Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1901, Side 37
Kriiger forseti.
Steplianus Johannes Paulus Krtiger heitir hann
fnllu nafni, forseti Suður-Afríku þjóðveldisins, sem oftast
er nefnt Transvaal. Hann er borinn og harnfæddur í
Höfða-lýðlendu (Cape Colony), á bóndabænærri Colesberg.
Það var 10. Okt. 1825, svo hann verður maður hálfáttræð-
ur nú í haust.
Saga Kriigers er saga lands hans og þjóðar á því
timabili, sem ævi hans nær yfir. Foreldrar bans vóru Bú-
ar, en svo nefnist þjóð sú í Suður-Afrika, sem er komin af
inum elztu hvítu landnámsmönnum þar. En það voru Hol-
lendingar, sem fyrst námu land á Góðvonarhöfða og í
löndunum þar í grend. Það var í lok 16. aldar. 1686
fluttist og til landsins fjöldi af mótmælandatrúar-mönnum
(Huguenot-um) frá Prakklandi. Þeir blönduðust saman
við Hollendingana, og er sú blendingsþjóð, sem af þessu
spratt, sú in sama, sem nefnir sig Búa. Þeir bafa jafnan,
siðan þeir komu til landsins, staudað kvikfjárrækt, og ak-
uryrkju (og enda vinrækt) með, og farnast vel. Þeir eru
allir mótmælandatrúar (»reformertir«) og miklir trúmenn
enn i dag, svo sem forfeður þeirra vóru, þeir er fyrstir
námu þar land. Nýlenda þessi var undir yfirráðum Hol-
lendinga, en þeir seldu hana í byrjnn þessarar aldar Bret-
um, án samþykkis nýlendumanna sjálfra (Búa). Undu Bú-
ar þvi illa, en urðu þó svo búið að hafa. Oánægja þeirra
við Bretastjórn ógs sí og æ, og þegar Bretar gáfu lausa alla
þræla Búa (svertingja) án vilja þeirra og sviku eigendurna
um mestalt skaðabótagjaldið, sem eigendum var veitt að
lögum (1834), þá þoldu Búar ekki rangindi Breta lengur.
Ari síðar (1835—36) tóku 10 þúsundir Búa sig upp, fluttu
búferlum burt úr Höfða-lýðlendu, sem Bretar áttu nú yfir
að ráða, og settust að þar sem nú heitir Natal.
Kriiger var 9 ára að aldri, er foreldrar hans lögðu af
stað að flytja sig. Búarnir höfðu samið við innlenaa villi-
manna höfðingja, er áttu landið, og fengið það hjá þeim.
Búar urðu oft að eiga í ófriði við villiþjóðir, til að verja
(25)