Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 77

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 77
TÍMARIT VF1 1960 107 Uppbygging ciningartíma. Meðan á tímaathugunum stendur, er verkinu skipt upp í smærri einingar eða verkhluta. Þessir verkhlutar geta verið smáir eða stórir eftir því hversu nákvæmrar sundurliðunar er óskað. Við skrásetningu er verkinu skipt í verktima og tafir. Verktími er sá tími, sem fer í beina framkvæmd verksins, en tafir eru aftur þeir biðtimar eða aukavinna, sem skapast vegna bilunar á vélum, verk- færum eða þ. u. 1. Þegar byggja á upp tíma frá tímaathugunum er það gert þannig. (Sjá 1. mynd): 1. mynd. verk undir sömu liði, var sett upp skilgreining á verk- hlutum og gefnar út leiðbeiningar um hvemig vinnu- skýrslur skyldu færðar. Sem dæmi um slíka flokkun má nefna: Flutt grjót að holum, Grafnar holur Reistir staurar Hlaðið að staurum Strengt 1-fasa — 3-fasa Viðgerðir Innkaup f. mötuneyti — f. verkið Biðtími v/veðurs Sum þeirra verka, sem vinna þarf i sambandi við linu- lagnir, svo sem ferðalög, efnisflutningar frá lager, bið- tími v/óveðurs, flutningar á tjaldbúðum o. s. frv., falla ekki undir ábótarkerfið og eru því unnin í tímavinnu. Uppbyggingu einingartíma rafmagnsveitnanna hefur verið hagað þannig. (Sjá 2. mynd): fjöldi og klst. km. og klst. klst. 2. mynd. Verktími. Verktíminn er, eins og áður getur, sá timi, sem fer I beina framkvæmd verksins. Til dæmis það að binda vír á einangrara í einum staur. Tafir. Tafir eru sá tími, sem fer í að gera við vélar og verk- færi, laga galla á efni o. fl. Hvíld og eigin þarfir. Hvað þessum lið viðkemur, þá er vanalega samið um hann í kjarasamningum milli vinnuveitanda og laun- þega. Viðbætur sem þessar eru alltaf settar sem hundr- aðshluti af verktíma. Einingartímar rafmagnsveitnanna fyrir línuvinnu. Eins og að framan er sagt, leitast rafmagnsveitumar við, eftir því sem kostur er, að leggja tímaathuganir til grundvallar fyrir einingartíma við línuvinnu. Nú er það hins vegar svo, að sum þeirra verka, sem vinna þarf við línulagnir, er mjög erfitt að tímaathuga. Af þeim sökum hefur orðið að styðjast við vinnuskýrslur í nokkr- um tilfellum. Til þess að þær upplýsingar, sem teknar eru frá vinnu- skýrslum, væru sem öruggastar og til þess að vissa væri fyrir því, að hinir ýmsu verkstjórar færðu allir sömu Verktímar. Verkið í línuvinnu samanstendur af mörgum verklið- um, sem má flokka i t. d. þrjá flokka, A, B, C þannig: A) Grafa holur, reisa staura, hlaða að staurum, setja toppbúnað á staura, setja upp stög og stagmerki, strengja. B) Aka grjóti að holum, vinna við símaþveranir, hreinsa ræktað land, þveranir á háspennulínum. C) Flutningar meðfram línu, flutningur á umfram- efni, vinna við girðingar, frágangur á línustæði, vinna við tjaldbúðir, innkaup fyrir mötuneyti og verkið. Timaathugaðir verktímar eru lagðir til grundvallar fyrir verk í flokkunum A og B. Verktímar, sem lagðir eru til grundvallar fyrir flokk C eru reiknaðir út frá vinnuskýrslum. Þeim útreikningi hefur verið hagað eins og nú skal greint: Heildarvinnustundaf jöldi fyrir hvern verklið, sam- kvæmt vinnuskýrslum, er færður inn fyrir hverja línu um sig, Að þvi búnu eru tímar, sem falla undir flokkana A og B, lagðir saman. Fyrir hverja línu er svo reiknað út hvað hver verkliður í flokki C er stór hundraðshluti af A+B þeirrar línu, Með því að taka meðaltal af nægi- lega mörgum linum, er á þennan hátt fundið hversu hár hundraðshluti af A+B allur C-flokkurinn er og siðan reiknað með þeim hundraðshluta. Þannig eru þá hin smærri verk, sem vinna þarf í línu- vinnu, tengd hinum stærri og þýðingarmeiri verkum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.