Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 72
102
TlMARIT VFl 1960
Steingrímur Jónsson:
Vinnsla, dreifing
Raforkuvinnslu og sölu raforkunnar má skoða sem
iðnað, er vinnur hráefni til heildsölu frá verksmiðju.
Kaupendur raforkunnar í heildsölu eru rafveitur, er
dreifa orkunni um tiltekið veitusvæði og annast flutn-
ing hennar að dyrum notendanna, þar sem orkan er seld í
smásölu. Raforkan er þá enn hráefni, sem notendur
hagnýta í rekstri sínum, hvort heldur er iðnaður, stór
eða smár, verzlun eða annar atvinnurekstur eða heimili
manna. Svarar raforkan þá til annara hráefna, sem seld
eru heimflutt til notandans.
Verðmæti þessa hráefnis, sem raforkan er, nemur oft-
ast 2 til 4% alls reksturskostnaðar þeirra fyrirtækja, er
hana nota, hvort sem þeir vinna hana sjálfir eða kaupa
að. 1 heimilishaldi nemur rafmagnskostnaðurinn oftast
minna en 3% reksturskostnaðarins. Einstaka iðngreinir
nota mikla raforku, svo sem stóriðnaður erlendis, er not-
ar málmbræðslu eða rafgreiningu málma í stórum stíl.
Getur slíkur iðnaður haft raforkukostnað, er kemst upp
yfir helming alls rekstrarkostnaðar. Við rafgreiningu
vetnis getur raforkukostnaður orðið 10 til 20% og jafn-
vel meira.
1 ýmsum stóriðnaði er aðalefnið sem unnið er, hrá-
efni til afnota í öðrum iðnaði, svo sem jám, álm, karbít
o. fl. Þessi hráefni þurfa að vera ódýr, svo nothæf verði
til smiða eða annars. Hafi verið notuð mikil raforka til
bræðslu eða tilbúnings þessara hráefna, verður raforkan
sjálf að vera mjög ódýr. Það eru því ekki önnur lönd,
sem geta rekið þess konar iðnað, en þau, sem búa við
mjög ódýra raforku.
Eini stóriðnaður, er við höfum af þessu tagi, má segja
að sé Áburðarverksmiðjan h.f., er notar greiningu með
raforku til vetnisvinnslu sinnar. Hvort skilyrði verði fyrir
miklum vexti stóriðnaðar hér á landi er háð því, hversu
vel tekst til um hagnýtingu stórvirkjana á vatnsafli
hér á landi í samstarfi við jarðhitann.
Það er einkenni á raforkuvinnslu úr vatnsafli að stofn-
kostnaður er tiltölulega hár, einkum ef virkjanirnar eru
smáar. Hins vegar er reksturskostnaður tiltölulega lít-
ill, aðallega stofnfjárkostnaðurinn, þar sem mannahald
er lítið og einnig viðhald. Stofnfjárstuðullinn getur því
orðið geysi hár.
Orkuvinnsla frá gufuknúnum eldsneytisstöðvum hef-
ur mun lægri stofnkostnað í upphafi, en hins vegar
meiri reksturskostnað. Þar sem eldsneytisþörfin kemur
til og mannahald er heldur meira og aukið viðhald.
Stofnfjárstuðullinn er þar því mun lægri.
Þar sem vatnsaflsstöðvar og gufustöðvar starfa saman
að orkuvinnslu verður meðalvegur, er oft veitir örugg-
astan rekstur og betri afkomu, en ef hvor starfar út
af fyrir sig.
Hér á eftir verður rakin í fyrsta lagi afkoma orku-
vinnslunnar á orkuveitusvæði Sogsvirkjunarinnar, þ. e.
orkuvinnsla þeirra rafstöðva út af fyrir sig, er starfa
saman að henni, en það eru rafstöðvarnar við Sog og
við Elliðaár.
1 öðru lagi verður rakinn orkuflutningur og orku-
og sala raforku
dreifing Rafmagnsveitu Reykjavíkur, innkaup hennar á
raforku í heildsölu frá aflstöðvunum, dreifingin og smá- I
salan til notendanna.
1 þriðja lagi verður svo tekið saman í heild hlutdeild
Rafmagnsveitunnar í aflstöðvunum og orkuvinnslunni,
flutningur og dreifing orkunnar, svo sjá megi stofnfjár-
stuðul og afkastastuðul þessa hráefnis við húsvegg not-
endanna.
1. Rafmagnsveita Reykjavíkur hóf starfsemi sína
1921 með 1000 kw vatnsaflstöð í Elliðaánum, en Elliða-
ámar voru þá mjög ótryggar í frostum og hríðum.
Fyrsta aflaukningin var gerð 1923 og síðan árið 1934.
Var þá stöðin komin upp í 3000 kw afl, en auk þess
þurfti á þessum árum að auka við þrýstivatnsæð, hækka
og lengja inntaksstífluna og bæta inntaksþróna, enn-
fremur gera miðlunarstíflu við Elliðavatn. Var þá stofn-
kostnaður kominn upp í 3,5 millj. kr., eða tvöfaldaður,
auk þess sem orkuvinnslan var orðin örugg gegn kulda
og krapi.
1933 fékk Reykjavík sérleyfi til virkjunar afls í Sogi,
og kom upp Ljósafoss-stöðinni með 9000 kw afli haustið
1937. Stofnkostnaður varð þá 7 millj. kr. með háspennu-
línu til Reykjavíkur og aðalspennistöð þar, en stofn-
kostnaðurinn jókst upp í 9 millj. við gengisbreytinguna
á árinu 1939. Varð stofnkostnaður Sogsvirkjunarinnar
þá 1000 kr. á kw. Samstarf var þegar tekið upp milli
stöðvanna í Elliðaánum og Sogi. Var Ljósafoss-stöðin
rekin sem grunnaflstöð, en hin tók álagstoppana og að-
stoðaði að öðru leyti eftir getu.
1 síðari heimsstyrjöld var þriðja vélasamstæðan sett
upp í Ljósafoss-stöðinni. Tók hún til starfa sumarið
1944 og kostaði um 7 millj. kr. með 5500 kw afli eða
1280 kr. á kw í aukningunni.
Þegar eftir heimsstyrjöldina var byggð gufuknúin vara-
stöð við Elliðaárnar til öryggis og til samstarfs við
vatnsaflsstöðvarnar. Tók hún til starfa vorið 1948 með
7500 kw afli og kostaði 21 millj. kr. eða 2800 kr. á kw.
I þessum kostnaði er nokkur aukakostnaður vegna sam-
bands við Hitaveitu Reykjavikur og framtíðarstækkunar.
Þá var unnið jafnframt að undirbúningi nýrrar virkj-
unar í Sogi og Irafoss-stöðin gat tekið til starfa haust-
ið 1953 með 31000 kw. Kostnaður varð 165 millj. kr.
með háspennulínu til Reykjavíkur og nýrri útispennistöð
þar. Varð þetta 5300 kr. á kw. Vélakosturinn var þá orð- I
inn 45.500 kw í Sogi og 10.500 kw í Elliðaánum, sam-
tals 56.000 kw.
Báðar stöðvarnar í Sogi starfa saman þannig, að
þær hafa aðfylgd um reksturinn eftir því sem unnt er,
af því að þær nota báðar sama vatnið. Starfa þær sam-
an sem grunnaflstöðvar í samstarfi við báðar Elliðaár-
stöðvarnar sem toppstöðvar og er vatnsaflstöðin við Ell-
iðaár sett inn á undan, þegar þarf, en varastöðin síðast
sökum eldsneytisnotkunar hennar. Með þessu móti verð-
ur reksturskostnaður allra stöðvanna saman lægstur og
þai' með orkuvinnslukostnaðurinn.
>