Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Qupperneq 45

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Qupperneq 45
TlMARIT VFl 1960 75 Tæknimenntun á íslandi Eftir Magnús Magnússon, eðlisfræðing. Hinar miklu og öru framfarir í vísindum og tækni- fræðum á síðari árum gera æ meiri kröfur til menntunar verkfræðinga. Þeir hafa tekið að sér meir og meir af þeim störfum, sem áður töldust til eðlisfræði og skyldra greina. Má í því sambandi nefna, að það voru eðlisfræð- ingar, sem byggðu fyrsta kjarnofninn (reaktorinn), en nú eru slík verk yfirleitt í höndum verkfræðinga. Þó að eðlisfræðilegu vandamálin, sem liggja þar til grundvall- ar, hafi verið leyst, a. m. k. að mestu leyti, krefst það starf töluverðrar þekkingar á kjarneðlisfræði, sem var ekki áður talin nauðsynleg fyrir verkfræðinga. Það er ekki nóg með, að verkfræðingar hafi tekið við verkefn- um af eðlisfræðingum og öðrum, heldur vinna þeir með þeim að ýmsum grundvallarrannsóknum. Þar má nefna rannsóknir á beizlun vetnisorkunnar og plasmaeðlisfræði, en mörg verkefni á því sviði eru í höndum verkfræði- menntaðra manna. Athyglisvert er, að í rannsóknastöð dönsku kjarnorkumálanefndarinnar í Risö voru 1. apríl 1958 57 starfsmenn, sem útskrifaðir voru frá tæknilega háskólanum í Kaupmannahöfn, en 11, sem voru útskrif- aðir frá Kaupmannahafnarháskóla. Það er því augljóst, að hin hefðbundna verkfræði- menntun þarf endurskoðunar við, til að hún geti full- nægt þeim kröfum, sem nú eru gerðar til verkfræðinga. Um þetta hefur verið rætt í erindi dr. Gunnars Böðv- arssonar og þar bent á, að jafnvel sé þörf á því að tví- skipta verkfræðináminu þegar i upphafi. Sérstakur skóli yrði þá fyrir rekstrarverkfræðinga, þar sem miklu minna yrði um fræðilegt nám en i þeim venjulega verk- fræðingaskóla, sem miðaður yrði við þarfir þeirra, sem vinna að rannsóknum og nýsköpun. Til þeirra síðar- nefndu ætti einnig að telja þá verkfræðinga, sem hafa það hlutverk að fylgjast með nýjungum á sínu sviði og standa fyrir hagnýtingu þeirra, þó að þeir séu ekki bein- línis rannsóknarverkfræðingar. Þessir menn þarfnast nú meiri þekkingar á grundvallarvísindum en nauðsynleg hefur verið talin fyrir verkfræðinga fram til þessa. Starfsævi verkfræðings er löng, getur jafnvel náð hálfri öld. Á þeim tíma verða framfarirnar stórkostlegar og byggjast æ meir á grundvallarvísindum. Það er því mikils um vert að hafa undirstöðumenntunina góða, en það er ekki nóg. Henni verður að halda við. Ennfremur rísa sífellt upp ný svið tækninnar, og þá þarf verkfræð- ingurinn að hafa tækifæri til að setjast á skólabekk að nýju til að setja sig inn í þau. Öll stærri verkfræði- fyrirtæki hafa námskeið fyrir verkfræðinga sína í þess- um tilgangi. Náminu er síður en svo lokið, þegar staðið er upp frá prófborðinu. I Danmörku hafa þessi mál verið tekin til gagngerrar athugunar. Þar hefur verið stofnað Ingeniörakademi, sem ætlað er rekstrarverkfræðingum, en jafnframt er ætlunin að auka mjög kennslu í grundvallarvisindum á fyrrahluta námsins í tæknilega háskólanum. Ekki er endanleg skipan komin á þessi mál, en þó hefur verið gerð áætlun um tilhögun fyrrahlutanáms fyrir rafmagns- verkfræðinga. Verður námstiminn 3 ár i stað tveggja áður (hér hefur námstíminn verið 3 ár). Fróðlegt er að athuga þá aukningu, sem verður í kennslu í raf- magnsfræði miðað við það, sem áður var. Hingað til hefur rafmagnsfræðin verið tekin á öðru ári (á öðru eða þriðja ári hér) og þá fjallað um frumhugtök raf- magnsfræðinnar, raf- og segulsvið, sveiflur og loks komið að Maxwell líkingum, en numið staðar þar. Nú er hins vegar ætlunin að taka þetta námsefni þegar á fyrsta ári. Á öðru ári er svo haldið áfram og byggt á Maxwell líkingunum og farið yfir klassiska rafmagns- fræði og einnig relativístiska. Rafsegulsviðs- og öldu- fræði koma svo á þriðja ári. Stærðfræðin verður að sjálfsögðu einnig aukin. 1 hagnýtri stærðfræði á 2. og 3. ári verða t. d. kenndar númerískar aðferðir, grúppur, variationsreikningur og integrallíkingar. Það er þó ekki aðeins verkfræðinámið, sem hefur verið endurskoðað í Danmörku. Háskólarnir í Kaup- mannahöfn og Árósum hafa endurskipulagt námið í stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði. Fyrrahlutanám í þessum greinum er nú töluvert umfangsmeira en áður var. Rík áherzla er lögð á að fjölga stúdentum í þessum námsgreinum. Til að skapa aðstæður til þessarar aukn- ingar á tækni- og vísindamenntun ver danska ríkið stór- um fjárupphæðum til nýbygginga. Við Lundtofte eru að rísa upp byggingar fyrir tæknilega háskólann, og H.C. Örsted Institut Kaupmannahafnarháskóla er í byggingu, en þangað eiga að flytjast stærðfræði-, eðlisfræði- og efnafræðideildir háskólans. Háskólinn er einnig að leita sér landrýmis til framtíðarnota fyrir vísindastarfsemi sína. Hér hefur aðeiins verið minnzt á Danmörku, þar sem það dæmi er svo nærtækt, en sama máli gegnir um önn- ur lönd. Alls staðar er lagt kapp á að auka tæknimennt- un, og til þess varið stórfé. Hér á landi er ekki síður nauðsyn að efla tæknimennt- un. Án vísindalegra og tæknilegra menntaðra manna getum við ekki notið þeirra framfara, sem orðið hafa og framundan eru. Stundum er sagt, að við eigum að láta aðra um rannsóknir og notfæra okkur þær án þess að leggja út í rannsóknir sjálfir. Þetta er skammsýni. Til að hægt sé að taka hér á móti nýjungum á ein- hverju sviði þarf að vera jarðvegur fyrir þær, en hann er einungis að finna hjá mönnum, sem fást, a. m. k. að einhverju leyti, við rannsóknir og nýsköpun á því sviði og hafa aðstöðu og tima til að setja sig inn í nýjungar. Þegar athugað er framlag til rannsókna hér sem hluti af þjóðarframleiðslu og borið saman við aðrar þjóðir, kemur í ljós, hve langt við erum að dragast aftur úr. Þessi hluti hefur haldizt því sem næst óbreyttur siðustu 10 árin hér á landi, en margfaldazt i öðrum löndum. Hér
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.