Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1902, Page 63
Svíaríkis er miklu betri. Þaðan ætti trjá,viðurinn að flytj-
ast til landsins. Talsverð framför má það heita, að margir,
sem byggja sunnanlands, verja bús sin úr hinum lélega
norska trjávið með galv. járnplötum enskum, og ættu þeir,
sem byggja timburhús á Norður- og Austurlandi, að taka
þann sið upp meira en gjört hefir verið.
Steinhús og timhurhús á öllu landinu eru talin 1694
og virt á 7,214,000 kr. Þar af er verð húsa í Reykjavík
meira en allra annarra húsa á landinu, þegar kaupstaðirnir
ísafjörður, Akureyri og Seyðisfjörður eru undanskildir, eins
og sést af eftirfarandi yfirliti:
í Reykjavík eru 627 hús .................... 3,107,200 kr.
á ísafirði eru 114 hús ..................... 488,480 —
á Akureyri eru 101 hús ..................... 399,000 —
á Seyðisfirði eru 96 hús ................... 354,740 —
i Suðuramtinu 272 hús ...................... 716,560 —
í Vesturamtinu 173 hús .................... 1,188,850 —
í Norðuramtinu 84 hús ...................... 325,130 —
í Austuramtinu227 hús ...................... 633,130 —
Af þessum húsum er 21 hús virt á 718,730 kr., sem ekki
eru skattskyld. Það er alþingishúsið, pósthúsið, bankahús-
ið. skólahús, sjúkrahús, hegningarhús og fangelsi.
114 hús eru virt minna en 500 kr. 826 hús frá500til
2000 kr. 357 hús 2000 til 4000 kr. 202 hús 4000 til 8000
kr. 107 hús 8000 til 15000 kr. 60 hús 15000 til 30000 kr.
26 hús 30000 til 100000 kr. og 2 hús þar yfir (þinghúsið
og holdsveikraspítalinn).
Af þessu sést, á hvaða reki húsabyggingar eru hér á
landi um aldamótin, en eigi er þó hægt að segja, hve mörg
þeirra eru úr timbri og hve mörg úr innlenda efninu steini;
þvi miður eru þau fá.
Húsaskattur til landssjóðs var árið 1879 2062 kr., en
árið 1899 6652 kr.
Póstflutningar.
Mikið hefir verið gjört á síðasta fjórðnngi 19. aldar*
innar til að bæta úr vandræðum þeim, sem landsmenn
(55)