Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Side 71

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Side 71
TlMARIT VFl 1960 101 4. Afköst vinnueiningar: Vinnustundir iðnverkafólks alls árið 1958 voru: 66000, og munu að jafnaði hafa starfað 26 menn, sem gerir 2540 vinnust. á mann á ári. Afköst vinnueiningar er því: 6900 — 3.750 — 200 26 = 113 þús. kr. Um helmingur starfsmanna eru smiðir, en hinir ó- faglærðir. Tölur frá annari trésmiðju með 70 manna starfsliði sýndu svipaða útkomu: Stofnfjárstuðull 2,4 Afköst vinnueiningar 114 þús. kr. 5. Samanburður við erlendar tölur er ekki tiltækur. 6. Tæknilegar umbætur eru frekar litlar í iðninni og eiga fyrst við, ef um mikla fjöldaframleiðslu er að ræða, sem eigi er hér. Endurnýjun vélakostsins hér er fremur hæg og hefur þar fyrst og fremst valdið erfiðleikar með innflutnings- leyfi og að eðlileg fjármyndun fyrirtækja hefur eigi get- að átt sér stað vegna óhóflegra skatta. Afköst sumra véla ættu að geta aukizt töluvert, eink- um ef meiri samræmingar einstakra véla væri gætt. Haraldur Ásgeirsson: BVGGIIMGAFRÆÐIRANNSÓKNIR Allt fram til þessa dags hafa engar byggingafræði- rannsóknir verið reknar hér á landi. Vísir að bygginga- efnarannsóknum myndaðist snemma við Atvinnudeild Háskólans, og hafa þar jafnan verið framkvæmdar fjöl- þættar prófanir á byggingaefnum —■ nú síðustu 15 árin í sérstakri rannsóknastofu. Byggingaefnarannsóknir At- vinnudeildar Háskólans hafa þó aldrei haft nein tengsl við iðnaðinn, heldur hafa þær verið reknar sem sérstök þjónustugrein við Iðnaðardeild. Verkefni þessara rann- sókna hafa því verið veigalítil og áhrif úrlausna þeirra valdið óverulegum breytingum á byggingaiðnaðinum. Byggingaefnarannsóknum Iðnaðardeildar er skyldað með lögum og reglugerð að taka að sér rannsóknir gegn föstu gjaldi. Hins vegar hefur rannsóknastofan mjög slæmar aðstæður, engar skyldur og engar fjárveitingar til sjálfstæðra rannsókna í þágu byggingaiðnaðarins. Skattakerfi það, fjárfestingarmála- og byggingalána- kerfi, sem herjað hafa þetta land síðan í stríðslok, hafa haft þau áhrif, að hér á landi eru ekki til stærri verk- takar, verktakafyrirtæki, eða verktakasambönd, sem er að finna í öðrum löndum. Hér eru því engir aðilar, sem búa yfir starfslegri hvöt og getu til þess að kosta bygg- ingafræðirannsóknir, — rannsóknir, sem væru reknar í því framleitna augnamiði að ryðja til rúms umbótum, nýjungum, hagræði, eða á annan hátt að standa að eðli- legri þróun iðnaðarins, alþjóð til hagsbóta. Á síðari árum hafa rannsóknir hvarvetna orðið sú for- sjá, er kapp iðnaðar byggist á. 1 fámennu byggðalagi er e. t. v. eðlilegt, að stjórnarvöld hlutist til um það, að þessar rannsóknir séu gerðar, en þá er sá vandinn mest- ur, að stjórnarvöldin hafi innsýni í gildi rannsóknanna. Á þetta hefur mikið skort hér á landi, og er ómetinn skaðinn af þvi. Tillaga um aukningu, eða breytta tilhögun, rann- sókna á byggingaefnarannsóknastofunni þarf, til þess að ná framgangi, að ná samþykki deildarstjóra Iðnaðar- deildar, sem þarf að fá fyrir henni samþykki fram- kvæmdastjóra Rannsóknaráðs og ráðsins sjálfs. Fram- kvæmdastjóri þarf svo að fá fyrir henni samþykki At- vinnumálaráðuneytisins, er þarf samþykki Fjármála- ráðuneytisins, áður en hún er lögð fyrir fjárveitinga- nefnd Alþingis. Þessi leið er löng og oft mjög ströng, og af þeim sökum er það e. t. v. eðlilegt, að slíkar til- lögur séu ekki gerðar. Byggingafræðirannsóknir eru nauðsyn, sem ekki verð- ur lengur fram hjá litið. Byggingaiðnaðurinn er landi og lýð svo dýrmætur, að algjörlega ósæmandi er að láta hann reka á reiðanum, —- eins og hingað til hefur við- gengizt. Leitin að forsjánni er rannsóknirnar, og nauð- synlegt er, að iðnaðurinn sjálfur standi að þeim og kosti þær að verulegu leyti af eigin rammleik. Því er oft brugðið við, að kostnaður við bygginga- fræðilega rannsóknastofnun yrði íslenzkum byggingaiðn- aði ofviða, Hitt mun þó sönnu nær, að það mundi verða örðugt að eyða svo miklu fé í rannsóknir, að það yrði iðnaðinum tilfinnanlegt. Möguleikarnir til að eyða ein- um hundraðshluta af framleiðsluverðmæti byggingaiðn- aðarins i viturlegar byggingafræðirannsóknir eru, að dómi greinarhöfundar, mjög litlar, eins og nú er komið málum. Auðveldara er að sjá það, hvernig slíkar rann- sóknir gætu sparað 20% af kostnaði iðnaðarins sjálfs. Rannsóknastarfsemi verður ekki metin í framleiðni- eða afkastastuðlum. Ef tekið væri hins vegar tillit til hvataáhrifa, sem rannsóknirnar geta haft, og eiga að hafa á iðnaðinn, væri augljóst, að engin iðngrein hér á landi bæri arð að hálfu við þann afrakstur, sem af rannsóknunum fengist.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.