Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Síða 35
TlMARIT VFl 1960
65
með sem minnstri fyrirhöfn. Okkar atvinnukerfi snýst
ekki um það að framleiða sem mest magn gasða, það
miðar ekki að hámarki, ekki hámarksframleiðslu. Sú
skoðun er algjör misskilningur. Atvinnukerfi okkar er
þannig að eðli, að það miðar að því að láta okkur hafa
sem mest fyrir sem minnst, þ. e. a. s. sem mest af lífs-
ins gæðum, eins og við metum þau við innkaup okkar,
fyrir sem minnst, fyrir sem minnsta mannlega fyrirhöfn.
Fyrirhöfnin er þá iíkamleg vinna, andleg vinna, eða hún
liggur á sviði siðgæðisins, eins og t. d. sjálfsafneitun í
sambandi við sparnað og fyrirhyggju. Menn fá sem mest
fyrir sem minnst. Framleiðslan miðar að optimum ekki
maximum. Það er eðli einkarekstursfyrirkomulagsins og
markaðshagkerfisins. Ef við viljum leggja þriðjung af
okkar tekjum í húsnæði, þá þýðir það, að þriðjungurinn
af allri framleiðslu verður að vera húsnæði, húsnæð-
isþjónusta. Fjárfesting í húsnæði er heilbrigð.
Hvað svo með sjávarútveginn ? Dr. Gunnar segir, að
við látum aðeins 8,4% af fjárfestingunni í sjávarútveg
og tilheyrandi vinnslu þessi ár, sem hann er að tala um
1954—57. Hvað er sjávarútvegurinn ? Sjávarútvegurinn
er í fyrsta lagi það að framleiða fisk og fiskafurðir,
eins og þið vitið. En til hvers? Ekki er það neinn til-
gangur í sjálfu sér, nema þá sá að láta okkur sjálfa hafa
fisk í soðið. En meginparturinn af þessum afurðum er
framleiddur til þess að hægt sé að fá annað fyrir þær.
Sjávarútvegurinn er okkar aðferð til þess að „framleiða"
kaffi, sykur og hveiti. Þetta er það sem við erum ó-
beinlínis að framleiða, þegar við erum að gera út. Af
hverju eigum við að láta alla fjárfestinguna í hveiti,
sykur, kaffi og þær vörur, sem sjávarútvegurinn sjálf-
ur þarf með, því að við flytjum líka inn olíuna handa
fiskveiðiskipunum og margt annað. Við skulum ekki
gleyma, að það sem sjávarútvegurinn á fyrst og fremst
að gera, er að útvega okkur aðrar afurðir en sjávaraf-
urðir, og eru þær afurðir endilega eitthvað eftirsóknar-
verðari, samkvæmt okkar mati, heldur en húsnæðið, sem
við þurfum alla daga, eða mjólk og kjöt? Þessu hljót-
um við að svara neitandi.
Af viðhorfi dr. Gunnars leiðir svo líka, að þegar hann
er að meta það, sem hann sér erlendis, fer það dálítið
úr reipunum. Hann segir að undirstaða efnahags Dana
og Hollendinga sé fyrst og fremst kunnátta og leikni á
iðnaðarsviðinu og þetta áréttaði Glúmur Björnsson hérna
rétt áðan. Það má kannske segja þetta í dag með
nokkrum rétti, en það sem hefur lyft þeim þangað, sem
þeir eru í dag, það er ekki leikni á iðnaðarsviðinu, held-
ur fyrst og fremst leikni og kunnátta á sviði landbún-
aðarins. Deikni og kunnátta á sviði matvælaframleiðsl-
unnar hefur lyft þessum þjóðum, alveg sérstaklega þess-
um tveimur þjóðum, Dönum og Hollendingum.
Ég hygg, að ykkur sé ljóst, að ég er ekki sammála
niðurstöðum þessara tveggja ræðumanna, þeirra Sveins
og dr. Gunnars, né heldur Glúms, vil ég bæta við, um
mat þeirra á fjárfestingunni og stefnunni I efnahagsmál-
unum á undanförnum árum. Þeir komast mjög sterkt
að orði, og telja ástandið hjá okkur jafnvel furðulegt.
Dr. Gunnar segir hreinlega, að það þurfi að verða ger-
breyting á meðferð efnahagsmálanna. Islendingar verða
að læra að meta hagfræðilegar staðreyndir, segir hann.
Já, ég tek undir það og segi að þeir verði að gera það,
allir, einnig verkfræðingarnir. Það er margt, sem má
fara betur, en það er verið að fást við vindmyllur að
vera að deila á stefnuna í fjárfestingarmálunum og efna-
hagsmálastefnuna almennt á þann hátt, sem hér er gert,
og nú hefur seinast komið fram í þessari tillögu til á-
lyktunar, sem liggur fyrir. Ég vona að formaður mis-
virði ekki þó ég minnist á þessi atriði, þó ég sé hér
aðeins gestur.
Mikið af því, sem dr. Gunnar segir um afköst stór-
iðnaðarins í grein sinni, er ekki rétt. Hann er með
vergar tölur alls staðar. Með því að nota vergar tölur,
getum við fengið mjög háa framleiðni, eða há afköst,
eins og ég hef bent á í erindi mínu. Við þurfum ekki
annað en að taka mjólkurbúin til þess. Þau taka inn
hráefnið, sem er meginhluti andvirðis afurða þeirra. Taki
maður fjárfestingu mjólkurbúanna og svo sölu þeirra
á mjólk, fær maður geysimikla aukningu þjóðarfram-
leiðslunnar (sem árangur fjárfestingarinnar). Hin miklu
afköst i iðnaði Bandaríkjanna, sem dr. Gunnar sér, er
að miklu leyti missýning. Undirstaðan undir hinum góðu
lífskjörum Bandaríkjanna eru fyrst og fremst hin gíf-
urlega miklu afköst i landbúnaðinum. Það er staðreynd,
að þeir þurfa að eyða tiltölulega litlu af tekjum sín-
um til kaupa á matvælum, vegna þess hve matvæla-
framleiðslan er á háu stigi. Það hefur farið fram sam-
anburður á framleiðni í iðnaði í Evrópu og Ameríku og
niðurstöðurnar voru þær, að iðnaðurinn sjálfur i Evrópu
þolir fyllilega samanburð við iðnaðinn í Ameríku og af-
köst hans. Ég vil taka fram, að í þetta vitna ég eftir
minni. Það eina, sem má segja, að iðnaðurinn í Ameríku
hafi fram yfir iðnaðinn í Evrópu, er það, að iðnfyrir-
tækin í Ameriku búa við stærri markað og þess vegna
fá þau oftar notið þess, sem við köllum „economy of
scale“. Fyrirtækin í Evrópu eiga oft erfitt uppdráttar
vegna þess, að markaðurinn er ekki nógu stór. Þar
sem um sambærilegan iðnað er að ræða, þar er fram-
leiðni i Evrópu yfirleitt á jafn háu stigi og í Ameríku.
Stundum er eins og röksemdafærslan reki sig dálítið
á. Þannig er því haldið fram, að fjárfesting i skipum
og fiskiverum hafi oft verið ónóg og jafnvel óhagkvæm.
A hinn bóginn er því haldið fram, að við höfum of
mörg frystihús, og ónýtta mikla framleiðslugetu á því
sviði fiskiðnaðarins. Þetta kom sérstaklega fram á fund-
inum í Hagfræðafélagi Islands. 1 þessu sambandi gleym-
ist, að fiskiðjuverin og frystihúsin verðum við að hafa,
þar sem fiskurinn er, þar sem miðin eru. Og þegar við
þurfum á annað borð að hafa fiskverkunarstöð á staðn-
um, þá verðum við að hafa þar, ekki aðeins aðstöðu
til að salta og herða, heldur einnig frysta, og svo líka
til að hirða úrganginn, fiskimjölsverksmiðju, og ekki að-
eins fiskimjölsverksmiðju, heldur einnig lifrarbræðslu,
og svo þurfum við helzt að hafa aðstöðu til þess að vinna
feitfisk, því þá er fyrst fullur hagur af því að salta
síld, og víða þarf að vera hægt að salta síld. Síðan
þarf að vera aðstaða til þess að frysta kjöt og geyma
o. s. frv. Það heldur svona hvað í annað. Talið um ónot-
aða afkastagetu í sambandi við fiskiðjuverin er að meg-
inparti óraunhæft. Hefur ekki við staðreyndir að styðj-
ast, heldur byggist venjulegast á ókunnugleika um að-
stæður og hinar margslimgnu þarfir útgerðarinnar
kringum landið.
Ég held það sé ekki svo ýkja langt að leita orsakanna
fyrir þessu neikvæða mati á stefnu okkar í efnahags-
málum þjóðarinnar almennt og fjárfestingarmálunum
sérstaklega. Frá mínu sjónarpiiði er málflutningi á sviði
efnahagsmálanna alvarlega ábótavant.
Af erindunum tveimur væri erfitt að ráða að nokkrir
þeir hlutir væru til, sem í bráð hefðu áhrif á afkomu
íslenzku þjóðarinnar, aðrir en fjárfestingin. Mér þykir