða, við sama kaupgjald, kaupmáttur launanna myndi vaxa. Sé varan seld á sama verði og áður, þá er nú hægt að greiða hærra kaup. Sé verð vörunnar lækk- að, þá er ekki hægt að greiða hærra kaup, en neytend- urnir fá bætta afkomu með því að fá vöruna á lægra verði. I öðru tilfellingu er þvi um að ræða aukningu þjóð- arframleiðslunnar. 1 hinu tilfellinu er um að ræða aukn- ingu þjóðarframleiðninnar. 1 báðum tilfellunum er um að ræða tilkomu nýrra framleiðslutækja. En áhrifin á lífskjör þjóðarinnar eru alls ekki hin sömu. 1 báðum þeim tilfellum, sem ég hef rætt um hér að framan, hafa verið keypt ný atvinnutæki, keyptar inn nýjar vélar. Það hafa orðið framfarir í vélvæðingunni, mætti segja. Sé full atvinna, myndu menn sjálfsagt hafa meiri áhuga fyrir þvi tilfellinu, þar sem um er að ræða framleiðniaukningu, þ. e. a. s. endurnýjun vélakosts i fyrirtækjum sem þegar eru í rekstri, Þegar um væri að ræða atvinnuleysi, myndum við hinsvegar hafa mikinn áhuga fyrir hinu tilfellinu. Framleiðslutæki er tekið i notkun til viðbótar þeim framleiðslutækjum, sem fyrir eru, þótt framleiðni hins nýja sé ekki meiri en hinna, sem fyrir eru, og framleiðniaukning þvi engin. I þvi tilfelli fá fleiri verkamenn atvinnu en áður, en við ó- breytt kjör. Ég minntist líka á það, að í því tilfellinu þar sem á sér stað framleiðniaukning, þar getur sú framleiðni- aukning valdið bættum lífskjörum annaðhvort á þann hátt, að verkamennimir, sem vinna að framleiðslunni, fái hærra kaup, en varan seljist á sama verði og áður, eða þá að þeir fái óbreytt kaup og varan seljist á lægra verði. En þá fá allir neytendur hlutdeild í framförun- um og bættum lifskjörum. En það má segja að þetta dæmi sýni einnig að þeir eiga mikilla hagsmuna að gæta, sem vinna í öðrum framleiðslugreinum, heldur en þar, sem framfarirnar verða. Þó að við vinnum i framleiðslu- grein þar sem framleiðnin er óbreytt, geta lifskjör okkar samt batnað, vegna þess að annars staðar í atvinnulif- inu á sér stað framleiðniaukning. En án framleiðniaukn- ingar verður enginn bati á lífskjörunum, þ. e. a. s. án framleiðniaukningar hjá okkur sjálfum eða framleiðni- aukningar hjá öðrum, t. d. erlendis. Verði aukning á framleiðni i matvælaframleiðslu erlendis, þá kaupum við matvörurnar, sem við flytjum inn, ódýrar en áður, verzlunarkjörin batna, eins og við segjum. Við fulla at- vinnu er þá ekki nema um eina uppsprettu að ræða að bættum lífskjörum. Hún er aukin framleiðni innanlands eða utan. Þetta má einnig orða á annan hátt. Meðan lífskjörin eru lökust og við erum fátækust, fer meginþorri tekn- anna í það að kaupa brýnustu lífsnauðsynjar og þá auð- vitað fyrst og fremst til matvælakaupa. Þjóðir eru til, þar sem svo að segja allt, sem til fellur sem tekjur, tekur á sig mynd matvæla. Framleiðsla þessara þjóða er þá auðvitað fyrst og fremst matvæli og fátt eitt annað. Þjóðir eru til þar sem um 90% framleiðslunnar eru mat- væli. En eftir því sem framleiðnin vex, eftir þvi fer minni hluti af tekjunum til matvælakaupa. Við getum þá hugsað okkur að tekjuaukningin gerist á þann hátt, að það verði framleiðniaukning í öðrum greinum heldur en matvælaiðnaðinum, verkafólkið fær hærra kaup, get- ur þess vegna keypt meira af iandbúnaðarafurðum og matvælum en áður, á sama verði, eða að þetta gerist á þann hátt að verkafólkið fær óbreytt kaup, en getur nú keypt meira af vörum öðrum en matvælum, vegna þess að þær hafa lækkað í verði. En það er lika hægt að hugsa sér þessar framfarir á annan hátt, og það er að það verði framleiðniaukning i matvælaframleiðslunni. Landbúnaðarverkamaðurinn af- kastar tvöföldu á við það sem hann gerði áður, eftir að búið var að draga frá kostnaðinn af aukinni tækni. Ef hans lífskjör ekki breytast neitt, mundi verðið á land- búnaðarvörunum lækka um helming. Við fáum jafn- mikið af matvælum og áður, en þurfum ekki að borga nema t. d. helming fyrir þau. Neytendurnir geta nú fengið matvæli sín keypt á helmingi verðs, miðað við það sem áður var. Ef þeir kaupa sama magn matvæla og áður, þá hafa þeir miklu meira en áður til annarra nota. Lífskjörin stórbatna hjá þeim. 1 þessu tilfelli hafa þá framfarirnar gerzt á þann hátt, að framleiðnin í framleiðslu matvælanna hefur aukizt. Nú gerist þessi þróun i reyndinni auðvitað þannig, að það verður á sama tírna framleiðniaukning í iðnað- inum og framleiðniaukning í landbúnaðinum, og enn- fremur það, að ekki fer allur afraksturinn af aukinni framleiðni í landbúnaðinum til neytandans utan land- búnaðarins, heldur rennur nokkur hluti hans til þeirra sem vinna i landbúnaðinum, þ. e. a. s. þeir auka fram- leiðslumagnið en verðlagið lækkar ekki að sama skapi. Afraksturinn af aukinni framleiðni í landbúnaðinum rennur þá til neytendanna almennt, bændanna jafnt sem annarra. Það sama gerist auðvitað þegar framleiðnin eykst í iðnaðinum. Þetta eru veigamikil atriði þegar á að ákveða i hvaða atvinnuvegi eigi að láta fjármagnið. Virðist einsætt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.