Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Qupperneq 47

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Qupperneq 47
TlMARIT VFÍ 1960 77 UMRÆÐUH Steingrímur Jónsson: Ég vil þakka Magnúsi Magnússyni fyrir þennan flutn- ing á erindi dr. Gunnars. Hann sýnir í erindi sínu glögg- lega, hversu okkur er áfátt í dag um þetta efni, vísinda- lega menntun á sviði náttúrufræða og verkfræða. Und- irbúningsnefndin hefur gert hér uppkast að tillögu að ályktun um verkfræðimenntun við Háskóla Islands, sem ég vil leyfa mér að lesa upp. Þetta er mjög stutt, og ég vil biðja framkvæmdastjórann að útbýta þessu á meðan. „Fyrir nær 30 árum voru menntunarmálin á sviði verkfræði og náttúrufræði til umræðu í VFl, svo og í Vísindafélagi Islendinga. Á haustinu 1931 var haldinn sérstakur umræðufundur í VFl um það, hvort tiltæki- legt væri að stofna til fyrra hluta náms i verkfræði við Háskóla Islands. Þótt sumir væru vantrúaðir á að það mætti takast, voru þó margir hugmyndinni hlynntir. Frummælandi á þessum fundi var Þorkell Þorkelsson, veðurstofustjóri. Sýndi hann með gildum rökum fram á það, hversu æskilegt væri að fá kennslu við háskól- ann í þeim undirstöðugreinum, er allir þeir verða að leggja stund á, er nema vilja verkfræði og ýmsar greinar náttúrufræða, en þessar undirstöðugreinar eru á sviði stærðfræði, eðlisfræði, kraftfræði og efnafræði, en tveggja til þriggja ára nám í þessum greinum við há- skóla svarar vel til fyrra hluta verkfræðináms, svo sem þvi hefur verið hagað, einkum á Norðurlöndum og Þýzka- landi. Forráðamenn Háskóla Islands þá tóku máli þessu vel, svo og þingmenn ýmissa flokka, þannig að byrjunin var hafin nokkrum árum síðar að fyrra hluta námi í verk- fræðideild Háskóla Islands, og eftir heimsstyrjaldarárin tókst að útskrifa tvo árganga byggingarverkfræðinga með fullnaðarprófi, en að öðru leyti hefur deildin haldið sér við fyrra hluta námsefnið, en samið við tæknihá- skólann í Kaupmannahöfn og í Aachen um að taka nem- endurna til fullnaðarnáms. Háskólinn í Þrándheimi hef- ur og tekið verkfræðistúdenta héðan til fullnaðarnáms. Má því segja að reynslan af verkfræðináminu við há- skólann hafi verið góð og jafnvel framar þeim vonum, er gera mátti haustið 1931, þegar þessi kennslumál voru til umræðu á fundi VFl. Þar sem öll þessi kennslumál eru í mikilli deiglu sem stendur um heim allan og sýnilegt er, að aðlaga verður kennslu verkfræðideildarinnar hinum nýju og breyttu aðstæðum erlendis, er orðið tímabært að endurskoða nú kennsluna í verkfræðideild háskólans og athuga um leið, hvort eigi megi auka hana, svo að háskólinn geti út- skrifað verkfræðinga með fullnaðarprófi i helztu aðal- greinum, svo og eðlisfræðinga og efnafræðinga og ef til vill í fleiri greinum náttúrufræða, með prófum er t. d. myndu svara til bachelors of science eða engineering í enskumælandi löndum, þannig að kandidatar héðan gætu haft aðgang að framhaldsnámi sem víðast um lönd. Ráðstefna íslenzkra verkfræðinga, haldin í Háskóla Islands dagana 22. og 23. sept. 1960, telur, að kennsla í verkfræði við háskólann á undanförnum áratugum hafi gefizt mjög vel og beinir af þeim sökum þeim eindregnu tilmælum til Háskóla Islands, ríkisstjórnar og Alþingis, að hún verði aukin, þannig að stúdentar í verkfræði við Háskóla Islands geti lokið þar fullnaðarprófi, en jafn- framt verði hún endurskipulögð og samræmd því sem nú tíðkast. Vill VFl mælast til, að það fái tækifæri til að vera með i ráðum við endurskipulagninguna og lýsir því hér með yfir, að það er reiðubúið til að veita að- stoð eftir megni til að bæta og auka kennsluna í verk- fræði við Háskóla Islands, svo að fullnægt verði sem bezt þeim kröfum, sem nútíma tækni og vísindalegar rannsóknir krefjast". Þessi tillaga gengur nokkru lengra heldur en þær til- lögur, sem fram hafa komið í framsöguerindunum þeirra beggja, dr. Gunnars og Magnúsar Magnússonar. Þeir telja rétt að halda áfram, eða tiltækilegast að halda áfram kennslunni, en auka hana, þannig að hún svari kröfum tímans. Þetta er nú hér til umræðu. Við höfum eitt kortér. Prófessor Finnbogi Þorvaldsson hefur óskað að segja nokkur orð. Ég gef honum hér með orðið. Finnbogi Þorvaldsson: Góðir fundarmenn. Ég þakka fyrir þessi greinargóðu erindi, sem hér hafa verið flutt um menntun tækni- fróðra manna og um menntun islenzkra verkfræðinga. En þar sakna ég þess, að meira væri frá því sagt, hvern- ig ætti að haga verkfræðinámi stúdentanna okkar, svo að það hentaði bezt starfi á Islandi. Hver þjóð hagar kennslu í skólum sínum sérstak- lega eftir þörfum þjóðfélagsins. Þarfirnar eru mismun- andi hjá hinum ýmsu þjóðum, aðstæður geta verið ó- líkar við úrlausn hinna ýmsu verkefna, og þjóðirnar miða framkvæmdir sínar við ólik sjónarmið. Það skiptir þvi miklu máli, hvar íslenzkur verkfræðistúdent stundar nám erlendis. Hvort það er í Ameríku, Rússlandi eða t. d. í Danmörku eða Noregi. Ég kynntist fyrir nokkrum árum verkfræðingi, greind- um manni og duglegum, með gott próf frá ágætum há- skóla hjá stórþjóð. Hann var byggingarverkfræðingur með sérnámi í járnbentri steinsteypu. En hann hafði lítið eða ekkert lært í mælingafræði og t. d. alls ekkert í hafnargerð og mér virtist fleira áfátt við nám hans í öðrum námsgreinum byggingarverkfræðinnar. Þessi maður hefði, þrátt fyrir sitt góða próf frá góðum skóla, ekki verið hlutgengur sem byggingarverkfræðingur neins staðar á íslandi nema hér í Reykjavík og ef til vill á Akureyri. Þegar rætt er um menntun íslenzkra verkfræðinga, verður að hafa í huga, hve þjóðfélag okkar er lítið og aðstæður hér á Islandi að mörgu leyti frábrugðnar því, sem hinir ýmsu tækniháskólar hafa ætlað verkfræðing- unum að búa við. 1 litlu þjóðfélagi er ekki unnt að nota eins vel sérhæfni í starfi eins og í stóru þjóðfélagi, þar sem að sjálfsögðu er meiri verkaskipting og betri að- staða til að nota sérfræði innan hverrar verkfræðigrein- ar. Af þessu leiðir, að verkfræðingur, sem starfar á Is- landi, verður að hafa víðtæka verkfræðiþekkingu, vera fjölhæfari en kollega hans, sem starfar í stóru þjóð- félagi. Verkfræðingur hér er oft þannig settur, að hann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.