Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1901, Side 82
railli íslands og útlanda. Mörg snmur hefi ég flækst ýmist
á seglskipum eða gufuskipum, dögum og vikam saman, fyrir
Norður- og Austuriandi, í stormum, þoku og hafis, svo aít
ég er talsvert kunnugur slíknm ferðnm; en ætíð hefi ég haft
hugfast'að kynna mér hafstrauma og sjávarhita, því að ég
hefi lengi séð, hve mjög hvorttvegga þetta hefir verkað á
tíðarfar og ástand landsins.
Mig hefir stórlega íurðað á því, hve sjómenn hafa verið
áhugalausir i því efni að kynna sér straumföll og hita i
hafinu; það er likast þvi, sem þeir ætli, að það muni vera
atvinnuveg sinum óviðkomandi, og þó er tugum þúsunda
króna varið til þess að rannsaka þetta og því um líkt í
Noregi, og vísindamenn sendir til að rannsaka, hver áhrif
straumar og hiti i hafinu hafi á fiskigöngur upp að strönd-
um landsins. Þeir hafa álitið, að fiskurinn gengi ekki upp
að landinu, sé sjórinn kaldari en 5 stig, þó geta þeir þessr
að fiskur gangi stundum, þó hafið sé ekki svo heitt, ef hann
eltir síld eður annað æti.
Hér á landi hefir reynslan sýnt, að mjög sjaldan hefir
ný fiskigengd komið að Noröur- og Austurlandi frá desbr.
til júnimán. Þá mánuði er sjórinn þar kaldastur. í júní
fer hafið að hlýna, enda fyllast þá flóar og firðir með ný-
ar fiskigöngur, einkum í júli, þegar hitinn i hafinu er orð-
inn meiri. I fehrúarmán. er mikill fiskur kominn upp að
suðansturströnd landsins, heldur hann svo suður með henni
að Reykjanesi inn á Faxaflóa. A þessu svæði ölln erhafið
nógn heitt fyrir fiskinn árið um kring.
Getur líkleg orsök verið til þess öunur, en ólikur sjáv-
arhiti við landið að fisknrinn kemur ekki á sama tíma í
febrúar upp að norður- og austurströnd landsins, sem
hann kemnr að snðnrlandinu.
Þegar ég fyrir mörgum árum var við Eyafjörð, bað
ég oft skipstjóra, sem stunduðu hákarlaveiðar á Stranda-
grunni norður af Hornströndum og nálægt Kolbeinsey, að
veita eftirtekt, og skrifa hjá sér, ýmislegt um strauma og
hita i hafinu; en litið varð um frambvæmdir i því efni, og
litlar upplýsingar hefi ég frá þeim fengið. A sömu leið
hefir farið með skipstjóra þá, er ég hefi beðið hér sunnan-
lands að veita þessu eftirtekt, síðan ég flutti til Reykjavíkur.
(70)