Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1901, Síða 40
misti í bernsku foreldra sína. Hann var alinn upp í fæð-
ingarsveit sinni (Cango í Oudtshoorn-héraði) og gekk á
harnaskóla, og hafði gengið námið ágæta-vel. Ungur fór
hann sem fleiri landar hans verzlunarferðir norður í Trans-
vaal; leitst honum þar svo vel á sig, að hann settist þar
að. Hann var bláfátækur, eins og við var að húast um
ungling, sem hafði verið upp alinn munaðarlaust barn á
góðra manna kostnað. Honum var snemma sýnt um allan
kaupskap, og þótti séður mjög. Hann kom fyrst undir sig
búbokri í Transvaal og farnaðist vel; var ávalt til í »hesta
kaup og hrossa« eða hvert annað prang. Svolitið hafði
hann nasað í lögum, og sóttu grannar hans oft ráð til
hans, og gafst jafnan vel. Loks varð svo mikið um að-
sókn að honum, að hann gaf sig við málarekstri og lög-
samningum, gerðist >lögmaður«, sem Englar kalla, eða
málflutningsmaður. — 3d ára gamall varð hann þingmað-
ur, og nokkru síðar lögstjórnarráðgjafi Burgers forseta.
JÞá er Burger fór til Norðurálfu 1874, setti hann Joubert
fyrir sig. Ekki vildi hann embætti þiggja af Bretum, þá
er þeir höfðu hælt undir sig landið. En er Búar hófu
uppreist, skipuðu þeir 3 menn í bráðabrigða-stjórn, og
vóru þeir þar báðir í Kriiger og Joubert. Kr. kom þvi
svo fyrir, að J. yrði gerður að yfirhershöfðingja yfir öll-
nm Búaher, svo að hann sjálfur (Kr.) yrði einráðari um
stjórnina og samninga alla. Joubert var foringi Búa við
Majuba Hill, þar sem Búar unnu gersamlegan sigur á
Breta-her, en hrezki hershöfðinginn féll.
1893 gerði sá flokkur Búa, er framfarasamari er tal-
inn, Joubertað forseta-efni sinu við kosningarnar, þvi að J.
hefir jafnan verið talinn miklu meira hneigður i framfara-
átt og eftirgefanlegri við »útlendinga«, en Kr. Kosningin
fór svo, að Kr. var kosinn (7881 atkv.), en Joub. fekk
7009 atkv. 1898 reyndi hann aftur, eu fekk þá að eins
2,001 atkv., en Kr. 12,858. l'í var Jamesons-árásin af-
staðin, og þá sá þjóðin, að ekki var annað en svik og
undirferli af Bretum að bafa, og að ekki var trúandi nema
þrekmanni eins og Kriiger fyrir stjórninni.
Jouhert var frábær hershöfðingi, en sótti þó sjaldan á,
heldur varðist. Mannúð hans og hjartagæsku er við brugð-
é-i (28)