Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Blaðsíða 45
Verður nú dimt á leiksviðinu. Loks heyrist aftur
mannamál og sést Hanna þá liggjandi í rúmi sínu á
fátækraheimilinu. »Dáin?« spyr systirin. »Dáin«, segir
læknirinn og kinkar kolli.
Næsta leikrit Hauptmanns var »Florian Geyera,
ieikrit með nál. 75 persónum úr bændauppreistinni
í þriátíu ára stríðinu. Átti leikrit þetta að vera eitt
af höfuðritum Hauptmanns, og reyndi hann að skýra
lundarfar og framkomu aðalhetjunnar Florian Geyer
af umhverfinu samkvæmt skoðunum raunhyggju-
manna, en tilraun þessi mishepnaðist að nokkru
ieyti, því að allir þættirnir sex fóru í að skýra þessa
aðstöðu, og fólksfjöldinn og atburðirnir báru aðal-
hetjuna ofurliði, svo að leikurinn naut sín ekki. Um
sama leyti samdi hann »Elga« á 4 dögum, draumsýn,
að nokkru leikrit, að nokkru sögukvæði, en efnivið-
urinn var fenginn úr »Klaustrinu í Sendomir« eftir
austurríska skáldið Grillparzer.
Eitt af þektustu ritum Hauptmanns er »Sokkna
klukkan« (»die Versunkene Glocke«), er hann samdi
1896. Varð nú sú breyting á leikritagerð Hauptmanns,
að áður hafði hann borið hag heillar stéttar, eins
og vefaranna, fyrir brjósti, en nú sneri hann sér
að einstaklingunum. Heinrich er klukkusteypari í
þorpi einu í átthögum Hauptmanns, og heíir hann
steypt klukku fyrir fjallakirkju, en á leiðinni upp á
fjallið gerir skógarpúki honum þá glettu, að velta
klukkunni niður, og sekkur hún ofan í vatn. Ivemur
Heinrich síðan að fjalli einu, er miklar þjóðsögur
eru sagðar af, og hittir hann þar huldustúlku eina,
Rautendelein, er laðar hann með sér upp til fjalla,
burt frá konu sinni og barni. Farna uppi hyggst
hann að steypa forkunnar klukku þá, er haldi nafni
hans lengi á lofti, en hjarta hans er sjúkt og hann
þráir að bergja á óminnisveigum dauðans. Haupt-
mann vafði ýmsar æfintýrasagnir og huldufólks
saman í leikriti þessu, og gekk hann að því leyti
(11)