Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1901, Page 83
Beztar og' áreiðanlegastar upplýsingar hefi ég fengið
fra »VeOurfræðistofnnninni« í Kaupmannahöfn, sem hefir
nu um 20 ár sýnt mér þá góðvild, að senda mér veðurskýrsl-
ur sínar, er einnig sýna sjávarhitann við Færeyar og Grræn-
land og ísalög í norðurhöfum. Eftir þeim skyrslum hefi ég.
dregið saman skýrslur þær, er þetta almanak flytur, en
smar upplýsingar fær stofnunin frá nokkrum hásettum mönn-
um á Islandi og frá skipstjórum, sem sigla á ýmsum tímumj
ars um það svæði, sem skýrslan nær yfir; þeir eru fúsariá
að veita þessu eftirtekt. en islenzku fiskimennirnir.
Menn bera oft fyrir sig, að þeir geti ekki framkvæmt
þetta eða hitt vegna fátæktár og peningaskorts. En til
þessa, sem hér ræðir um, þarf ekki peninga né auðæfi, til
þess þarf að eins góðan vilja og viðleitni til að fiæðast,
og sama á sér stað á landi. Viljaleysi og framkvæmdaleysi
valda oft meir en fjárskortur þvi, sem ábótavant er hér,
jafnt á sjó og landi.
Eg hefi oft spurt fiskimenn á Austur-, Norður- og Suð-
urlandi, þegar þeir hafa verið að slægja: »Hvaða fæðu
kefir fiskurinn núna? Hvað er i kútmaganum? En það
hafa þeir mjög sjaldan vitað. »Þvi hefi ég ekki tekið eft-
ir«, segja þeir, nema þegar síldin veltur upp úr fiskinum af
offylli. f>etta stendur þó ekki á litlu fyrir fiskimanninn;
sé kútmaginn tómur eða rusl í honum af krossfiskum og
smákröhbum, þá er líklegt að fiskurinn taki svo nefnda
ljósabeitu eða lélegri beitu, en þegar maginn er fullur al
sild, er auðséð að" til litils er að róa og bjóða honum þá
beitu, sem hann að eins tekur, þegar hann er svangnr.
Svona er ástatt i mörgu hér á landi; menn láta i hugsunar-
leysi leiðast af gömlum vana, og gæta ekki að því, að þeir
þurfa að fylgjast með framförunum.
Hegar ég hverf aftur til efnisins, get ég ekki stilt naig
um að setja hér dálitla ferðasögu.
Arið 1882 fór ég snemma i mai frá Danmörku og ætl-
aði til Eyafjarðar með gufuskipi; en 20 mílur austur af
Eskifirði lenti skipið i þokn inn í hafis, sem brátt varð
svo þéttur, að skipstjórinn varð að snúa við suður með
landi; þá náði ísbreiðan suður að Lónsheiði i Skaftafells-
sýslu; eftir það fór skipið i auðum sjó fyrir Suður- og
(71)