Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Side 63

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Side 63
TlMARIT VFl 1960 93 Sigurður B. Haraldsson: SKREIÐARVERKUIVI 1. Snemma á öldum var farið að verka fisk í skreið, og var hún lengi aðalútflutningsvaran, allt fram á fyrri hluta 19. aldar. Eftir því sem lengra leið á þá öld, jókst saltfiskverkun stöðugt, en skreiðarverkunin minnkaði, þannig að um 1880 var hún hverfandi. Lá skreiðarverk- unin eftir það niðri þar til að Fiskimálanefnd hóf starf- semi sína 1935. Gekkst hún þá fyrir innflutningi á fisk- trönuefni og hvatti menn til skreiðarverkunar. Fram- leiðslan var um 300 tonn á ári allt fram að stríðslokum, en lagðist svo hér um bil niður i 3—4 ár. Eftir það jókst framleiðslan mjög ört, þannig að nú síðustu ár hefur hún verið um 10.000 tonn á ári. Langmestur hlut- inn af skreiðarframleiðslunni er fluttur til Nigeríu, en nokkuð fer til Italíu. Skreiðarverkun, eins og hún er framkvæmd í dag^ lærðum við af Norðmönnum. Um tæknilega þróun er ekki að ræða. Helzt væri það, þegar tekið var að nota pressur við pökkun á skreið. Ýmsir nota einnig í vax- andi mæli loftblástur í skreiðargeymslum, eftir að skreiðin hefur verið tekin inn af hjöllunum. Ekki hefur tekizt enn að þurrka fisk í húsum frá byrjun, því að skreiðin fær með því móti ýmsa galla, svo sem annað bragð, sem neytandinn sættir sig ekki við. 2. Ógerlegt er að gefa nokkuð yfirlit um fjárfest- ingu í sambandi við skreiðarverkun. Yfirleitt er skreið- arverkun framkvæmd jafnframt annari fiskverkun, svo sem frystingu og söltun, og erfitt að ákveða skiptin þar á milli. Hér á eftir verður því farin sú leið að áætla nauð- synlega fjárfestingu hjá meðalstórri stöð, sem framleiðir skreið eingöngu, þ. e. a. s. 100 tonn af fullþurri skreið á ári. Fjárfesting 1958: Þús. Húsakostur kr. 300 70 hjallar — 350 2 pressur og önnur áhöld — 120 Meðalbirgðir — 1.270 kr. 2.040 en það síðasta ekki fyrr en eftir mitt næsta ár. Sam- kvæmt þessu er skiljanlegt, hve liðurinn ^meðalbirgðir" er hár. 3. Stofnfjárstuðull. Framleiðsluverðmæti stöðvarinnar (100 tonn skreið + 125 tonn úrgangur), að frádregnum sölulaunum og útflutningsgjöldum, er kr. 1.740.000. liðast þannig: 1) Rekstrarvara (588 tonn fiskur, rafmagn, olía og umbúðir 2) Viðhaldsvara 3) Þjónusta tengd rekstri (akstur) 4) Þjónusta tengd viðhaldi og áhöldum og 15% af hjöllum. Nemur fyrning því kr. 73.500.00. svöru og þjónustu sundur- Þ ú s . k r . Erl. Innl. Alls 50 1235 1285 10 5 15 70 70 10 10 60 1320 1380 húsakosti, 10% af vélum Stofnfjárstuðull verður samkvæmt ofanrituðu: 2040000 1740000 — 1380000 — 73500 : 7.12 4. Afköst vinnueiningar. Starfsmannahald er mjög mismunandi eftir árstíma, eða frá 15 manns (8 st. á dag) yfir 2% mánuð á vorin, um 5 manns á sumrin fram í miðjan nóvember, en að- eins 1 maður eftir það. Heildarvinnulaun yfir árið mun vera nálægt kr. 270 þús. Miðað við Dagsbrúnartaxta samsvarar þessi upphæð um 5.4 mannárum. Afköst vinnueiningar verða því: 1740000 — 1380000 — 73500 K ,-----------= 53000 5. Samanburður við erlenda stuðla er ekki fyrir hendi. Skreiðarverkun fer fram á þann hátt, að fiskur er hengdur upp á hjalla 2% mánuð að vorinu. Skreiðin 6. Tæknilegar umbætur eru ekki fyrirsjáanlegar í ná- er ekki tekin niður fyrr en í júlí, og ekki fullverkuð fyrr inni framtíð, nema þá súgþurrkun í skreiðargeymslum en í september. Reynt er svo að jafna útflutningnum verði almennt tekin upp. Verður þá hægt að taka skreið- þannig, að hann verði sem jafnastur yfir allt árið, og er ina inn fyrr en ella, og þar með verða óháðari breyti- yfirleitt ekki nema helmingurinn farinn út um áramót, legri veðráttu.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.