Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Page 76

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Page 76
106 TlMARIT VFl 1960 að það er ekki hlaupið að því að koma ábótarvinnu eða öðrum hliðstæðum ráðstöfunum á í fyrsta sinn hjá þeim, sem litla hugmynd hafa um hagsýslustarfsemi (rationali- sering), en svo er ástatt um okkur Islendinga nú. Þegar Rafmagnsveitur rikisins fóru fyrir nokkrum árum að glugga í þessa hluti, ákváðu þær því að leita aðstoðar norska hagsýslufirmans „Industrikonsulent A/S“ í þeirri vissu, að ef rétt væri af stað farið, mundi framhaldið verða auðveldara. Varð niðurstaðan af fyrstu viðræðum við firmað sú, að hentugt væri að taka háspennulínu- lagnir rafmagnsveitnanna fyrst til athugunar og að því búnu aðrar verklegar framkvæmdir, en að hagsýslu- starfsemi við skrifstofustörf og almennt skipulag á starf- semi raforkumálastjóra hefur verið unnið samtímis. Jafn- framt var með tilliti til þess, að þessi hagsýslustarfsemi er ný hér á landi, talið rétt að fara varlega í sakirnar, enda fyrst eftir langar athuganir og tilraunir, sem raf- magnsveiturnar treysta sér til að reyna ábótarvinnu. Hér skal nú lítillega gerð grein fyrir tímaathugunum og ábótum við línulagnir rafmagnsveitnanna. Aðferðir við timaatliuganir. Við tímaathuganir má nota mismunandi aðferðir og eru þessar þær helztu: 1. M-T-M eða ,,motion-time-method“ aðferðin. 2. Tíðniaðferðin (Ratio-Delay, work sampling). 3. Klukkuaðferðin. 1. M-T-M. Þessi aðferð hefur ekki verið notuð hér á landi enn sem komið er. Aðferðin er í þvi fólgin, að timinn, sem einstakar líkamshreyfingar taka, er skráður og talinn saman fyrir viðkomandi verk eða verkhluta. Þessar frumhreyfingar eru kallaðar „Therblig". Tímar fyrir hverja einstaka líkamshreyfingu hafa verið fundnir með nákvæmum athugunum og síðan skrá- settir í töflum. Út frá þeim töflum er tíminn, sem verkið tekur, síðan ákveðinn. Tímaeiningin, sem notuð er, er 1/100000 klst. eða 1/28 sek. og má sem dæmi nefna, að það að rétta út hendina 10 cm og taka þar hlut, sem ligg- ur meðal annarra hluta, ef maðurinn þarf að velja og hafna, tekur 8,4 tímaeiningar. Ef hluturinn liggur I 40 cm fjarlægð er tíminn 16,8 timaeiningar. Þessi aðferð hefur ekki verið notuð hjá rafmagns- veitum ríkisins, eins og áður segir, þar sem línuvinna er ekki það fastskorðuð, að hægt sé að mæla fastar hreyfingar við framkvæmd hennar á þennan hátt. 2. Tíðniaðferðin. Bæði M-T-M aðferðin og tíðniaðferðin eru tiltölulega nýjar. Sú síðarnefnda hófst í Bretlandi kringum 1930 með því að í spunaverksmiðju var verið að gera tíma- athuganir með klukkuaðferðinni. Þetta gaf ekki góða raun, sökum þess að þræðirnir slitnuðu oft. Reynt var að nota rafmagnstæki við að ákveða bilanirnar, en það gaf heldur ekki fulla yfirsýn yfir þær, þvi tækin gátu ekki ástæðunnar fyrir því að þráðurinn slitnaði. Þá var tekið það ráð að reyna að ákveða bilanimar statistiskt þannig að á fyrirfram ákveðnum tíma með mismunandi millibili var ástand hvers einstaks vefstóls skráð. Þetta gaf góða raun, og upp úr þessu þróaðist tíðniaðferðin, en almennt var þó ekki farið að nota hana fyrr en um og eftir 1950 og þá aðallega í Bandaríkjunum. Tíðniaðferðin byggist þannig á statistiskum útreikn- ingi, og er fyrst og fremst notuð, þegar athuga á hvaða tafir koma fyrir við ákveðið verk og hvernig þær skipt- ast á ákveðna verkhluta. Reiknað er út, með tilliti til þeirrar nákvæmni sem óskað er, hversu margar athug- anir þurfi og því næst eru þær gerðar á fyrirfram á- kveðnum tímum. Sem dæmi um þessa aðferð má taka flokk manna, sem vinnur að strengingu á háspennulínu. 1 flokknum eru 6—7 menn og athuga skal, hvort ástæða er til að f jölga þeim eða fækka eða hvort einn maður frekar en annar notast ekki til fulls. Þá er skráð á ákveðnum tíma, hvað hver maður er að gera, hvort hann er að framkvæma á- kveðinn verkhluta eða hvort hann biður eftir verkefni. Með þessari aðferð má fá góða yfirsýn yfir fram- kvæmd og tilhögun verksins og höfuðkostur hennar er, að á tiltölulega skömmum tíma má fá miklar upplýs- ingar um stærri verk og þá um leið sjá hvort ástæða er til að athuga einstaka verkhluta nánar. 3. Klukkuaðferðin. Þriðja aðferðin, og sú sem mest er notuð, er hin svo- kallaða klukkuaðferð. Þessi aðferð er I þvi fólgin að sá, sem gerir athugunina, skrásetur allt það, sem ákveðinn maður gerir og tímann, sem hver einstakur liður tekur. Skrásetningin er þannig, að um leið og byrjað er á einhverju atriði er lesið á klukkuna, sem svipuð er skeiðklukku, og sýnir mínútur og 1/100 mínútu. Mis- munur tveggja álestra er sá tími, sem einstakur verk- hluti tók. Þessi aðferð og tíðniaðferðin hafa verið notaðar hjá raf magn s veitunum. Afkaslamagn og ákvörðun máltíma. Sá tími, sem fæst með ofangreindum aðferðum, er kallaður skráður tími. Vegna mismunandi vinnuhraða einstaklinga er ekki hægt að leggja skráðan tíma beint til grundvallar fyrir annað verk. Skráður tími er því umreiknaður I máltíma viðkomandi verks. Þetta er gert á þann hátt, að afköst þess, sem framkvæmir verkið meðan á timaathugun stendur, eru metin út frá vinnu- hraða hans sem hundraðshluti af málafköstum. Skráður tími er síðan margfaldaður með þessurn hundraðshluta og fæst þá máltími. Máltimi er skilgreindur þannig: „Málafköst eru þau afköst, sem vanur maður með þekkingu á verkinu, vinnuaðferðinni og vélinni, getur skilað, þegar hann vinnur með hraða, sem hægt er að halda árum saman án þess að blða tjón á heilsu sinni“. Til þess að kenna þeim, sem framkvæma tímaathug- anir, að meta vinnuhraða einstakra manna við ýmis verk, hafa verið útbúnar sérstakar kennslukvikmyndir. Fyrir þau verk, sem kvikmyndimar ná til, hafa verið gerðar mjög nákvæmar og langvarandi athuganir og máltími hvers verks ákveðinn út frá þeim. I kvikmyndunum er síðan sýnt, þegar verkin eru unn- in með mismunandi afköstum. Kennslan er I því fólgin að æfa mennina í að meta þann mismunandi vinnuhraða, sem kvikmyndirnar sýna, unz þeir eru orðnir það þjálf- aðir að skekkjan í afkastamati þeirra liggur innan á- kveðinna takmarka. Er þá talið, að þeir séu færir um að meta önnur verk út frá vinnuhraða, þegar þeir hafa kynnt sér verkið og vita í hverju framkvæmd þess er fólgin.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.