Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1901, Qupperneq 78
En þegar litið er á landið í heild, er gleðiefni að sjá,
hve landsbúar hafa tekið sér fram siðustu 15 árin nm það
að hugsa fyrir framtiðinni og reyna að gjöra peninga sína
arðherandi, sér og öðrum til gagns. I minu nngdæmi var
það alsiða, að þeir, sem peninga áttu, geymdu þá gagns-
lausa á kistubotni, og allt fram undir 1870 var svo að
segja ekkert hugsað um sparisjóði. Árið 1882 voru að eins
7 sparisjóðir litlir á landinu, en árið 1891 voru þeir orðnir
13 með 850,000 kr. innieign alls, og i árslok 1897 komnir
upp í 23 með 1,700,000 kr. innieign alls. — Þannig hefir
. eign sparisjóðanna aukist á 6 árum um belming.
Sparisjóðsdeila Landsbankans er lang-stærsti sparisjóður
landsins; i henni er innieignin árlega meir en helmingi
stærri en allra hinna sparisjóðanna að samanlögðu; er því
settr*skýrslan hér að framan á bls. 52, til að sýna, hve
mjög hún hefir aukist ár eftir ár, að undanskildu siðasta
árinu, sem var neyðarár fyrir landið í flestum peninga-
viðskiftum ; en það var afleiðing af lágu vöruverði í verzl-
ununum og útflutningsbanui á lifandi sauðfé til Englands.
Hvort innstæða i sparisjóðunum vex eins næstkomandi
6 ár eins og 6 árin síðustu, er óráðin gáta. Það er komið
undir árferði, vöruverði og svo veðdeildinni nýu; fái hún
traust og álit landsmanna, má búast við, að ýmsir taki
nokkuð af innieign sinni i sparisjóðunum og kaupi veð-
skuldabréf veðdeildarinnar, sem gefa 4'/« °/o í vöxtu.
Samtals áttu allir sparisjóðir landsins i varasjóði 34,-
800 kr. Þegar innieign, sem var við árslok 1897 i öllum
sparisjóðunum, er skift niðnr á alla landsbúa, þá koma á
hvern mann að meðaltali 23 kr. og 3 a.
Kostnaður við sparisjóðsdeild Landsbankans og vara-
sjóður er ekki tilfærður í skýrslunni á bls. 51 hér að
framan, vegna þess, að þetta er sameiginlegt við reikninga
bankans, og ekki haldinn sérstakur reikningur yfir þetta.
* * *
I almanakinu fyrir 1898 er skýrsla um púfnasléttun á
árunum lb94—’95; samskonar skýrslu fyrir 1896—’97 og ’98
f lytur þetta almanak á bls. 53—55.
Eyrii 4 árin hefir Húnavatnssýsla verið efst á blaði,
og Árnes-, Borgarfjarðar-, Dala-, og Eyjafjarðarsýslur hafa
(66)